Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 31
K T I N N I
Býr hr. Ludgren í þessu húsi?
Nei, en hér býr frú Lund á þriðju
hæð og hr. Gren nokkur býr í kjall-
aranum.
Nújá, þau eru kannske skilin!
*
Ég er viss um það, mamma, að
hann Georg er ábyggilega sá eini
rétti, ég get heyrt hvernig hjarta
hans berst, þegar hann heldur mér
í faðmi sínum.
Varaðu þig á því, telpa mín. Fað-
ir þinn gabbaði mig á þennan hátt
í heilt ár með gamla vasaúrinu sínu.
*
Að lokum vorum við orðnir mat-
aríausir og við tókum af okkur
skóna og átum þá. Ég var sá eini
sem komst lífs af.
Hvernig stóð á því að einmitt
þú kláraðir þig?
Ég var á stærstu skónum.
*
í veizluræðu: Og svp vil ég leyfa
mér fyrir mína hönd og annarra
veizlugesta að þakka fyrir hina dá-
samlegu máltíð, sem við bráðlega
munum leggja að baki okkar!
*
Ungi presturinn í sveitinni hjól-
aði stundum án þess að halda um
stýrið, og einu slíku tilfelli mætti
hann sýslumanninum.
Það varðar sektum að hjóla án
þess að halda um stýrið.
Engin hætta, drottinn heldur um
stýrið.
Þá er sektin tvöföld, sagði sýslu-
maður. Það er líka bannað að hafa
nokkurn sitjandi á stýrinu.
*
Hafið þér hugsað yður að borga
ryksuguna, sem þér keyptuð af mér
í fyrra?
Borga? Mér heyrðist ekki betur
en þér segðuð að hún borgaði sig
sjálf.
VÍKINGUR
I réttarsalnum:
— Háttvirti dómari, sagði verj-
andinn. — Ég fullyrði að skjólstæð-
ingur minn hafi alls ekki brotist
inn í húsið. Hann kom að opnum
stofuglugganum, rétti inn hægri
höndina og. tók veskið, sem lá á
borðinu. Enginn getur -sannað, að
hægri handleggur hans sé það sama
og hann allur, og ég fæ ekki séð
hvernig þér getið refsað honum fyr-
ir afbrot, sem aðeins útlimur hans
fremur.
Röksemdarfærsla yðar er mjög
sannfærandi, sagði dómarinn háðs-
lega, — og samkvæmt henni dæmi
ég hægri handlegg hins ákærða í
eins árs fangelsi. Svo getur hinn á-
kærði valið um, hvort hann fylgir
handleggnum eða ekki.
Hinn ákærði gerði sér lítið fyrir
og tók af sér hægri handlegginn,
sem var gerfihandleggur, lagði hann
á borðið fyrir framan dómarann,
hneigði sig og gekk út.
; *
Góðan dag! Ég er frá skattayfir-
völdunum, okkur langaði til að for-
vitnast um .hvernig maður með
50,000 króna árstekjur kemst af.
' * ' "
Dæmalaust var það heppilegt, að
Móses skyldi ekki þurfa að bera boð-
orðin tíu undir fund utanríkisráð-
herra.
*
Það var í reikningstíma. Dæmið
bljóðaði þannig: Ef sex menn
plægja akur á 5 tímum, hversu
langan tíma tekur það 12 menn?
Var það sami akurinn, spurði
einn nemendanna.
Já.
Þá er útkoman 0 tímar.
?
Jú, þessir 5 voru búnir að plægja
hann.
*-
rr
Já, það er á atómtilraunastöðinni,
prófessorinn er því miður ekki við,
en gæti ég afgreitt eitthvað fyrir
yður.
*
Franskt svar: Frúin: Þessar
myndir eru eitthvað misheppnaðar.
Þér tókuð mikið betri myndir af
mér fyrir tíu árum. — Frúin verð-
ur að afsaka mig, svaraði ljósmynd-
arinn og hneigði sig. En þá var ég
tíu árum yngri.
*
„Egóisti“ er maður, sem hefur
mjög vafasaman smekk og hefur
meiri áhuga á sjálfum sér en mér.
*
Hið dularfulla íhugunarefni
kvænta mannsins: Hvað gerir sá
ókvænti eiginlega með peningana
sína?
*
Er hérna selt lýsi á flöskum?
Já, það er hérna, drengur minn!
Þér ættuð að skammast yðar!
151