Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Page 31
fulltrúa í land, þar sem hann reikn- aði réttilega með, að hinir innfæddu myndu fá meira traust á dökklit- um manni, heldur en á þeim hvítu. En þegar Enrique kom í land, skeði undrið, þegar hinir innfæddu hóp- uðust utan um hann, varð hann orð- laus of undrun, er honum varð ljóst, að hann skyldi mál þeirra. Það voru liðin mörg ár, síðan hann hafði heyrt tungu landa sinna. En þessi furðulega uppgötvun færði Magell- an heim sanninn um, að hann hafði náð takmarki sínu; hann var kom- inn aftur til þess umhverfis, þar sem Malayjatunga var töluð. Það sem hina lærðu menn Evrópu hafði dreymt um, var nú orðin áþreyfan- leg staðreynd. Jörðin var hnattlaga; og tekizt hafði að sigla umhverfis hnöttinn. Sú vika er skipin voru þarna, verður að teljast gæfuríkasta há- mark ferðalagsins. Konungur eyj- arinnar, Calambu, tók á móti Mag- ellan með mikilli gestrisni og lét hann fá ghægð af öllum matföng- um og drykkjarvatni. Nú var að- eins lokatakmarkið eftir, að kom- ast til sjálfra Kryddeyjanna, en Magellan sá nú, að hann myndi ekki skilja svo við þennan eyja- klasa, að hafa ekki áður tryggt Spánarkonungi yfirráð þar. Hann spurði því Calambu, hvar stærsta eyjar væri, en hann svaraði því að það væri Zebu (Cebu), og þangað setti hann stefnuna, „því þannig höfðu hin óheillavænlegu örlög hans ákveðið, að ferðin skyldi ráðast“, skrifar hinn tryggi förunautur hans og dagbókarhöfundur Pigafetta. Þegar Magellan kom til Cebu var honum strax ljóst, að þar var um mikilxægan stað að ræða, því þar lá f jöldinn allur af erlendum djúnk- um, innan um aragrúa af prahus- bátum innbúanna. Til þess að sýna þessum lýð strax, hver hefði ráð á þrumum og eldingum, gaf hann skipunum fyrirskipun um að skjóta jafnhliða af öllum fallbyssum í kvéðjuskyni. Hinir innfæddu flýðu óttaslegnir í allar áttir, en Magellan sendi Enrique með fyldarlið í land sem allra skjótast til þess að tjá yfirstjórnanda eyjanna, að skot- hríðina bæri að taka sem virðing- arvott fyrir hátign eyjanna, en ekki VÍKINGUR sem fjandskap, og að aðmírállinn væri tilbúinn til þess að sýna eyj- arskeggjum alls konar verzlunar- vöru og vera við þá viðskiptasam- komulag. En keisarinn á Cebu, Humabon, var ekki neitt blásaklaust náttúru- barn. Tann tilkynnti Enrique með nokkrum þótta, að um viðskipti gæti ekki orðið að ræða fyrr en hafnargjöld hefðu verið greidd, og sennilega hefði hann haldið fast við þá afstöðu, ef ekki múhameðstrúar kaupmaður sem þarna var staddur, nýkominn á djúnku frá Síam, hefði hvíslað að honum viðvörunarorðum um hættuna af þessum sjófarend- um og fallbyssum þeirra, er hann hafði haft spurnir af áður, og ráð- lagt keisaranum fyrir alla muni að forðast árekstra. Þetta væru sömu hvítu djöflarnir, sem áður hefðu lagt undir sig Salicut, en auk þess Hindustan og Malakka. Þessi aðvörun hafði svo sterk áhrif á höfðingjann, að hann sneri al- veg við blaðinu, bauð Magellan til stórveizlu og taldi sig fúsan til að gera eilífðar viðskiptasamkomulag. Magellan sá sér leik á borði og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að vinna vináttu eyjarskeggja, og brátt fór svo, að höfðinginn og hirðmenn hans féllust fúslega á að taka kristna trú. Þannig bar það til að sunnudag- inn 14. apríl 1521 gátu Magellan og menn hans hrósað happi yfir ein- um sérkenniiegasta sigri sínum. Á miðju markaðsplássi þorpsins hafði verið reistur stór kross, og við stall hans kraup höfðinginn ásamt tals- verðu fylgdarliði og tók við skírn með hátíðlegri viðhöfn og miklum tilburðum. Þessi viðburður spurð- ist um eyjarnar, og strax næsta dag komu allflestir höfðingjar nær- liggjandi eyja er vildu láta skírast og veita Spáni hollustu sína. Allar aðgerðir Magellans höfðu heppnazt vel fram að þessu, eins og ósýnilegur máttur ryddi öllum hindrunum úr vegi fyrir har.n. En þá hefst allt í einu hinn átakan- legi sorgarleikur. Á smáeyjunni Mactan, sem liggur rétt við Cebu, réði höfðingi sem nefndist Silapul- apu ér hafði alla tíð verið svarinn fjandmaður höfðingjans á Cebu. Eftir komu Spánverjanna hafði hann gert allt er hann gat, til þess að fá aðra höfðingja til þess að snúast gegn Spánverjunum og láta þá ekki fá mat eða drykk. Hin f jandsamlega afstaða hans til Spán- verjanna virðist ekki hafa verið með öllu ástæðulaus, því að á hinni litlu eyju hans höfðu nokkrir kofar verið brenndir — og sennilega við að hinir spönsku sjómenn höfðu gerzt heldur djarftækir til eftir- leita að kvenfólki á Mactan. Þegar kröfunum um matvæli var neitað, ákvað Magellan að sýna eyjasekggjum mátt þess, er réði yfir þrumum og eldingum. í fyrsta skipti á ævinni sýndi Magellan nú skort á framsýni. Höfðinginn á Cebu bauðst til að senda þúsund manna herflokk til Mactan, en Mag- ellan afþakkaði boðið. Hann ætlaði að sýna þessum innfæddu, að spjót þeirra og hnífar hefðu lítið að segja gegn brynvörðum hermönnum Spán- ar. Hann tók því með sér aðeins 60 manna hóp og skoraði á höfð- Þannig bar að, i tilgangslausri smáskæru við nakta villimenn, dauða hins mikla landkönnuðar. 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.