Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 4
Hafnarmannvirki á íslandi Jón Eiríksson, skipstjóri. Höldum heilu í höfn, er gam- alt máltæki. Bak þessara orða liggur sú 'hugsun eða ósk sjó- mannsins, að koma skipi sínu á öruggan stað, þar sem því er óhætt fyrir stormi og sjóum, og öð'rum hættum hafsins. Um leið og sjómaðurinn lætur úr höfn, er það ófrávíkjanlegt markmið hans að halda skipi sínu aftur 'heilu og höldnu í aðra höfn, sé um fiskiskip að ræða, eða önnur þau skip, er aðeins hafa erindi út á hafið. í illviðrum leita’r sjómað- urinn hafnar til að veita skipi sínu skjól. Hann þarf skjól til að ferma og afferma skipið, til að taka og skila farþegum, eða til að koma aflanum á land. Hann þarf skjól til að taka vistir og vatn, eldsneyti og aðrar nauð- synjar skipsins, til eftirlits o" viðge’rða á skipinu, og hann þarf skjól, þegar hann þarf að bíða með skip sitt í lengri eða skemmri tíma. Þetta skjól eiga hafnir að veita. Það má því segja, að höfn sé vatnssvæði, hæfilega stórt, umgirt landi, eyjum, skerj- um, rifum eða tilbúnum varnar- görðum, þar sem skip geta leit- að skjóls, og þa'r sem það getur l'engið nauðsynlega fyrirgreiðslu. Víða eru góðar hafnir frá nátt- úrunnar hendi eins cg inni á fjörðum, víkum og vogum, inni á stórfljótum og víðar. En þess- ar náttúruhafnir nægja aðeins til að veita skjól fyrir illveðrum. Til annarra athafna, sem að framan eru taldar, verður manns- höndin að koma til hjálpar. Nú- tíma höfn er annað og mei'ra en sjálft vatnssvæðið. Bryggjur, uppfyllingar, uppskipunarkranar og önnur áhöld, vöruhús, skrif- stofuhús fyrir hafnaryfi’rvöld og aðra starfsmenn hafnarinnar, áhaldageymslur, opin vöru- geymslusvæði o. m. fl. koma þar og til greina. Landsvæðið, sem þörf er á fyrir framantalið, er víða í útlöndum afmarkað og jafnvel girt, og telst til hafnar- innar. Þar sem landi er þannig hátt- að, að það gefur ekki nægilegt. skjól fyri’r öllum áttum, en nauð- syn er fyrir höfn og möguleikar eru á hafnargerð, eru gerðir varnarga’rðar til að skýla hafn- arsvæðinu. Annars staðar, þar sem aðstæður leyfa, eru hafnir Jón Eiriksson. grafnar inn í landið, en oftast nær þarf þá einnig að gera varn- argarða við hafnarmynnið. H-öfn skapast af þörfinni, sem fyrir hana er. Höfn ætluð fiski- bátum eingöngu þarf ekki að vera dýpri eða stærri en svo, að hún nægi þeim bátum, sem lík- legt er, að hana þurfi að nota. Hún þarf að hafa bryggjur, sem bátunum hæfir bezt, og hún þarf að hafa verbúðir, fiskihús, beit- ingahús, veiðarfæ'rageymsiur o. þ. h. Hérlendis eru aðstæður víð- ast þannig, að flutningaskip verða einnig að geta notað fiski- hafnirnar til að flytja burt afl- ann og færa nauðsynjar til Veið- anna. Mjög fá fiskiþorp hafa að- stöðu til að flytja aflann á landi til stærri hafna. Það ve’rður því að miða flestar hafnir við það, að flutningaskipin geti siglt á þær, en nú fara þau sífellt stækk- andi, og verður því að gera meiri og meiri kröfur til hafnanna. Höfn, ætluð stæ’rri skipum, verður að miðast við stærð þeirra skipa, er á hana sigla, og flutn- ing þann er þau flytja til hennar og frá. Höfn, þar sem skip verða að sæta flóðum til að sigla inn í og út úr, en standa svo meðan lágsjávað e’r, getur ekki talist fullnægjandi. Heldur ekki ef hún er svo þröng, að skip hafi ekki nægilegt svigrúm til að komast að og frá bryggjum, eða ef hana vantar nauðsynleg tæki og vöru- hús til að afgreiða skipin. Áður en hafnargerð er hafin, þa'rf margt að athuga og undir- búa. Stæi'ð hafnarinnar verður að miðast við þörfina, og þar sem um uppvaxandi þorp er að ræða verður að ge'ra ráð fyrir því að þörfin aukist, og miða stærðina við það, eða gera höfnina þann- ig, að unnt sé að stækka hana seinna. Víða takmarka þó stað- hættir stærðina, en annars stað- ar geta menn ráðið henni sjálfir. Dýpi vatnssvæðis þess, e'r höfn- ina myndar er veigamikið atriði. Það má ekki ve’ra of mikið, því að oft verða skip að nota akkeri, þegar þau leggja að og fara frá bryggjum, enda mjög dýrt að gera ga’rða og bryggjur á miklu dýpi. Sé dýpið of lítið, verður að athuga botnlagið til að sjá, hvort unnt sé að dýpka. Þar sem varn- argarða er þörf, verður einnig að athuga botnlagið þa'r sem þeir eiga að standa. Sé það mjög gljúpt, þolir það ekki þunga garðsins, svo hann sígur, skekk- ist eða jafnvel hrynur, þegar sjórinn fer að mæða á honum. Sé það laus sandur, er hætt við, að sjór og straumur grafi und- an garðinum. Aðalátt vinda verður að þekkja, og hvernig sjóa leggur að höfninni. Haga verður gerð varn- argarða með hliðsjón af þessum öflum, og getu’r það varðað miklu, að stefna þeirra og lega sé rétt. Varast verður að hafa hafnar- VÍKINGUR 124

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.