Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 16
loftvog. Botnlangaköst eru tíðari þá en ella. Enn fremur hefur at- hugun leitt í Ijós, að þegar loft- vog er fallandi, eru sjálfsmorð tíðari heldur en þegar loftvog er stöðug eða stígandi. Og loft- þrýstingurinn virðist verka á sálina, ekki síður en á líkamann. 1 Tokyo í Japan hafa menn fund- ið, að menn verða gleymnari, þegar loftvog fellur. Þetta upp- götvaðist við það að telja saman um lengri tíma, hve mörgum pökkum og regnhlífum fólk gleymdi í strætisvögnum og bera það saman við breytingu loftvog- ar á hverjum tíma. Enn fremur hefur það sýnt sig, að slys verða fleiri með fallandi loftvog. Menn eru vanstilltari og skapstyggari. Það gæti því komið sér vel að líta á loftvogina, áður en lagt er af stað til manna í erindagjörð- um, sem mikið veltur á, að vel sé tekið. Og í þessu sambandi er það ekki loftvogsstaðan, sem máli skiptir, ekki það, hvort loftvogin stendur á góðviðri eða stormi, heldur hitt, hvort hún er stíg- andi eða fallandi. Gigtarkastið eða ólundin er ef til vill rokin út í veður og vind, þegar óveðrið er skollið á. Erlendis hafa menn tekið eftir breytingum á háttum dýra í sam- bandi við fall loftvogar: Þau verða geðill og uppstökk og áflogagjörn. Þetta gildir m. a. um kýr, hesta, svín og hunda. Sumir segja, að fiskar verði einnig vanstilltari, og kemur það fram á þann hátt, sem þeim er sjáfum fyrir verstu: Þeir verða gráðugri og bíta frekar á. í ýmsum ritum íslenzkum er greint frá því, hvernig ráða megi af breyttum háttum dýra, að veð- urbreyting sé í aðsigi. f Austan- tórum segir Jón Pálsson þannig frá fjölda veðurnæmra land- og sjávardýra. Þeirra á meðal má nefna hvali, seli, fiska, kross- fiska, krabba, kuðunga, marflær, fjörumaðka, brunnklukkur, margar fuglategundir og húsdýr. Og oftast er það svo, að breyt- ingin á háttalagi dýranna verður fáeinum klukkustundum eða allt að einum til tveimur dægrum á undan veðurbreytingunni. Sú tilgáta, að lækkun loftþrýst- ings sé aðalorsök þessara breyt- inga á háttum og líðan dýra og manna, er engan veginn ósenni- leg. „Kafaraveiki" er alþekkt fyr- irbrigði hjá köfurum. Við hverja 10 m, sem þeir fara undir yfir- borð sjávar í venjulegum kafara- búningi, eykst þrýstingurinn ut- an á líkama þeirra sem svarar einni loftþyngd. Einu óþægindin á leiðinni niður eru vegna þrýst- ings á hljóðhimnurnar. En sé kokhlustin, þ. e. pípan, sem liggur úr nefkokinu aftur í mið- eyra, óstífluð, fær loftið í mið- eyranu svo að segja jafnóðum sama þrýsting og að utan. Meðan kafarinn er í kafi, andar hann að sér lofti með hærri þrýstingi en á yfirborði jarðar. Gegnum lungnablöðrurnar fer þetta loft inn í blóðið og þaðan að nokkru leyti inn í frumur líkamans. Lofttegundirnar leysast betur upp í fitu en öðrum efnum, og af því leiðir, að taugafrumur líkamans, sem innihalda mikið af fituefnum, taka til sín meira af lofti en flestar aðrar frumur. Meðan þrýstingurinn er að auk- ast, verður kafarinn þó engra ó- þæginda var af þessum sökum. En þegar hann er dreginn upp, einkum ef það er gert hratt og um óvana er að ræða, kemur „kafaraveikin" til sögunnar. Hún lýsir sér aðallega með verkjum í liðamótum, oft gjör- samlega óþolandi, stundum lam- ast sjúklingurinn, hann getur fengið banvænt lost eða blóði'ás- in stöðvazt, vegna þess að loft- bólur myndast í æðum eða hjarta. öll þessi einkenni stafa af því, að þegar þrýstingurinn í and- rúmsloftinu minnkar snögglega og þar með þrýstingur þess lofts, sem uppleyst er í blóðinu, þá eru frumur líkamans lengur að taka við sér, þrýstingsmiðlunin frá þeim til blóðsins gengur hægar. Þær þrútna því og valda þrýstingi á taugaenda, og kemur þetta aðallega fram í liðamótum og stundum í mænu. Og svo getur jafnvel farið, þótt sjaldgæft muni vera, að loftbólur myndist í blóðinu, eins og að ofan er getið. Til þess að verjast þessum óþægindum, eru ekki önnur ráð en að draga kafarann hægt upp, sérstaklega ef hann hefur verið lengi í kafi. Eða leggja hann í hylki eða klefa með yfirþrýstingi, sem, smámsaman er lækkaður, t. d. á fáeinum klukktistundum. Nú er þrýstingslækkun sú, sem verður við það að lægð gengur yfir, hverfandi lítil miðað við þrýstingsbreytingar hjá köf- „Öfug snjólína í Esjuhlíðum". Þarna hefur verið rigning neðst í hlíðunum, þá bleytukafald, sem festist í skriðunum, en efst frostsnjór, sem skefur burtu. Norð- angúlpur hylur suðurhlíðar fjallsins niður að Festi, en svo heitir klettaröðullinn inn af Esjubergi. — Guðmundur Ágústsson vélfræðingur tók myndina. VÍKINGUE 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.