Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 44
Sir Edgar Jones Skriðdrekar Hvernig „tankarnir“ hlutu sína nafngift Tilraunir Brezka hersins til þess að brjótast í gegnum varn- argirðingarnar, gaddavírsgirð- ingamar, stálbentu steinsteypu- varnarvirkin, með vélbyssunum og alla forareðjuna, á árunum 1914—18„ kostuðu miklar fórn- ir og reyndust hin háskalegustu mistök. Um 400 þúsund manns- lífum var fórnað í Orrustunni við Somme. Sir Winston Churchill lagði mikið kapp á að fá og láta finna upp einhverskonar „landskip", sem brotist gæti gegnum allar hindranir. í þeim skyldu vera vélamenn, sem stjómuðu þeim, og svo skyttur, sem varðar væru með góðum brynvömum, fyrir vélbyssukúlum andstæðingsins. Þesskonar landdrekar skyldu ryðja veginn fyrir sóknarherinn. Átakið og brotin, eða umbrotin, við að plægja sig gegnum vam- arlínur og vélbyssuhreiður og að brjóta niður heila veggi og aðr- ar slíkar hindranir, myndi mega jafna til þess, er skip plægja öldur úthafsins. Það var því ekki óeðlilegt, né að ófyrirsynju, að flotasérfræðingar og upp- finningamenn og uppdrátta og byggingasérfræðingar flotans væru fengnir til þess að leysa þennan vanda þessa verkefnis. En hvernig skyldi nú fara að því að „fleyta skipinu", — og koma því áfram yfir allar holur, jarðvörp og skurði eða skot- gryfjur? Eftir að ýmiskonar út- búnaður og allskonar samsetn- ingur viðvíkjandi hjólaútbúnað- inum hafði verið reyndur og mis- tekist, var stungið upp á skrið- beltum. Þá var það algjör nýj- ung, ný aðferð til að knýja fram farartæki, — og það er nú ekki lengur kunnugt hver það var, sem átti þessa hugmynd. Mörg- um mánuðum var eytt í það, að gera tilraunir með allskonar gerðir og efni, til þess að gera dráttarbelti, sem gátu borið hinn mikla þunga drekans og sömuleiðis legið yfir allan skrokkinn. Margar misheppnað- ar tilraunir voru gerðar til þess að búa til vél, sem unnt var að koma fyrir í skrokknum og jafnframt gat bæði knúið hann áfram og afturábak og snúið honum á báða bóga. í febrúarmánuði árið 1916 voru nokkrir meðlimir brezka herráðsins kvaddir til að vera viðstaddir mjög leynilegar sýn- ingar eða sýningu „landdrek- ans. Herráðinu var falið og fyr- irlagt af hermálaráðuneytinu, að undirbúa tafarlaust framleiðsl- una. Fámenn sérfræðinganefnd, undir forystu Alberts Stern majórs, var skipað að hefjast þegar handa um framleiðslu hundrað og fimmtíu slíkra og hafa þá tilbúna eins fljótt og með nokkru móti væri mögulegt. Skömmu eftir að hann hafði verið settur í þetta, kom hann til mín, til þess að tala við mig um forgangsréttindi — ég var þá í forgangsnefndinni í her- gagna- og skotfæraráðuneytinu. Lífsspursmálið í þessu var að halda algjörri, fullkominni leynd um þetta áform. Óvinirnir skyldu ekki fá minnstu pata af því, að herinn hjá okkur fengi landdreka allt þar til Stern majór skýrði mér frá þessu áformi. Mér varð þegar ljóst, að allt var undir því komið, að varð- veita algjöra leynd, og að sú heppnun, sem þetta byggðist á, um að koma beint í flasið á óvinunum óviðbúnum, gat al- gjörlega farið út um þúfur. Það, sem vár sannarlega spennandi voru þær líkur, sem þetta fól í sér, til fullkomins skyndi sig- urs og ófriðarloka. Þegar ég gluggaði í listann yfir það, sem þurfti, þá sá ég, að þarfirnar fyrir sumt voru litlar, samanborið við annað. Ég krossaði við ýmislegt, sem her- inn yrði ekki í neinum vandræð- um með að fá alveg strax og án þess að hafa nokkra forgangs- réttarheimild. Aftur á móti var annað, sem ég vissi, að yrði að vera á lista, sem færi í gegn um yfir 30 deildir ráðuneytanna. Stern hafði stuðst við og notað „land- dreki“. Okkur kom saman um að af því gæti hlotist spurningar og efasemdir, — ef til vill mót- spyrnu, sem leitt gæti til að leyndin kollvarpaðist, sem var svo áríðandi. — Hvaða dular- bendingu gátum við tekið upp? Hverju líktist eiginlega búkur- inn? Stern major pataði út í loftið með hendinni og sagði, að þetta, þessi búkur, líktist eigin- lega einhverskonar „tank“. VÍKINGUR r/3 Skriðdreki úr fyrri heimsstyrjöld. 164
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.