Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 9
Sigurjón Einarsson, skipstjóri ' Davíð og Golíat Það vakti almenna reiði hér á landi, er fregnir bárust um að- farir brezka herskipsins Contest gegn varðbátnum Maríu Júlíu. Menn sögðu sem svo að þarna hefði fólskulega að verið eða flón við stjórn, með fúlmennskuna í eftirdragi, því að Contest hefði sinn djöful að draga eins og kunnugt er. Þó að reiðin syði í hverjum manni, gall þó eigi að síður hlát- ur við um land allt, þegar gráu var bætt ofan á svart með klögu- málum brezku ríkisstjórnarinnar yfir viðbrögðum Maríu Júlíu, er hún reyndi og tókst að forða sér frá því að verða sigld eða dregin niður af brezka vígdrekanum, og það talið drekanum hættuleg sigling, tuttugu sinnum stærra skipi, byggðu úr stáli með 3—4 sinnum meiri ferð. Við skiljum að vísu ekki til hlítar hernaðarlist Breta eða hvaða hemaðarafrek flota henn- ar hátignar er ætlað að vinna hér við land, en fyrst það er þeirra eigin dómur, að tréskútan María Júlía sé stórhættulegþessu brezka herskipi, þá fer að verða skiljanlegra vegna hvers Bretar hafa ekki treyst sér til að reka hernað eða brjóta landhelgi ann- arra en Islendinga. Það er hæg- ara að velta litlum steini en stór- um og það virðist hafa ráðið úr- slitum hjá brezku ríkisstjórninni um hvar skyldi leggja. Fram að því að nóta brezku ríkisstjórnarinnar barst, höfðum við tilhneigingu til að leggja alla sökina af aðförum Contest á herðar skipherrans. Menn sögðu, að ekki mætti á milli sjá hvo'rt meiru réði ofstopinn eða sjó- mennskuleysið hjá þeim herra. Menn, sem sendir eru út til þess að fremja ofbeldi og lagabrot í nafni sinnnar eigin ríkisstjórn- ar, geta fundið upp á ýmsu sem saknæmt er að guðs og manna lögum, án þess að óttast, þegar þeir eiga jafn vísa syndakvittun eða meðhald sinna yfirboðara eins og reyndist með skipherr- ann á Contest. Þó að brezka ríkisstjórnin vilji ekki viðurkenna 12 mílna fiskveiðitakmörk við ísland, þá hefir hún ekki lýst því yfir enn- þá, að hún ekki viðurkenni al- þjóðlegar siglingarreglur innan þeirra marka. Nú lítur þó út fyr- ir að ekki sé því að treysta að Bretar hlýði alþjóðlegum sigl- ingalögum fremur en öðrum lög- um, innan 12 mílna fiskveiði- markanna. Þeir eru jú hingað komnir til þess að brjóta lög á okkur og það vilja þeir gera sem rækilegast. Það hlakkar í þeim ef þeim tekst að laska varðbáta okkar, þeir svara skömmum ein- um til í því sambandi og sjálf brezka ríkisstjórnin heimskar sig á að halda því fram að sigl- ing smá mótorbáta sé stórhættu- leg 20—30 sinnum stærri skip- um úr brezka stríðsflotanum. Hér á íslandi erum við ekki í neinum vafa um hvoru megin hættan er þegar slíkum skipum lendir saman. Grunur leikur á að brezka stjórnin sé ekki heldur svona fáfróð og að hún viti það full vel, að bryndrekum hennar stafar alls engin hætta af ís- lenzkum varðskipum. Blekkingar eru gamalt og nýtt herbragð hjá Bretum. Þeir hafa aldrei setið á lyginni þegar þeir hafa sagt frá átökum sínum við einn eða annan. Alltaf hafa þeir sjálfir talið sig hinn dyggðum prýdda, réttláta aðila, og svo blindir gerast þeir nú í sjálfs sín sök, að þeir bisa við að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir hafi af réttlætisást sinni lagt út í það að berja á Islending- um út af 12 mílna fiskveiðitak- mörkunum, þó þeir ekki blaki við neinum öðrum sem eins er ástatt um. Það verður hlegið víðar en á íslandi að þeim taugaóstyrk Breta að hræðast svo mjög ís- lenzku varðskipin, þar að segja allstaðar þar sem um það frétt- ist, en um það eigum við að sjá. Myndin í Alþýðublaðinu var ágæt lýsing á klögumáli Bretans (Contest) út af Maríu Júlíu, hún þarf að birtast sem víðast. Það er sagt að einn eða annar gangi fram af sér og öðrum t. d. með fjarstæðukenndummálflutn- ingi eða aðgerðum. f fiskveiði- deilunni hafa Bretar gengið svo fram af mönnum, að hér á landi hafa jafnvel blindir fengið sýn, en því er ekki að neita að hér hafa margir trúað blint á vernd- ara smáþjóðanna. Nú er sá draumur búinn. Við verðum að gera okkur það ljóst, að Bretar ástunda að af- flytja málstað okkar í blöðum, sem milljónir manna lesa víðs- vegar. Við því er aðeins eitt ráð og það er koma okkar sjónarmið- um á framfæri við hina sömu lesendur og annarra, því her- hlaup Breta hér við land er enn- þá fyrir dómstóli almennings, sem hefir sitt að segja og það vita Bretar vel og það vitum við líka. Eitt það kátbroslegasta sem heyrst hefir frá Bretum er það, að við séum að stela frá þeim fiski! „Já, þér ferst flekkur“ — dettur víst flestum í hug, því að svo marga brezka veiðiþjófa höf- um við handsamað hér við land og hafa þó fleiri sloppið, að mað- ur hefði átt von á því að Bretar kynokuðu sér við að nefna þjófn- að í sambandi við fiskveiðar sín- ar hér við and. Hvaða tryllingur hefir gripið þessa menn? Þeir ættu að minnast þess að nefna ekki snöru í hengds manns húsi. Það er ekki nýtt að magnlaus reiði ofbeldismannsins ruglidóm- greind hans um stundarsakir, ef hann ekki kemur fram sínum áformum, en það fer að verða einum um of, ef áfram heldur hjá Bretum í þessum efnum. Brostin er nú sú von þeirra að við séum sundraðir innbyrðis. Við munum ekki þoka fyrir hróp- yrðum, ósönnum áróðri eða sak- VIKINGUR 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.