Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 2
Afmœlískvebjur til Víkingsins
Bárður Jakobsson
Fyrir tuttugu árum hóf sjó-
mannablaðið „Víkingur" göngu
sína. Voru þar einkum að verki
forustumenn og áhuga í F.F.S.I.,
sem var það ljóst, að samtök-
unum var óhjákvæmileg nauð-
syn að eiga málgagn.
Ekki verður annað sagt en að
ráðizt hafi verið í útgáfuna af
mikilli bjartsýni. Má segja að
vantað hafi flest, sem til þurfti.
Fé af skornum skammti, sam-
bönd fá, reynsla engin, en auk
þess var þessu tiltæki F.F.S.l.
engan vegin tekið af skilningi
allstaðar og sætti jafnvel úlfúð
frá þeim, sem sízt skyldi. Þetta
lagaðist þó fljótlega allt, og má
þakka það því, sem líka hefur
haldið „Víkingi“ gangandi fram
á þennan dag, en það var ódrep-
andi áhugi, elja og dugnaður for-
svarsmanna blaðsins. Eru mér í
því sambandi minnisstæðir: Ás-
geir Sigurðsson, Hallgrímur
Jónsson, Þorsteinn Árnason, Þor-
varður Björnsson, Konráð Gísla-
son, Grímur Þorkelsson, Sigur-
jón Einarsson; en dugnaður
þeirra Guðmundar H. Oddsson-
ar, Henrý Hálfdanarsonar og
síðast en ekki sízt Friðriks heit-
ins Halldórssonar um starfrækslu
og útbreiðslu blaðsins, var ein-
stakur. Þykir mér líklegt að
„Víkingur“ búi að einhverju
leyti ennþá að fyrstu gerð þess-
ara manna og fleiri, þótt ekki
séu hér nefndir.
Hlutverk mitt við „Víking“
var heldur fátæklegt, og vegna
flutnings á annað landshorn
varð ég að láta af ritstjórn blaðs-
ins. Við það tækifæri lét ég svo
um mælt um þá menn, sem stóðu
að F.F.S.l. og „Víkingi", en þeir
voru flestir starfandi sjómenn
og tóku á sig kauplaust eril og
áhyggj ur:
„Ég geri varla ráð fyrir, að ég
eigi eftir að hitta fyrir jafnstór-
an hóp manna, sem við örðugar
aðstæður vilja betur og vinna
betur, heldur en nær hver og
einn þeirra, er ég hefi haft kynni
af í þessu starfi mínu“.
Spámaður er ég ekki né hefi
verið, en þessi ummæli mín
standa óhögguð enn í dag, og
hefi ég þó víða farið og margt
starfað síðan þau voru viðhöfð.
Um form og verksvið blaðs má
lengi deila. Var mér í upphafi
ljóst, enda kom það fram í ræðu
og riti, að ekki myndu allir
ánægðir með „Víking“, og mun
svo vera enn í dag. Þetta er göm-
ul saga, og þó alltaf ný og líka
nauðsynleg og ber vott um líf og
hugsun. Sá sem er ánægður með
sig er nær alltaf annaðhvort fífl
eða á grafarbakkanum, og þessa
óska ég „Víkingi“ sízt af öllu.
Hvað sem þessu líður munu flest-
ir játa að „Víkingur" hafi haft
hlutverki að gegna og gert það
eftir atvikum vel. Tuttugu ár eru
í raun og veru skammur tími, og
það sem miður fer eða aflaga í
uppvexti getur breytzt og lagast.
Nú, þegar „Víkingur" hefur slit-
ið barnsskóm og komizt yfir
þrengingar gelgjuskeiðsins, ó-
vanalega margar og miklarvegna
stórkostlegra þjóðlífsbyltinga,
ætti hann að geta tekið á sig
byrðar þroskaáranna. Ég er
sannfærður um að svo verði.
Mér kemur í hug júnímorgunn
fyrir tuttugu árum. Kvöldinu áð-
ur hafði verið lokið við prentun
„Víkings", og var upplagið í
kompu þeirri, sem blaðið hafði
þá til umráða í Ingólfshvoli. Þá
var ekki búið að skipuleggja
dreifingu „Víkings" að marki,
og varð að búa um blöðin til
hvers einstaks áskrifanda. Rista
pappír, límbera, brjóta utan um
blaðið, og skrifa loks með penna
á allan búnkann. Ég var einn að
dunda við þetta kvöldið og nótt-
ina, og gekk heimleiðis um sólar-
upprás. Leið mín lá meðfram
„Tjörninni“ og var morguninn
einstaklega fagur og bjartur.
Þessi fallega endurminning; er
órjúfanlega tengd „Víkingi“. Á
ég ekki aðra betri ósk honum til
handa, en að jafnbjart verði yfir
„Víkingi" og verkum hans í allri
framtíð, og mér fannst og finnst
enn hafa verið yfir hans fyrstu
göngu.
Óska ég svo sjómannablaðinu
„Víkingi“ og F.F.S.I. heilla og
til hamingju með afmælið.
Hallgrímur Jónsson
Komdu, „Víkingur", heill, þú átt
trúnað og traust
þeirra, er takmörkin velja sér há. —
Láttu vakningar-rödd þína
viðstöðulaust
benda verkefnin framundan á.
Þannig kvað Frið'rik Halldórs-
son loftskeytamaður í öðru tölu-
blaði Víkings, sem kom út í ágúst
1939, og betur gat hann naumast
túlkað hug þeirra, sem stóðu að
VÍKINGUE
122