Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 56
Og allir komn þeir afitur
Haraldur Böðvarsson, útgerðarma'ður á Akranesi, varð 70 ára í maimánuði sl.(7/5)'.
í sambandi við afmælið birtist í Mbl. allýtarlegt viðtal og umsögn um fyrirtæki
þessa þjóðkunna athafnamanns, er Vikingur leyfir sér að stikla á í stuttu máli.
Böðvar Þorvaldsson kaup-
maður og útg.maður á Akranesi,
faðir Ha'ralds, átti kútter, sem
hafði komið upp á Skaga á af-
mælisdag Ha’ralds, þegar hann
var 8 ára. Þá var aftakaveður
og foráttubrim og skipið slitnaði
upp af legunni og rak til lands.
Sagði þá Böðvar kaupmaður, að
ef skipið bjargaðist, mundi hann
láta það heita í höfuðið á syni
sínum. Það varð, og kútter Har-
aldu’r er nú nafntogað skip um
allt land: Kátir voru karlar á
kútter Haraldi, hafa menn sung-
ið af glöðu hjarta, og Örlygur
sagði, að í þessari vísu væri allt,
sem Norðlendingar vissu um
Skipaskaga.
Þega’r ég hef óttazt um bát-
ana, þá hef ég ekki þurft annað
en biðjast fyrir af einlægni og
auðmjúku hjarta, og þá hefur
óttinn ætíð horfið. Ég hef hvorki
misst bát né mann. Það er mikil
gæfa. Ég hef alltaf haft það fyr-
ir sið að biðja fyrir sjómönnum
mínum á hverju einasta kvöldi.
Það sakar ekki, sagði Haraldur
Böðvarsson. En þó að Haraldur
Böðvarsson sé alvarlega þenkj-
andi maður, er hann kíminn und-
ir niðri og kemur sú hlið gjarna
i ljós í samtölum við menn: —
Það er gaman að hitta svona
fræga menn, sem skrifa í blöðin,
sagði hann og brosti. En bætti
svo við eftirfarandi sögu til frek-
ari skilnings: Einn af aðdáend-
um séra Þorsteins Briems, gam-
all maður hér í plássinu, sagði
eitt sinn um þennan ágæta kenni-
mann: — Séra Briem e’r alræmd-
ur um land allt fyrir sínar ræð-
ur, að það borgar sig næstum
að deyja til að hann geti talað
yfir manni!
Svo barst talið að Reykjavík
og Akranesi og Ha’raldur sagði
okkur frá því, að þau hjón -hefðu
flutzt til Reykjavíkur eftir gift-
inguna 1915: — En ég var með
hugann annars staðar, sagði
hann, hafði útgerð í Sandgerði
og á Akranesi. Og svo kom auð-
vitað að því, að við fluttumst
aftur til Akraness. Við vo’rum
hér líka oftast á sumrin, meðan
við bjuggum í Reykjavík. Hér
hef ég alltaf unað bezt ’hag mín-
um. — Það er sama trygglyndið
og lýsir sér í því, að hann hefur
átt sömu naglaskærin yfir 50 ár,
skaut Örlygur inn í. — Ég var
innanbúðar hjá pabba, sagði
Haraldur, þegar ég var strákur.
Hann rak kramvöruverzlun hér
á Akranesi, seldi sápu'r, álnavöru
og allt milli himins og jarðar. Þá
þurfti ég að nota svona skæri til
að klippa léreftið fyrir frúrnar,
og þau hafa fylgt mér síðan.
Pabbi starfaði hjá einokuna'r-
kaupmanni í æsku sinni, en fór
síðan á verzlunarskóla í Kaup-
mannahöfn og byrjaði að verzla
hér á Akranesi 1880. Verzlunar-
hús hans stendur enn.
... og -hröðuðum ferð okkar
á fund Sturlaugs H. Böðvarsson-
ar, því hann ætlaði að sýna okk-
ur frystihúsið: — Hann er nú
eiginlega búinn að taka við þessu
öllu, hafði Haráldur faði’r hans
sagt, bæði með virðingu og þakk-
læti í röddinni að okku’r fannst.
Frysti'húsið er í sama húsi og
skrifstofurnar, stóru ’rauðu stein-
húsi, og er það hið vandaðasta
í alla staði. Við höfðum spurt
Harald Böðvarsson, hvers vegna
liann málaði húsin og bátana
rauð og vildi hann ekkert gefa
út á það í fyrstu, svo lét hann
undan kvabbi okkar, brosti og
sagði: — Verkalýðsforingjarnir
voru síveifandi rauðum fánum
í gamla daga. Mig langaði til að
stríða þeim og fór að nota þeir’ra
eigin lit. Það var í góðu, enda
liöfum við alltaf verið góðir vin-
ir, ég og verkalýðurinn, og skilið
óskir hver annárs. Nú þykir mér
þessi rauði litur svo fallegur, að
ég get ekki án hans verið, og auk
þess er hann sterkur og dugar
miklu betur en veikári litir. Stur-
laugur sagði okkur, að fyrirtæk-
ið hefði greitt um 22 millj. króna
í vinnulaun á sl. ári. Alls vinna
hjá því milli 400—500 manns,
og á sl. ári gaf það upp 1300 nöfn
til skatts, en auðvitað var lítið
hjá sumum. Að meðaltali vinnur
það 300—800 lesti’r af þurri
VÍKINGUR
Feðgarnir Haraldur og Sturlaugur sonur hans.
176