Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 53
afl að vera fyrir hendi. Er það ef til vill útfjólublá geislun frá sólinni til viðbótar hinu sjáan- lega Ijósi? Samband er á milli sólbletta og aukningar útfjólu- blárra geisla. Þýzki stjarneðlis- fræðingurinn Max Beyer fann merki um að þeir eru að ein- hverju leyti valdir að aukinni birtu í höfði halastjörnunnar. Verið getur að orkuútgeislun styrki hin ljósefnafræðilegu við- brögð, sem leiða af sér sameind- irnar og jónana í halanum. En nánari athuganir sýna, að út- fjólublá geislun eykur minna efnishraðann en sjáanlegt ljós í hala af fyrsta flokki. Hvað er þá að segja um efnis- agnir, sem sólin sendir frá sér? Á síðari árum hefur margt kom- ið í ljós viðkomandi eindaútgeisl- un frá sólinni. Vitað er, að það eru rafeindir og jákvæðir jónar að jöfnu, eða það, sem eðlisfræð- ingar kalla plasma. Þessar agnir hlaðnar mótsettu rafmagni hljóta að virka í sambandi við hina já- kvæðu jóna hins langa hala í fyrsta flokki. Er þarna ef til vill skýringin á hraðaaukningu efn- isins í þessum flokki? Eindaútgeislun frá sólinni á upptök sín í grennd við hóp sól- bletta, en oft varir hún lengur en sjálfir sólblettirnir. Samt sem áð- ur veldur birtugos stundum óvenjulega sterkri eindaspreng- ingu. Þegar eindirnar koma til jarðar valda þær stormi í segul- sviði jarðar. Með því að setja tíma sprenginganna í samband við byrjun segulstormsins, er hægt að áætla hraða eindanna. Hraði þeirra getur orðið þúsund mílur á sekúndu. Þýzki stjarn- eðlisfræðingurinn Albrecht Un- sáld og brezki jarðeðlisfræðing- urinn Sydney Chapman hafa áætlað þéttleika eindanna í þess- um sterku straumum. Hann get- ur orðið allt að eitt hundrað þús- und eindir á teningssentímetra. Stundum verða stormar í segul- sviði jarðar með 27 daga milli- bili. Þar sem sólin er 27 daga að snúast einu sinni um möndul sinn er litið svo á, að segulstorm- VÍKINGUR ar, sem endurtaka sig með þessu millibili, séu upprunnir í sólinni sjálfri. Ef eindaútgeislun frá sól- inni hefur áhrif á halla í fyrsta flokki, þá ætti áhrifanna að gæta með vissu millibili. Breytinga er þó ekki að vænta með 27 daga millibili, snúnings- tími sólar um möndul sinn er ekki sá sami frá athugara á stjörnun- um. Okkur virðist snúningstími sólar taka lengri tíma, vegna þess að jörðin gengur eftir braut sinni í sömu átt og sólin snýst. Snún- ingstími sólar frá halastjörnu séð fer eftir því, hvernig hala- stjarnan hreyfist. Venjulega hreyfist halastjarnan ekki í sama fleti og sólin. Tökum tvö dæmi. Við lítum svo á, að stjarnan hreyfist í sömu átt og sólin snýst. Þannig séð hreyf- ist Whipple-Fedtke-halastjarnan, sem sást 1942, eftir braut, sem hallast um tuttugu gráður, mið- að við sólbrautarflötinn. Frá stjörnunni og frá jörðinni er snúningstími sólar lengri, að því er virðist, en hann raunverulega er. Skoðað á sama hátt hreyfist Halleys-halastjarnan, sem síðast sást 1910, eftir braut, sem hall- ast um 162 gráður. Þess vegna má líta svo á, að hali Halleys- halastjörnu hreyfist í öfuga átt við snúning sólar, og að hallinn sé aðeins 18 gráður. Frá stjörn- unni að sjá virðist snúningstími sólar vera nokkrum dögum styttri en hann raunverulega er. Hraða- aukning efnisins í hala Whipple- Fedtke-stjörnunnar, sem er af fyrsta flokki, var mældur á ýms- um tímum. Mesta hraðaaukning mældist 3. marz 1943 og 29. marz sama ár. Á ljósmyndunum, sem teknar voru þessa daga, komu líka fram óvenjuleg fyrirbrigði í halanum. Dagarnir komu heim við snúningstíma sólar frá stjörn- unni séð, þ. e. 261/2 dagur. Tuttugasta og annan apríl 1910 var hraðaaukning efnisins í hala Halleys-stjörnunnar, sem er í fyrsta flokki, 240 sinnum heiri en aflið í áttina til sólar. Frá 5. til 9. júní var hún þúsund sinn- um meiri. Allar aðrar athuganir sýndu hraðaaukningu, sem var verulega minni. Tímabilið 22. apríl til 7. júní er sá tími, sem sólin var að snúast tvisvar sinn- um um möndul sinn frá stjörn- unni séð. í maí var halastjarnan svo nærri sólu, að ekki var hægt að koma við árangursríkum at- hugunum. Ef útgeislunarstraumar einda orsökuðu þessi fyrirbrigði í hala- stjörnunum, gátum við vænzt þess, að samband væri milli þeirra og segulstorma á jörðinni. Báðar halastjörnurnar voru nærri sól- brautarfletinum og sú geislun, sem hitti þær, átti því einnig að koma við á jörðinni. Tuttugasta og níunda marz 1943'var mikil hraðaaukning efnis athuguð í Whipple-Fedtke-halanum. Þá voru líka miklar segultruflanir á jörðinni. Sennilega hitti segul- stormurinn fyrst jörðina og nokkru seinna halastjörnuna. — Niðurstöðurnar frá 1910 eru ekki mjög skýrar vegna mikilla um- brota í sólinni um það leyti. En svo virðist sem samband sé milli hraðaaukningar efnis í Halleys- halanum og segultruflana á jörð- inni. Þetta og ýmislegt fleira virðist sýna, að útgeislun einda frá sólinni hafi áhrif á hala stjarnanna. Hvernig virka þessi áhrif? Einfaldast er að gera ráð fyrir venjulegum núningi, þar sem þrenns konar loftkenndir vökvar fara hver gegnum ann- an. Sólarjónar, aðallega vatns- ef niskj arnar, halast j örnu j ónar, aðallega sameindir, sem vantar eina rafeind, og frjálsar rafeind- ir, bæði úr sólar- og halastjörnu- plasma. Utreikningar hafa sýnt, að ef hitastig rafeindanna er tíu þúsund gráður á Celsíus fyrir of- an núll, þá myndi sólarplasma, sem er eitt hundrað billjónir einda á sekúundu fersentímetra, orsaka núningshraðaaukningu á halastjörnujónum, sem nemur einum metra á sekúndu, hverja sekúndu. Tenging sólareinda og halastjörnujóna er ef til vill traustari vegna segulsviðs, sem fylgir eindunum. Eindaborðar í hölum af fyrsta flokki bera vott 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.