Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 30
eftir Stefan Ztveig Soga portúgalska sigllngamannslns, sem flutti heimlnum stað- reyndina fyrir því, að jörðin væri kúinmynduð, með þvi að sigla umhverfis hana, er tiltölulega Iítið þekkt af síðari tíma mönnum. Óteljandi frásagnir og heilar bækur hafa verið skráðar um Columbus, Cortcs og Francis Drake, en um afrek Magellan, sem er þó ennþá mikilfenglegra heldur en allra hinna, hefur verið hljótt og hann að mestu aðeins þekktur að nafni. En rithöfundurinn frægi Stefan Zweig bætti mikið úr þessu óréttlæti með sínum snilldarpenna í ^5 bókinni „Jörðin er kúlumynduð”. V Þar rís Magellan upp í sinni raunverulegu hetjumynd, — 5)5 maðurinn, sem 5)5 vogaði öllu, barð- Q ist ótrauður og hiklaust við alia „ erfiðleika, ^ vann mikla ™ sigra, en J5 fékk aldrei —, sjálfur að njóta þeirra. «S (Eftirfarandi er útdráttur úr bók Sfc Zweigs). Þessi fyrsta sigling út á hið óþektta og nafnlausa úthaf er eitt af ódauðlegustu afrekum mann- kynssögunnar. Sigling Columbusar hefur lengi verið dáð, sem framúr- skarandi ævintýraafrek, en hann hafði þó yfir að ráða þremur splunkunýjum skipum. Ferðalag hans tók ekki nema 33 daga, og hann var svo vel birgur með mat- væli og annan útbúnað, að í versta tilfelli átti hann nægar birgðir til þess að komast á aftur heim. Magellan varð hins vegar að sigla gjörsamlega út í bláinn, og skip- verjar hans voru úttaugaðir af erf- iðleikum. Sultur og söknuður lá þeim að baki, og sultur og sökn- uður ögraði framundan. Fatnaður þeirra var orðinn að lörfum, seglin meir og tog öll þunnslitin. Flestir skipverja hans hafa sennilega í hug- anum öfundað þá sem struku. En samt lögðu þeir af stað út í hina ótryggu framtíð. Alltaf var stöðug sigling, fjörutíu dagar liðu, sextíu dagar, og eitt hundrað dagar, án þess nokkurntíma að sjá land. Mag- ellan taldi með sjálfum sér, að hann hlyti að vera kominn framhjá Jap- an. En raunverulega hafði hann ekki enn kotnist yfir nema einn þriðja hluta hins mikla veraldar- hafs, er hann skýrði Pacifik (Kyrra- hafið) vegna hinnar miklu kyrrðar er þar virtist búa. Friðsamlegt var það, en það var slæmur friður. Á hverjum degi blasti við sami blái lygni hafflöt- urinn, skýlaus himinn með steikj- andi sólarhita, og sami rotnunar- daunninn, sem steig upp frá hinum sjóðheitu skipum. Skipverjarnir tærðust upp, og hvert skipanna var orðið eins og draugabústaður, eða klefar fyrir holdsveika. Máltíðir sem matsveinarnir fram- reiddu, voru nær því að líkjast hrossataði en mannamat. Sólskinið gerði drykkjarvatnið dautt, ormur og fluga var í mjölmat auk rott- unnar sem alstaðar skreið. En þessi leiðu dýr voru orðin kærkomið mat- arsælgæti, og veidd í hverjum krók og kima. Á daginn tuggðu menn sag og nöguðu leður, til þess að yfirvinna hungurtilfinningar mag- ans. Um nítján manns, eða nær tí- /unni hver maður af þessum síðasta hóp dó af þessu viðurværi, á þess- ari hörmungarfullu ferð yfir þvert Kyrrahaf, og meðal þeirra fyrstu, hinir brottnumdu Patagoníumenn. Loks þann 6. marz 1951 hljómaði hið langþráða lausnarorð úr mast- urtoppi f orustuskipsins: „Land, land, húrra!“ En það var líka á ell- eftu stundu. Aðeins nokkurra daga bið lengur, og þá hefði saga þessa hetjulegu landaleitarferðar senni- lega aldrei verið skráð. En nú, allt í einu skaut hinu frelsandi eylandi upp úr auðu hafinu. Skipin voru tæplega lögzt inn á víkinni, er sæg- ur af „prahus", hraðskreiðir og lipr- ir smábátar, málaðir öllum regn- bogans litum, og samþjöppuð pálmaviðarblöð fyrir segl. Liðugir eins og apar klifruðu hinir nöktu íbúar um borð í skipin, og undrun þeirra og gleði var svo mikil yfir öllu því nýja, sem menningin hafði borið þarna að hjá þeim með, að þeir hirtu allt sem hönd á festi og ekki var naglfast í skipinu. Og jafn- vel tókst þeim að ná í léttbátinn af Trinidad og reru honum í land með miklum hávaða og gleðilátum. Magellan ákvað að gefa hinum þjófgefnu íbúum eftirminnilega ráðningu, hann setti 40 vopnaða menn í land, er brenndu alla kofa íbúanna og rændu öllu sem þeir komust yfir af ávöxtum, fiski og kvikfénaði. En auk þess hegndi hann íbúunum um alla framtíð með því að kalla eyjarnar Marianernes (Þjófaeyjarnar). Þessi ránsferð bjargaði Spán- verjunum frá tortímingu. Nokkurra daga hvíld, með gnægð af ávöxtum, fiski og heilbrigðu tæru vatni, rétti nær alla skipverjana við aftur. Með endurnýjuðu þreki lögðu þeir enn af stað í vesturátt, og er þeir viku síðar sáu fyrir sér nýtt eyland og skömmu síðar aðra í viðbót, taldi Magellan öruggt að hann væri loks á réttri leið, og þyngstu erfiðleik- ar ferðarinnar væru að baki, hér væru þeir loks komnir til Krydd- eyjanna (Molukkerne). En í þessari ályktun hafði hann alveg misreiknað. í raun hafði hann fundið áður ókunnan eyjaklasa — Filippseyjar — og þar með tryggt Carlosi konungi nýlenduyfirráð, sem urðu þeim langvinnari heldur en þau yfirráðasvæði sem Columbus, Cortéz og Pizarro höfðu fundið og Spánverjar þannig náð tökum á. Þann 28. marz komu skipin til Mazava, smáeyjar í Filippseyja- klasanum, og þar varð Magellan fyrir einu undarlegasta ævintýri lífs síns. Þegar hin erlendu skip nálguðust, flokkaðist hópur inn- fæddra saman á ströndinni. Magell- an sendi þjón sinn, Enrique, sem VÍKINGUE FYRSTA HNATTSIGLIAGIA 94

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.