Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 28
A Fyrir nokkru náðust tveir hvalir reknir á land í Hollandi, sýnir myndin þegar verið er að hífa annan þeirra upp á hafnar- bakka í Rotterdam. mæti. Tekjur Noregs af hval- veiðum eru nú um 50 millj. sænskra króna á ári. Þegar frá líður hefja fleiri og fleiri þjóðir hvalveiðar. Bask- ar fara víða og oft norður til Noregs og íslands til veiða. Eng- lendingar sækja á sínum bátum allt no’rður til Spitsbergen. Þeir ásamt Holllendingum eru alls ráðandi á hvalveiðasviðinu frá 1600 til 1700. Á árunum 1675—1721 er fjöldi drepinna hvala skráður. Hollendingar eiga metið og geta státað af að hafa drepið 33000 hvali á þessu tímabili. Norð- menn, Danir, Þjóðve’rjar og jafn- vel Spánverjar veiða einnig mik- ið á þessum tíma. Veiðimennimir umhverfis Spitsbergen voru af mörgum þjóðernum. Ákafi þeirra við veiðarna’r leiddi oft til misklíða og erja milli þjóðabrotanna. Var þá reynt að afmarka þjóðunum ákveðin veiðisvæði, en gekk illa. Oft var þarna um hrein sjórán að ræða, og misstu margir skip sín og afla. Herskip voru send til Spitsbergen frá Danmörku. Hollandi og Englandi. Áttu þau að stilla til friðar á veiðisvæð- unum, en stuðluðu aðeins að auknu sjóráni og yfirgangi. Smátt og smátt tókst þó að koma á friði milli þessara ólíku hval- veiðiþjóða. Sagt er, að mörg hundruð skip hðafi veitt þarna hvali hlið við hlið. Ma’rgar hval- vinnslustöðvar voru reistar í landi á Spitsbergen, gátu þar at- hafnað sig allt að 15000 menn meðan veiðitímabilið stóð. Hollendingar veiddu mest. Áhafnir þeirra fengu ákveðinn hlut úr afla. Jók það dugnað og áhuga hollenzku sjómannanna. Veiðiskipin urðu sífellt stæi'ri. í byrjun ársins 1700 voru flest hvalveiðiskipin 200—350 tonn að stærð. Hvalurinn varð einnig mikill frumherji í landi á lýsingarsvið- inu. I Boston var fyrstu götu-. lýsingu í heiminum komið upp. Eldsneytið í þessum fýrstu ljós- kerum var hvallýsi. Hvallýsinu var þó smátt og smátt útrýmt til þessara þarfa af öðrum ljós- vökvum, gasi og rafmagni. Hval- beinin voru lengi notuð í mjaðmabelti kvenna (lífstykki), sól- og regnhlífar með góðum árangri. Rústfrítt stál er nú komið í stað hvalbeinanna á þess- um vettvangi. Norðmenn flytja þó enn mikið af hvalbeinum heim. Þeir smíða úr þeim for- láta skíði, sem eru mjög góð að renna sér á. Árin liðu og enn stækkuðu skipin. Aðstaða þjóðanna við hvalveiðarnar breyttist einnig. Eimvélin, sem va’r tekin í notk- un í hvalveiðibátana upp úr 1850 gerði veiðarnar miklu afkasta- meiri. 1 stað handskutlanna var nú farið að nota skutla, sem skotið var úr byssum. Loks var þróunin komin svo langt, að hægt var að vinna allan hvalinn um borð í sjálfum skipunum. Árið 1905 var fyrsta verksmiðjuskip- ið sent til Suðurheimsskautsins. Byrjað var á að nota hvalolíuna til smjörlíkisgerðar, en lengi hafði það þá verið notað við sápuframleiðslu. Noregu’r varð nú fremstur í hvalveiðum og hvalafurðafram- leiðslu. Enn heldur Noregur því sæti. Fyrri heimsstyrjöldin skað- VÍKINGUR 148

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.