Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 15
Bjöm L. Jónsson Ert þú veðurnæmur? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margt gigtveikt fólk telur líðan sína mjög háða veðri. Og svo kynlegt sem það kann að virðast, þá er það ekki veðrið í dag, heldur veðrið á morgun, sem spillir líðan sjúklingsins. Það eru veðrabrigðin, eða öllu heldur aðdragandi þeirra, sem á einhvern dularfullan hátt verka á líkama þeirra, sem næmir eru fyrir þessum áhrifum. Þeir eru eins konar loftvog, en eins og kunnugt er, fellur loftvog, þegar óveður nálgast, og á sama hátt versnar gigtin, löngu áður en nokkur veðrabrigði sjást á lofti. 1 íslenzkum þjóðháttum segir svo á bls. 141: „Þá er algengt, að menn finna á sér, ef einhver veðrabrigði eru í vændum, helzt íhlaup, stormur eða rigning eða stórhríðar. Þá ískrar eða ólmast gigtin, einkum í gamla fólkinu, og lætur ekki undan, fyrr en veðrið er skollið á; en ef rigning er í vændum, getur það ekki hrært sig fyrir máttleysi, fyrr en farið er að rigna“. Þá er og til fjöldi frásagna um veðurglöggar skepnur, t. d. for- ustusauði, sem ekki var hægt að koma af stað frá fjárhúsum að morgni dags eða lögðu allt í einu af stað heimleiðis úr haganum, fundu á sér, að illviðri var í að- sigi, þó að veðurglögga bændur eða smala óraði ekki fyrir neinu. Veðurnæmt fólk og veður- glöggar skepnur eru víðar til en á íslandi. Margir munu þó ætla, að hér sé um að ræða hugarburð, tilviljanir eða hreinar kerlinga- bækur, líkt og t. d. hina rótgrónu trú margra þjóða á sambandið milli tunglbreytinga og veðurs. En hafi kvartanir gigtarsjúk- linga og munnmælasögur um veðurglögg dýr við rök að styðj- ast, í hverju eru þá áhrif veð- ursins fólgin, áhrif, sem gera VÍKINGUR Björn L. Jónsson. vart við sig, löngu áður en venju- leg skynfæri greina nokkra veð- urbreytingu ? Fyrst minnzt er á tunglið, er ekki úr vegi að geta þess, að rannsóknir hafa ekki staðfest þá aldagömlu trú, að veðurbreyting- ar standi í sambandi við mynd- breytingar tunglsins. Hinsvegar er auðvelt að gera sér í hugar- lund, hvernig þessi trú hafi orð- ið til og haldizt við. Myndbreyt- ingar tungls eru áberandi fyrir- brigði og eðlilegt, að almenning- ur á öllum öldum hafi tengt þær jarðneskri viðburðarás, ekki sízt þar sem svo vill til, að tunglmán- uðurinn er merkilegt tímabil í lífi manna og dýra. Tunglið veldur flóði og fjöru á höfunum, og í seinni tíð vita menn, að svip- að gerist í lofthjúpnum umhverf- is jörðina. Og þegar bændur voru orðnir óþreyjufullir vegna langvarandi votviðra eða margra mánaða innistöðu og uppiskroppa með hey, vonuðust þeir eftir, að hver tunglkoma og jafnvel kvart- ilaskiptin færðu þeim hinn lang- þráða þurrk eða hláku. Og hér var auðvelt að láta blekkjast. Einu sinni í viku eru tímamót í myndbreytingum tungls: Nýtt — kvartilaskipti — fullt. Veður- breytingar má því auðveldlega rekja til næstu tímamóta á und- an eða eftir, þó að stundum skakki ef til vill 2—3 dögum. Rækilegar rannsóknir hafa verið gerðar á verkunum hita, kulda, mismunandi rakastigs, mismunandi loftþynningar á lík- ama og lífsstörf manna og dýi’a. Þessar rannsóknir hafa sýnt, að efnasamsetning blóðs, starf hjarta og lungna, efnaskipti og önnur lífsstörf fara mjög eftir loftslagi og taka breytingum, ef menn flytja búferlum í loftslag mjög ólíkt því, er þeir áður bjuggu við. Hins vegar mun minna vera um athuganir á þeim breytingum á líðan og háttum manna og dýra, er getið var um í upphafi þessa máls. Þó munu það vera rannsóknir í þessa átt, sem dr. Helgi Tómasson, yfir- læknir á Kleppi, hafði haft með höndum um margra ára skeið, er hann féll frá , en ekki er vitað, hve langt þær voru komnar eða að hve miklu leyti unnið er úr þeim. Reyndir læknar hérlendis hafa veitt því eftirtekt, að oft koma kvartanir frá mörgum gigtar- sjúklingum svo að segja á sömu stundu. Þeir hafa verið verkja- litlir um tíma, en versnar svo allt í einu, mörgum samtímis, þannig að varla getur verið um tilviljun að ræða. Væri ekki ófróðlegt að safna um þetta skýrslum frá sem flestum læknum, líkt og safnað er skýrslum um farsóttir. Hér hefur þetta ekki verið gert. Reynsla erlendra lækna gengur mjög í sömu átt og hér. Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram, að það sé lækkun loftþrýstings, sem þessu veldur. Eftir því er maðurinn — eða a. m. k. hinir næmu gigtarsjúkling- ar — eins konar loftvog, sem finnur á sér veðurbreytingar mörgum klukkustundum fyrir- fram. Og það eru ekki gigtar- sjúklingar einir, sem eru næmir fyrir þessum áhrifum. Þeir sem eiga vanda til höfuðverkjakasta. fá þau einna helzt með fallandi 135
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.