Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 16
Síðan við létum útbúa þétta þrýstilofts-patent, gengur miklu betur að flnna smyglvarning í farangri karlmannanna. Til þess að tveir geti verið vinir þá er nauðsynlegt að annar þeirra sé þolinmóður. Bezta ráðið til þess að gleðja sjálf- an sig, er að gleðja einhvern annan. Maður gæti nú helzt hugsað, að ef varirnar á manni væru úr hörðu horni og stæðu svona nokkra þumlunga út í loftið, þá væri lítið gaman að kyssast, já, þá væri sætleikinn, sem í því felst ekki á marga fiska. En gættu að því, að þú getur líka haft rangt fyrir þér. Hugsaðu þér yndisleika við að kyssa harðar hom- varir, sem standa út í loftið. Nei, nú ertu farinn að halda að ég sé vitlaus. Gáðu bara að því að: Engar verur kyssast meir, innilegar og fallegar en MiujBiSnj Hneykslið er eins og eggið; þegar það er útldakið, þá eignast það vængi og flýgur um. Eiginkona er sú kona, sem getur ek- ið um hin dásamlegustu landssvæði, sem fyrir finnast í heiminum, og — einblínt á hraðamælirinn. Því makalausari, sem nýtízkulyfin verða, — því makalausari eftirtekt vekja sýklarnir. Reynslan er greiða, já, rétt eins og hver önnur greiða, sem greiðir fram úr flóknum vanda, en hún kemst þá fyrst i eigu manns — þegar þeir eru orðnir •.IIJJ0[IP5[S Úr viðskiptabréfi: Við leyfum okkur hérmeð að bjóða yður þessa ágætu raksápu fyrir aðeins 3 kr. stykkið. Ef við heyrum ekkert frá yður innan viku, reiknum við með að þér viljið ekki borga meir en kr. 2,50, og til þess að spara tímann, mun- um við samþykkja gagntilboð yðar. Á F R í V A Bezti svæfillinn er góð samvizka. En, góð samvizka — segja sumir — er slæmt minni. í skriftastólnum. Hvað verðið þér að gera, bamið mitt, til þess að geta fengið syndafyrirgefningu? Syndga. Maður nokkur kom inn á veitinga- stað og pantaði lambakótelettur, græn- ar baunir — og góðan skammt af hunangi. „Hunang með grænum baun- um?“ sagði þjónninn. „það hljómar dálítið einkennilega". „Satt er það“, sagði gesturinn. „Bragðið er dálítið skrítið, en það er einasta leiðin til að koma í veg fyrir að bölvaðar baun- irnar hrökkvi út af diskinum". Kona nokkur úr sveit i Englandi, kom til London. Hún þurfti að fá upp- lýsingar um margt og tók fyrir lög- regluþjón og spurði hann í þaula. Lög- regluþjónninn var þolinmæðin sjálf og greiddi úr öllum spurningum sveita- stúlkunnar. Svo að lokum langar mig til að vita hvers vegna þér hafið hökuband á hjálminum yðar. Það hef ég til þess að hvíla hökuna, eftir að hafa svarað öllum spurningum yðar! Höfðingjar dýrka veiðikúnst og virðulega réttargæzlu fyrir durum fávísra kotbænda. 80 VÍEINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.