Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 14
dirfskunni. — Þetta að láta höf- uðskepnurnar ekki kúga sig. Láta slag standa! Hann dáðist að öryggi Magnúsar, skapfestu hins veiklaða manns, sem ekki mátti missa handa bróður síns, og varð að þola ertni hans. Þegar kom á grunnmiðin versnaði sjólagið, en jafnframt þurfti ekki að gæta segla jafn mikið, austurinn var minni. Guð- mundur fór að hagræða fiskinum og taka í nefið, rétti bróður sín- um baukinn, sáttfús. Magnús horfði á rjúkandi sjóinn, leit ekki við Guðmundi bróður sín- um. Hann snýtti sér að vísu í haugblautt húfupottlokið. Lét þar við sitja. Guðmundur sat á þóftunni. Hinar miklu axlir voru signar niður. Höfuðið virtist blýþungt, hann leit út eins og ólöguleg hrúga. Allt í einu spratt hann á fætur, þreif húfuna af höfði bróður síns og þeytti henni langt út á sjó, lagði síðan út árar og réri eins og berserkur. Magnús sat nú þarna í lokinu, berhöfðaður, með opinn munn af undrun. Hárstrýið tættist í rok- inu, lamdist við stakkinn svo small í. Drengurinn hafði horft undr- andi á viðureignina. Hann sá ekki betur en bræðurnir glottu í laumi. Það voru hláturviprur í augnakrókum Guðmundar, en Magnús gretti sig eins og hann fyndi til sársauka. Þrátt fyrir veðurhörku og vos- búð náðu þremenningarnir vör- inni um nónbil, þrekaðir, með vatnsloppu og stirða fætur. Magnús skipti afla og gekk vand- lega frá bátnum. Að því loknu sneri hann sér að bróður sínum og sagði í rólegum tón: „Þú ferð ekki út í bát með mér framar, Guðmundur". Svo gekk hann heimleiðis. Næst þegar ýtt var úr vör, var Guðmundur við stefnið að vanda, hann hafði lætt Ijótri, grænni húfu í lokið, þar sem formaður geymdi skrínu sína. Magnús sá það, en sagði ekki orð, tók undan sín megin, gaf ekki skipun um að ýta. „1 drottins nafni“ sagði Rökkurljóð Bleikur máni fjöll og fjöröu fögrum vefur töfrahjúpi. Hjalar unn viö strandar steina. Stunur berast upp úr djúpi. Ég á engin Ijóö að lýsa litaskrauti mánakvelda. Yfir bárum láta loga lagardísir þúsund elda. Guðmundur og setti skrið á bát- inn. Þann dag var sjóferðabænin ekki lesin upphátt. Drengurinn og Guðmundur tóku ofan höfuð- fötin en formaður var berhöfð- aður fyrir. Magnús snýtti sér ekki í nýju húfuna. Hún lá þar sem hún hafði verið lögð, eiturgræn og Ég á engin orö aö lýsa unun, sem ég finn í barmi. Vagga i svefni ungar öldur öllum mínum gamla hamni. Gettu, vina, hvaö ég hugsa hugfanginn í rökkurblíöu. Ég Imgsa um þig og enga aöra, augu þín og vanga fríöu. Ég er aö hugsa um, hvaö þaö væri himnesk sæla aö mega lifa meö þér einn, er mánageislar munarún á sjóinn skrifa. Jóh. G. Sigurösson. framandi. Þennan dag var marg- ur ætilegur biti í skrínu for- manns og kaffigutl á flöskunni. Bræðurnir voru báðir undirleitir og fámálugir, nefndu aldrei nafn hvors annars. Þeir voru sérstak- lega alúðlegir við drenginn, sögðu, að hann hefði staðið sig vel í ofviðrinu, yrði líklegast góður sjómaður. 134 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.