Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 39
kenna og hitastigs, sem er að
finna í litrófi venjulegra stjarna.
stjama. Hin breytilega efna-
samsetning í gufuhv<jlfinu ber
vott um þróunarsögu þeirra. Af
litrófi Ross 6^0 má ráða, að
bæði hún og aðrar stjörnur
henni líkar fóru að vinna þung
efni úr helíum, þegar vetni
þeirra var þrotið. Van Maan-
en 2. (Vma. 2), sem bæði er
rauðari og daufari, er kaldasta
stjarna, sem enn hefur verið
athuguð í litrófi á kerfisbundinn
hátt. Hið einkennilega litróf
hennar bendir til þess, að hún
hafi byrjað feril sinn sem
málmsnauð stjama. Þar sem
hið núverandi litla ljósmagn
Van Maanen 2 sýnir, að hún
hefur verið hvítur dvergur í
fjórar billjónir ára, þá hefur
hún lifað allt sitt bjarta ævi-
skeið áður en sólin og jöi'ðin
urðu til. í annarri enn daufari,
rauðari og kaldari stjörnu hafa
cngar línur sést ennþá sem kom-
ið er.
Núlifandi kynslóð hefur séð
að minnsta kosti eina stjörnu
verða að hvítum dverg. Árið
1913 varð sprenging í stjörn-
unni W. Z. Sagittae. Árið 1946
varð aftur sprenging í henni,
jafnframt varð birtumagn henn-
ar þúsundfalt. Birta hennar er
nú 0,01 af birtu sólar. Litróf
hennar líkist í öllu litrófi hvítra
dverga nema í því, að þær eru
línur, sem bera vott um stööuga
útsendingu heitra efna. W. Z.
Sagittae er dæmi, þó ekki það
eina um það, hvernig stjama
tapar efnismagni og leggur út
á síðasta tímabil ævi sinnar.
Eins og allt líf lifir og deyr á
óteljandi vegu, er þróunarferill
stjarnanna og dauði með marg-
víslegu móti. Þegar við höfum
lært betur að lesa úr litrófi
hvítra dverga, sjáum við betur
þá götu, sem þeir hafa gengið.
Þá mun hin daufa birta þeirra
segja okkur meira um þróun þá,
sem átt hefur sér stað í kjarna-
ofnum þeirra á liðnum óratíma.
Hvítur dvergur er lengi að
deyja. Ljós hans vitnar um hæg-
fara hitatap innan frá eftir
ógagnsærri leiðslu hrörnaðra
lofttegunda. Hitaorka er aðeins
í óhrörnuðum kjörnum og leif-
um elektróna. Þetta er sá forði,
sem af er eytt allan þann tima,
sem dvergurinn er að kólna og
deyja út. En eftir því sem
dvergurinn kólnar og ljósmagnið
þverr, minnkar hitatapið, orku-
neyzlan verður minni og minni,
ljósmagnið helst lengur við.
Martin Schwarzschild við
stjörnustöðina í Princeton seg-
ir: Hvítur dvergur er þrjár
billjónir ára að kólna frá hinu
upphaflega bláhvíta tímabili
niður í 7000 stig við yfirborð á
gulhvíta tímanum. Þá líða fimm
billjónir ára þar til hann er
4000 stiga heitur og daufasti
rauðhvíti dvergur, sem þekkist.
En við 4000 stig er hann rauð-
glóandi. Frá rauðu niður í inn-
rautt er stjarnan að fölna í ótrú-
lega langan tíma miðað við allar
núverandi skoðanir á aldri
vetrarbrautarinnar.
Hið minnkaða hitastig færir
hrörnuð efni nær og nær yfir
borðinu. Óhrörnaðar elektrónur
verða fágætari. Þegar hitinn er
kominn mjög langt niður, hrörná.
jafnvel kjarnarnir. Þegar allar
kjarnaagnir og elektrónur hafa
verið á lægstu mögulegu orku-
stigum, er útgeishm lokið og
stjarnan verður risa ,,sameind“.
Þetta er endir hinnar óbrigðulu
þróunar —- sönnun á fjórða lög-
máli hitafræðinnar. Samt eru
engir svartir dvergar í vetrar-
brautinni, hún er enn of lítil til
þess.
Á þeirri einstefnu braut, sem
hér hefur verið lýst, fölna allar
stjörnur og deyja. Hvernig
mun himininn líta út, þegar
okkar dauðu reikistjörnur ganga
í kringum deyjandi sól? Eftir
um það bil sjö billjónir ára
verður sólin heitur og mjög blá-
hvítur dvergur, of lítil til þess
að sjást sem kringla á himnin-
um með berum augum frá jörð-
inni. Hitastig jarðar verður þá
-r- 300° á Fahrenheit. Himininn
verður þá ekki þakinn stjörnum
að nóttú til. Hinar björtu stjörn-
ur, sem nú mynda stjörnumerk-
in á himninum verða horfnar
fyrir löngu. Ef til vill verður þá
engin stjarna sjáanleg, nema þá
stöku fölrauð stjarna, sem af til-
viljun' fer fram hjá okkar deyj-
andi kerfi. Slíkar stjörnur eru
svo daufar, að kjarnorkan endist
þeim um þúsundir billjóna ára.
Þó að þær stjörnur, sem áður
voru bjartar, verði þá orðnar að
hvítum dvergum, þá verða þær
allar of daufar til að geta sést.
Kolsvört nótt mun þá ríkja. En
rétt hjá einni daufri rauðri
stjörnu getur verið, að líf eigi
sér stað, á öðrum reikistjörnum,
í myndum og um tímalengdir,
sem eru ímyndunarafli okkar of-
viða.
Höfundur: • Jesse. L. Grecnstein
í Scientific American, janúar 1959.
Sumstaðar lítið eitt stytt.
Grímur Þorlcelsson.
,Er við lítum á fyrirsagnir blað-
anna, þá erum við alls ekki viss um,
að þeir ólæsu missi af miklu.
*. ' •
En hve þeir eru margir, sem halda
sig eiga mikla lífsreynslu vegna þess
eins, að þeir eru orðnir gamlir. —
Stanislaus.
*
Konan nýkomin heim úr sumar-
bústaðnum ér að athuga eldhúsið.
Nú hef ég verið í burtu í 14 daga,
en hér eru aðeins 13 óhreinir disk-
ar. Geturðu gert mér grein fyrir,
hvernig á þessu stendur?
* ■
Setjið hattinn á höfuðið aftur,
frú, sagði maðurinn í kvikmynda-
húsinu. Hann er mikið skemmtilegri
en myndin.
*•
Sulturinn er eðlishvöt, sem gefin
er manninum til þess að tryggja
það, að hann nenni að vinna.
*
Fjölmargir menn kunna hvorki
að lesa né skrifa. Þeir semja dægur-
lög og texta við.
VIKINGUR
159