Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 9
Kvenfélag'ib Bylgjan en hann var eins áhugasamur að selja eins og Seward að kaupa. I ársbyrjun 1867 sló Seward út fyrsta trompinu, tilboði um að kaupa allar landeignir Rússa á Norður-Ameríska meginlandinu fyrir 7,2 milljónir dollara1). Al- ander keisara var undireins til- kynnt þetta „stórkostlega" til- boð. Að kvöldi dags 29. marz 1867, sat Seward með fjölskyldu sinni að spila vist, þegar tilkynnt var að Stoeckl barón vildi tala við hann. Sendiherrann veifaði af mikilli geðshræringu símskeyti frá keisaranum, þar sem hann samþykkti að ganga að tilboðinu. Hvorki Stoeckl eða Seward voru í raun og veru vissir um hvað mikil landsvæði væri hér um að ræða. (Raunverulega er það 35 sinnum stærra en t. d. Danmörk). Stoeckl, sem var ánægður yfir að hinar langdregnu samningaum- leitanir höfðu nú borið árangur, sagði: „Snemma í fyrramálið getum við útbúið samninginn um að kaup og sala hafi farið fram“. „Yið skulum heldur ganga frá honum nú þegar“, svaraði Se- ward. „Ef þér getið haft starfs- fólk yðar viðbúið um miðnætti, þá skal ég ásamt mínu starfs- fólki vera viðbúinn“. Klukkan fjögur um morguninn var samningurinn gerður og til- búinn til undirskriftar. William Seward hafð tvær veigamiklar á- stæður til þess að koma í kring þessari „miðnætursýningu". I fyrsta lagi var verið að slíta ameríska þinginu, og hann vildi þvinga samninginn í gegn áður en andstöðuflokkurnn fengi tæki- færi til þess að styrkja aðstöðu sína. Og í öðru lagi vissi hann að Stóra-Bretland hafði einnig mikinn áhuga fyrir að eignast Alaska, og hann óttaðist að hinn auðugi Jón Boli myndi yfirbjóða hann. i) Sama ár bauð Seward Danmörku 5 millj dollara fyrir dönsku Vestur-Indíur, en viðskiptin tókust ekki, vegna þess að bandaríska þingið vildi ekki samþykkja kaupin. 50 árum síðar, þegar viðskiptin fóru fram, hafði verðið hœkkað upp í 25 millj. dollara. VÍKINGUR Upp úr sl. áramótum hófust konur loftskeytamanna handa um að stofna kvenfélag. Voru stofnfundir haldnir 12. og 26. febrúar. Félagið hlaut nafn- ið Kvenfélagið Bylgjan og hafa um 60 konur þegar gerzt félagar. Tilgang- ur félagsins er, samkvæmt 2. gr. lag- anna: „að efla samúð og vináttu meðal loftskeytamanna og fjölskyldna þeirra. Einnig skal félagið vinna að styrktar Eftir harðar og heiftarlegar umræður í ameríska þinginu, var samningurinn að lokum sam- þykktur. En það var langt frá því að Seward væri heiðraður sem þjóðhetja, þó hann á einni nóttu hefði aukið landrými þjóð- ar sinnar að einum fimmta hluta. Þvert á móti var ráðist á hann í leiðurum blaðanna og karika- tur-teiknarar afskræmdu hann á alla vegu. Æstur blaðritstjóri skrifaði t. d.: „Samningur þessi færir okkur á herðar ábyrgð á 40.000 manns, sem reika um í snjóeyðimörkinni á frumstæðum snjóslcóm. Án nokkurs möguleika til þess að hagnast um einn einasta eyrir, verðum við að greiða kostnaðinn af því að verja þá og halda í þeim og menningarstarfsemi innan félags- ins og út á við. . . .‘ Formaður var kjörin Guðrún Sigurð- ardóttir, en aðrar í stjórn eru Laufey Magnúsdótir, Sigríður Guðmundsdóttir og Anna B. Óskarsdótir. í varastjórn eru Gróa Finnsdótir og Hólmfríður Jensdóttir. Félagsfundir verða haldnir mánaðai'- lega á tímabilinu okt-maí. lífinu. Þótt við legðum alla orku fram, tækist okkur ekki að gera námugröft arðbæran á 60. gráðu norðurbreiddar. 99% af landinu eru okkur gjörsamlega einskis- virði*. Aðeins örfáir gátu hugsað sér að Alaska ætti þau auðæfi, sem síðar hafa verið nytjuð. Með sínum breiðu fljótum, skýháu fjallatindum, 1100 eyjum, og 55.000 km. löngu strandlengju, hefir landið gefið af sér kaup- verðið marghundraðfalt. Fisk- veiðar landsins hafa gefið af sér milljarða dollara, gull og aðrir dýrir málmar hafa fundist í jörðu og skógar, kolanámur og olíulindasvæði eru nýtt fyrir tug- milljónir árlega. Stjórn Kvenfélagsins „Bylgjan." Sitjandi frá vinstri: Anna B. Óskarsdóttir, Laufey Guðbrandsdóttir. Aftari röð: Sigríður Guðmundsdótir, Guðrún Sigurðardóttir og Lilly Magnúsdóttir. ---------------------------------—■------------—:----------------------■—-----------------------------------------------------------------------k?s. 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.