Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 36
DEYJANDI STJÖRNUR
Hinir hvítu dvergar löngu
slóklcnaöra kjarnelda eru að
kólna niður í kulda geims-
ins. Þeir eru tákn þeirra
forlaga, sem öllum öðrum
stjömum eru fyrirbúnir.
Hér og þar meðal hinna ná-
iægari tugþúsunda stjarna í
vetrarbrautinni eru nokkur
hundruð útslokknaðar. Sú var
tíðin, að þær skinu á borð við
skærustu stjörnur, sem nú eru
á himninum. Nokkrar voru af
stærð og birtu sólar, sumar voru
risar, mörgum sinnum stærri og
bjartari en sólin. Nú eru þessar
stjörnur að nálgast leiðarenda,
eldsneyti þeirra er þrotið. Að-
dráttarafl þeirra inn á við mæt-
ir ekki lengur hitaþrýstingi út
á við, þær hafa því dregist sam-
an, svo nú eru þær aðeins brot
af því, sem áður var, jafnvel
minni en jörðin. Þegar hin
geysilega fyrirferð efnisins
dregst saman, þá verður þétt-
leiki þess mörg tonn á tenings-
þumlung. Hið dofnandi ljós
þeirra geislar hitaleifum fyrri
tíma út í hinar köldu víðáttur
geimsins og sést aðeins með nú-
tíma aðferðum og áhöldum
st j örnuf ræðinga.
Við köllum þessar stjörnur
hvíta dverga, þær búa yfir svör-
um margra stjameðlisfræði-
legra spurninga, en þar til ný-
lega var þekking okkar á þeim
að mestu byggð á fræðilegum
getgátum. Þær eru um þrjú pró-
sent allra stjarna í Vetrarbraut-
inni og verða því að teljast al-
gengar, en þó er Ijósmagn þeirra
svo lítið, að ekki hefur verið
reynt að fást við nema fáar
þeirra, aðeins 80 hafa verið at-
hugaðar með nokkurri ná-
kvæmni. Athuganir á litrófslín-
um þeirra hafa opnað nýja inn-
sýn í efnasamsetningu yngri
stjarna. Þéttleiki þeirra er siík-
ur, að varla er hægt að hugsa
sér að eftir honum verði líkt í
tilraunastofum. En hinir hvítu
dvergar hafa almennari þýðingu.
Þeir eru táknrænir. Þeir sýna
okkur, að lögmál hitafræðinnar,
sem eru ráðandi á jörðinni, í
smækkaðri mynd, eru líka ófrá-
víkjanleg í lífi stjarnanna. —
Kerskima eðlisfræðingur um-
»992 •
1991 •
1989 •
orðaði einu sinni lögmál hita-
fræðinnar þannig: 1) Þú getur
ekki haft betur. 2) Þú getur
ekki einu sinni haldið þínu. 3)
Ástandið versnar áður en það
batnar og 4) Hver segir, að það
batni? Þegar þetta er heimfært
upp á þróunarferil stjarnanna,
minnir fyrsta lögmálið á, að
stjörnurnar skapa ekki orku, en
breyta aðeins formi gefins orku-
magns, þ. e. a. s. þær breyta í
geislandi orku þeirri orku, sem
kjarnbruninn hefur áhrif á og
bundinn er í efnismagni þeirra
vegna aðdráttarafls. Þær geta
einungis geislað þeirri orku, sem
í þeim var frá upphafi. I stjörn-
um, þar sem jafnvægi ríkir
milli þyngdarlögmálsins inn á
við og' hitaþrýstings út á við,
getur kjarnbruninn staðið lengi
yfir, tíu billjónir ára, þegar um
sólina er að ræða.
En lögmál nr. 2 minnir okkur
á, að þetta getur ekki staðið
endalaust, stjarna getur ekki
endurheimt þá orku, sem hún
hefur geislað út í geiminn, ævi
hennar hlýtur að taka enda.
• »952
• 1955
• 1957
• 1960
• 1963
• 1966
• 1969
• »972
• »974
Vetnið, sem er aðalefni hennar
og eldsneyti fer að minnka,
kjarnbrunaofninn, fer að bila,
aðdráttaraflið þrýstir stjörnunni
saman, nýtt jafnvægi skapast,
en samdrátturinn eykur þétt-
leika efnisins, hið nýja jafn-
vægi lofttegundaþrýstings, hita-
flutnings, orkuframleiðslu og
geislunartaps, breytir innri gerð
stjörnunnar, hún verður bjai*t-
ari hinn ytri hjúpur hennar
stækkar en breytingin byrjar
fyr í ævi bjartra stjarna en
daufra. Um leið og stjarna legg-
ur út á lokaskeið tilveru sinnar,
VÍKINGUR
156