Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 43
hér og jafnvel gletts við mig. Ég tel mig hafa sloppið vel samt við Móra. Lesandi góður, ég má til að segja þér eina sögu af Mó'ra. Ég veit reyndar ékki hvaðan hann kom hingað í Sels- vör. Það var áður en ég kom hér, að maður einn ónefndur, hvort hann var handgenginn honum eða ekki kemur ekki til upplýs- inga hér, kom í glaða sólskini og var séður af mörgum sjóu'r- um hér, kastast flatur á jörðu tvisvar með svo miklu afli að hann kastaði fótum um höfuð fram og fékk mikla áverka. Sjó- arar þeir, er á ho'rfðu, skildu ekki þessi undur og spurðu manninn hvað ollið hefði þessum byltum, því þeir sáu ekki neitt. Maðurinn sagði þeim að Móri hefði komið að sér og slegið sig niður í tvígang. Svo Móri kann að slást, bara að hann ekki taki upp á því að fa'ra hér á böllin og auka þar slagsmál. Um sjóferðir mínar er ekkert að segja sögulegt, enda áður prentað (Jónas Árnason). Ég gat þess áður, að Símon Dalaskáld hefði róið í Selsvör vorið 1870. Hann segi'r frá því í Ljóðabréfi til Guðrúnar Jóns- dóttur, húsfreyju, Sölvanesi í Skagafirði. Vetrarvertíðina reri hann í Keflavík og segist hafa fengið 700 til hlutar og lætu'r þar vei yfir aflabrögðum. Hann segir þar frá mannskaða við Vatns- nesbás, þar upp í hamarinn hafi sjö manna far farizt, 5 drukkn- að, 2 bjargast, alls talar hann um að 15 manns hafi fa’rizt og svo segir enn: fáum dögum síðar fórst enn bátur og 4 menn en 2 bjargað, öðrum á kjöl, hinum á sundi, því svo hljóðar vísan: Hjálp á sundi hinn fékk þar, hrannar tundurs lundur, Pétur undra orku-snar, Ingimundar kundur. Og enn segir hann: Út á sæ — það auðnu lér — ég nú ræ með honum með ánægju háan hér hlut ég fæ að vonum. Birtings mela essi á orku vel með knáa Stóra-Seli sækjum frá sjós á hvelið bláa. Hlaðinn slyngur hverja stund, hugrenningum fjörgu, meðan hringast morgun grund man ég Ingibjörgu. Með þessum manni, sem var bjargað á sundi, Pétri Ingimund- arsyni, rær hann frá Stóra-Seli og Selsvör, sem nú í daglegu tali er kölluð Selsvör, var lending Stóra-Sels og var þá kölluð Stóra Selsvör og það heitir hún enn. Héðan úr Selsvör sést vel til Esj- unna'r og héðan kveður hann ást- arvísur til Ingibjargar á Esju- bergi. Ég set þær hér: Ég til hennar Esju títt, eygló renni hvarma, þar sem kvenna blómið blltt, blikar enn hið varma. Ég lít bara til Esjunnar þeg- ar ég gái til veðurs. Ég álít að hér við ströndina þu'rfi að vera sjófær lending með léttum björg- unarbáti, því ef eitthvert sjóslys ætti sér stað hér úti fyrir ætti að geta orðið fljótfarnara héðan en innan úr Reykjavíkurhöfn. Þeir báðu mig að hafa þessa ritgerð mikið málefni í fáum orðum og meintu helzt svo sam- anhnitað sem vísa Skallagríms til konungsins Haralds hárfagra, Nús hersis hefnt við Hilmi efnt. Stóru-Selsvör, Reykjavík, 12. júní 1959. VIKINGUR 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.