Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 3
H A u s a k a u P FFSI Á síðastliðnu hausti og vetri hafa náðst merkir áfangar varðandi mál- efni F.F.S.Í. Húsnefnd F.F.S.Í. ásamt hús- nefndum sambandsfélaganna í Reykjavík hafa lagt fram mikla vinnu í leitinni að lausn húsnæðis- málsins. Margsinnis áður hefur hús- næðismálið verið á döfinni og ýms- ar samþykktir gerðar innan félag- anna og á þingum F.F.S.Í. varðandi það mál, en ekki náðst samstaða «>--------------------------------- um framkvæmdir. Nú hefur verið tekin heilladrjúg ákvörðun í þessu máli, þar sem ákveðið hefur verið að festa kaup á húseigninni Báru- götu 11 til afnota fyrir starfsemi F.F.S.Í. og félaganna í Reykjavík, og er gert ráð fyrir að 1. október í ár verði húseignin tekin til afnota. Eins og vitað er hefur starfsemi F.F.S.Í. og þeirra sambandsfélaga er opna skrifstofu hafa, verið rekin í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum í bænum, en við kaupin á Bárugötu 11 skapast sá möguleiki að flytja félagastarfsemina undir eitt þak, sem svo leiðir af sér meiri festu og samhug um framgang margvíslegra mála er varða samtök yfirmanna á íslenzkum skipum. Samtímis þessu hefur verið unnið að því að festa byggingarlóð við höfnina undir framtíðarhús samtakanna. Von er á að það mál komist í höfn innan tíðar. í umræðum um lausn húsnæðis- málsins kom strax fram að ólíklegt mætti teljast að hægt væri að upp- fylla allar óskir einstakra félaga varðandi fyrirkomulag og stærð, nema með nýbyggingu. Ný viðhorf hafa líka komið fram, þar sem starfsemi kvenfélaganna er nú í vaxandi mæli innan samtak- anna, 2 ný kvenfélög hafa verið stofnuð og eru þau nú alls 4. Það má ekki gleyma þvi að í kyrrþey vinna kvenfélögin merkilegt starf til aukins félagsþroska og einingar. Brýn þörf er því á að skapa þeim aðstöðu til samastaðar. Hvemig það mál verður leyst, er ekki fullráðið, en hefur nokkuð ver- ið rætt 1 sambandi við húskaupin. —--------------=-------— -------—<s> Sjónarmið Breta varðar aðeins það litla brot ensku þjóðarinnar sem hefur atvinnu af fiskveiðum og lít- ilfjörlegri veiðirýrnun brezkra tog- ara hér við land vegna útfærzlu veiðitakmarkanna sem þeir álíta að brezkir togarar verði fyrir, en við getum ekki verið sammála þeim um, enda hafa veiðitilraunir brezkra togara í íslenzkri landhelgi sýnt það gagnstæða. Ennfremur mikið meiri veiði okkar eigin skipa fyrir utan mörkin bæði nú og jafnan áður. Við heyrum frá Bretum kvart- anir yfir því að erlendir veiðiflot- ar frá fjarlægum þjóðum séu þess albúnir og á góðri leið með að sópa upp síldinni úr Norðursjó, svo að algjör veiðiþurrð standi fyrir dyr- um. Við skiljum vel ótta þeirra og erum fylllilega sammála. Ofveiði eða rányrkja endar alltaf á einn og sama veg, en fyrst Bretar skilja þetta svo vel, þegar um síldveiðina í Norðursjó er að ræða, hvaða mein- loka er þá í þeim, þegar inn miðin VÍKINGUR við ísland ræðir? Ef þeir vildu nú vera svo vænir að bera saman þetta tvennt, rán- yrkjuna í Norðursjó og við ísland, fer varla hjá því að þeir komist að laukréttum niðurstöðum. Veiðiflotar þeir sem um ræðir í Norðursjó og þeir amast við, eru mjög langt undan landi, 80—100 sjómílur að jafnaði, eða að segja má úti í miðjum Norðursjó, en þeir deila við okkur um landsjóinn, 12 mílur frá ströndum íslands. Þeim finnst hart, að langt aðkomnir menn láti greipar sópa um fiskimið, sem þeir hafa bygggt útgerð sína á um langan tima. Þegar þeir nú á þenn- an hátt líta í eigin barm, ætti þeim að skiljast ótti og sárindi íslend- inga yfir þvi að erlendir menn sæki og láti greipar sópa um íslenzk fiskimið og það alveg upp í lands- steina með þeim afleiðingum að til landauðnar horfir á mörgum stöð- um. Þegar litið er á viðskipti þjóða í milli og almennt hagnýta verka- skiptingu, sýnist það vera augljóst mál, að íslendingum sé ætlað eða hafi það hlutverk sem þeir verða að teljast öðrum kjörnari til, en það er að sækja fiskinn í sjóinn á sínum heimamiðum og koma hon- um á matborð neytendanna um víð- an heim. Auðæfi náttúrunnar eru mikil, en þau falla misjafnlega í skaut hinna ýmsu landa. Á íslandi stöndum við illa að vígi með flestan iðnað vegna hráefnaskorts, landið er harðbýlt til landbúriaðar, eins og öllum mönn- um má ljóst vera, sem líta á hnatt- stöðu ísands. 1 Það er fiskurinn í sjónum sem hefur gert okkur kleift að lifa því menningarlífi sem við nú lifum. Ef Bretar eða aðrir láta sér fátt um finnast þessar staðreyndir, þá fer um okkur eins og aðrar þær smá- þjóðir, sem hefur verið bolað til hliðar eða jafnvel afmáðar af þeim stærri og sterkari. 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.