Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 22
svipuðu magni af fiski án sýni-
legra erfiðleika. Ef of lengi er
togað og mikið ve'rður í vörpunni
þarf að ákveða hvort gerlegt sé
að ná öllu um borð eða hvo'rt ekki
sé réttara að skera gat á pokann
og sleppa nokkru af fiski. Þegar
búast má við miklum afláhölum
er áríðandi að bezta fáanlegt efni
svo sem nylon sé í belglínum, höf-
uðlínu og alls staðar þar sem
mikið reynir á. Annar ókostur
skutveiða er hverju togvírar og
'hlerar eru nærri skrúfunni.
Einkum er þetta hættulegt þegar
veiðarfærið festist í botni. Þeg-
ar annar vírinn veit til hliðar
kemur hinn undir skutinn.
VANDINN AÐ KASTA.
Þeir sem enga reynslu hafa af
skuttogurum halda að varpan
greiði sjálfkrafa úr sér þegar
kastað er — að breidd skipsins
milli gálganna tryggi það. Þessu
er ekki þannig varið. Varpan get-
ur alveg eins lokast hjá skuttog-
ara eins og hliðartogara, ef hrað-
inn er of lítill þega'r kastað er.
Einn stærsti kostur skutaðferð-
arinnar kemur í ljós ef annar
togvírinn slitnar. Þá er alveg
eins hægt að ná öllu inn um skut-
rennuna fyri'r því. Á síðutogara
er þetta erfitt og enda hættulegt.
VIÐFANGSEFNI í SLÆMU
VEÐRI
Þegar gera þarf við veiðar-
færi á siglingu milli veiðisvæða
í vondu veðri stendur verk-
smiðjutogari betur að vígi. Eng-
in hætta eða sérstök óþægindi
fylgja því, en hinn litli síðutog-
ari verður að binda vörpuna með-
an siglt er á miðin, en síðan
leggja til og gera við hana þegar
þangað kemur. Ekki er mikill
munur á hvor lengu'r getur hald-
ið áfram að fiska í slæmu veðri.
Hinn borðhái verksmiðjutogari
veitir skipshöfninni gott skjól í
sjógangi, en stærð hans og þungi
fer illa með veiðarfærin, hætta
á því að festa í botni og slíta allt
af sér e'r þá fyrir hendi, en slíkt
hefur ekkert gott í för með sér
fyrir aflabrögðin. Hætta á að
tapa stóru holi vex mikið þegar
sjógangur er í skutrennunni.
Ve’rksmiðjuvinna og vinnsla á
fiski verður erfið í vondu veðri
og afköst hausinga- og flökunar-
véla minnka.
Fiskimenn, vanir síðutogurum,
þurfa að venjast löngum veiði-
ferðum ef þeir ætla sér að stunda
veiðar á verksmiðjutogu'rum.
Menn verijast þeim fljótlega ef
þeir ætla sér það og tíminn í
heimahöfn er í raun og veru ekk-
ert styttri en hjá mönnum, sem
venjulegar togveiðar stunda.
Verksmiðjutogari dvelur venju-
lega 10 til 14 daga í höfn að end-
aðri veiðiferð.
Á verksmiðjutogara er ekki
allt af verið að keppast við önn-
ur skip um afla og ekki þarf að
flýta sér til að ná í markað. Næg-
ur tími e’r til að snúa sér við
bæði á sjónum og þegar í höfn
kemur. Oft er verið innan um
útlenda togara sem salta aflann.
Þeir leiða keppinauta sína stund-
um ekki í allan sannleika frem-
ur en þeir brezku, en þeir eru
alltaf mjög hjálplegir og vin-
samlegir við ,,Fairtry“. Mjög er
ánægjulegt þegar tækifæri gefst
til að endurgajlda þetta.
Skipshöfn verksmiðjutogara
kemur ekki frá einni höfn, held-
ur frá mörgum stærri fiskibæj-
um Bretlands. Margir, einkum
vélamenn og þjónustumenn, hafa
aldrei áður verið á fiskiskipi.
Mannaskipti voru allmikil á
fyrstu ferðum •Fairtry’s". Þau
hafa nú minnkað mjög. Eyðsla
er nú innan hæfilegra takmarka.
Færri fá sér nú frí eina og eina
ferð og margir koma aftur eftir
að hafa verið í landi eina eða
fleiri ferðir. Þýðinga’rmikið at-
riði er að menn séu stöðugir í
starfi. Fyrir stöðuga þjónustu er
greidd sérstök þóknun. Við þessa
vinnu er nauðsynlegt að yfi'r-
menn og þeir sem gegna vanda-
sömum störfum séu áhugasamir
og reiðubúnir til að leggja eitt-
hvað á sig til þess að vinna sig
upp.
ÞAÐ SEM FRAMUNDAN ER.
Undanfarin tíu ár hefur afli
stöðugt farið minnkandi á öllum
nrðlægum miðum. Þar með talin
Grænlands- og Nýfundnalands-
mið. Skipin stækka. Veiðitæknin
vex, en alltaf ve’rður erfiðara að
ná í nægan fisk til þess að upp-
fylla þörfina í landi. Ef áfram-
hald verður á þessu eins og nú
lítur út fyrir, verður að leita til
heitari hafa í suðri, þar sem ekki
verður komist lengra í norður,
austur eða vestur. Til þessa hef-
ur tvennt staðið í vegi fyrir út-
þenslu til suðurs. I fyrsta lagi:
Ekki er hægt að geyma fisk til
lengdar í ís þar sem heitt er í
veðri, einkum þó þegar fiskur-
inn er veiddur í heitum sjó. í
öðru lagi: Fisktegundir þær sem
veiðast í 'hitabeltinu hafa ekki
selst á fiskmö’rkuðum.
Verksmiðjutogarar ráða bót á
fyrra vandamálinu. Mikill skort-
Lærdómsríkt óhapp. Skuttogarinn Fairtry festi vörpuna í botni snemma í apríl
1955. Hann var þá í 4. veiðiför sinni. Átakið við að losa vörpuna dróg skipið aftur-
ábak. Vírarnir stóðu lóðrétt frá skipinu niður í botn. Þegar varpan losnaði skaut
henni upp og fór i skrúfuna. Togarinn komst til Halifax með hægri ferð. Þar var
hann tekinn á þurrt og varpan greidd úr skrúfunni. Myndin sýnir að skrúfan
er inn undir skutnum og togrennunni. Engin hætta er á að varpan fari í skrúf-
una þegar henni er kastað eða tekin inn á venjulegan hátt. Þó hefur verið bætt
um þetta á Fairtry II. Á hann voru gálgarnir settir miklu aftar en þeir eru á
Fairtry, til þess að varpan færi síður í skrúfuna. Bratti skutrennunnar, sem
myndin sýnir, var líka minnkaður, til þess að auðvelda töku aflans um borð.
VÍKINGUE
142