Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 35
RISA NEÐANSJÁVARSKIP
Með notkun atómorkuvéla hafa skapazt nýir möguleikar í skipasmíð-
um. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur þróunin gengið í þá átt að smíða
stærri tankskip til olíuflutninga, en augljóst er að í styrjöld eru slík
skip, sem eru allt að 300 metra löng og 35 metra breið, mjög auðveld
skotmörk fyrir nútíma vígvélar einkum flugskeytin, sem fjarstýrð hitta
í mark, og gamla camouflage málningin úr fyrra stríði kemur nú að
litlu gagni.
I Englandi er nú unnið af kappi að undirbúningi byggingu neðansjáv-
arskips og eru það hvorki meira né minna en 40 stærstu fyrirtæki Eng-
lands í byggingaiðnaðinum, sem starfa í sameiningu að smíðinni, og hér
verður ekki um neina smásmíði að ræða, því reiknað er með að slík skip
verði ekki minni en ca. 80.000 smál. og áformað að smíði þess verði lokið
1962.
Fyrirtækið Saunders-Roe í Englandi, sem byggir bæði flugvélar og
skip, gerir stöðugar tilraunir með model-skip af þessari gerð, mjög mikil
leynd er höfð yfir tilraununum, en þó er talið að þær hafi gefið góðan
árangur.
Bandaríkjamenn eru einnig með bollaleggingar á sama sviði, og er
teikningin hér að ofan af hugmynd sem sett hefur verið fram af Aerojet-
General Corporation í Bandaríkjunum, er því skipi ætlað að ferðast ein-
göngu neðansjávar, en brezka hugmyndin byggir á því að skipið geti
verið bæði ofan og neðansjávar, á ferðalögum.
Fiskimenn, sem veiða undirmáls
humar frá Cape Point, en eftir-
spurn eftir humar er mikil, hafa
margir verið sektaðir um £ 100 en
afli og veiðarfæri gerð upp'.æk.
Endurtekin brot geta ennfremur
varðað missi báts og veiðiréttinda.
Lágmarksstærðin sem veiða má er
3%".
Sovétríkin:
Rússneska hafrannsóknarskipið
Vityaz er nýkomið heim úr fjórða
leiðangri sínum, sem er í sambandi
við jarðeðlisfræðiárið. Leiðangurinn
stóð yfir í 6 mánuði og var farin
24.500 mílna vegalengd, og í tunn-
um voru notaðir eins konar „fljót-
andi pallar“, fyrir vísindamennina
til djúprannsókna án þess að varpa
akkerum. Á 3000 metra dýpi fund-
ust sterkir neðansjávarstraumar,
sem benda til þess að sjórinn er á
hreyfingu á öllum dýpum. í leið-
angri þessum veiddust margir áð-
ur óþekktir fiskar, þ. á m. einn kol-
svartur fiskur með fjölda sjálflýs-
andi tækja á skrokknum. Þá voru
dregnar upp úr hafdjúpinu risa-
stórar hákarlstennur frá Tertier-
timabilinu, og margar einkennileg-
ar fisktegundir veiddust á miklu
dýpi.
Þá var safnað merkilegum upp-
lýsingum um mergð af smáfiski á
ýmsu dýpi á úthafinu, en torfur
þessar stöðva hljóðbylgjurnar frá
skipinu þannig að dýptarmælirinn
sýnir falskan botn.
í Leningrad hafa nýlega verið
lagðir kilir að nokkrum 2200 tonna
togurum, sem mun ætlað að stur.da
veiðar á Mið- og S-Atlantshafi. Tog-
arar þessir eiga að hafa tvær dies-
elvélar og eru sagðir verða mjög
hraðskreiðir. Þeir geta haldið úti
allt að 2 mánuðum og eru með loft-
kælingu o. fl. tæki til að veiða í
hitabeltinu.
Noregur:
Hvalveiðum Norðmanna í Suður-
höfum er nú lokið, og björguðu
síðustu 16 dagarnir af vertíðinni
úthaldinu, en þá veiddist ágætlega.
Aflamagnið varð þó 22.555 fötum
minna en 1958, eða 706.445 föt.
Thorshövdi-útgerðin varð aflahæst
VÍKINGUE
með 143.800 föt, en veiddi í fyrra
136.500.
Norsk hvalveiðifélög hafa gert
hollenzka hvalveiðifélaginu Willem
Barentz tilboð í móðurskip fyrir
£ 2.750.000. Hollenzka félagið hef-
ur hafnað tilboðinu, en vill um leið
selja Norðmönnum 18 hvalabáta,
sem fylgja móðurskipinu. Samning-
ar standa enn yfir.
Svíþjóð:
Vetrarsíldveiði Svía, sem stund-
uð er með flotvörpu í Norðursjó, er
nú lokið. Aflaðist betur í ár en
mörg undanfarin ár Þá var síld-
veiði einnig góð í Skagerak og var
síldin stór og feit bæði þar og í
Norðursjónum. Bendir margt til
þess að aukin síldargengd verði á
næstu árum, vegna þess hversu
mikið magn var af ungri síld í
Skagerak. Samanlagt magn af hvít-
fiski og síld, sem sænskir fiskimenn
lönduðu í sænskum og erlendum
höfnum 1958 nam 233.000 tonnum
að verðmæti 155 millj. sænskar
krónur. Auk þess fóru um 20.000
tonn í bræðslu. Er þetta mikil aukn-
ing frá fyrri árum.
155.