Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Qupperneq 3
GRASLEPPAN GETUR VERIÐ ARÐVÆNLEG Komið við í Flafey á Skjálfanda. Frá því seint í febrúar og þar til seint í ágúst er talið, að hrognkelsi séu á grunnslóðum hér við land. Þetta tímabil er talið vera hrygningartími þessa nytjafiskjar. Islendingar hafa um aldir fisk- að þennan fisk og neytt hans, ýmist fersks upp úr sjónum eða verkað hann á ýmsan hátt. Verkunaraðferðir voru töluvert eftir landshlut- um. Nú á seinni árum er þessi fiskur hverfandi lítið notaður til manneldis, miðað við það sem áður var. Nýr rauð- magi er töluvert étinn, og lifrin allvíða notuð með, reyktur er hann einnig hafður sem álegg. Sigin grásleppa er nú lítið eitt notuð. En þrátt fyrir þetta eru hrogn- kelsin veidd af kappi, og fiski- menn í ýmsum þorpum, einkum norðanlands, byggja afkomu sína að nokkru leyti á þessum veiðum. Úr grásleppuhrognum er unnið álegg, sem nefnt er cavíar. Þann 18. apríl var M.s. Herðu- breið látin hafa viðkomu á Flatey á Skjálfanda, til að taka nokkr- ar tunnur af söltuðum grásleppu- hrognum og rauðmaga. Veður var hið ákjósanlegasta, og einnigstillt við bryggjuna. Haft var talstöðv- arsamband við afgreiðslu Ríkis- skips á eyjunni nokkru áður en komið var, og notaði afgreiðslan tímann til að koma tunnunumnið- ur á bryggju, sem svo hurfu niður í lest á tiltölulega stuttum tíma. Nokkrir af skipshöfninni báðu heimamenn að selja sér nýjan rauðmaga, og var það auðfengið. En þegar skipsmenn tóku upp budduna til að greiða, var þeim sagt einum rómi, að þetta kostaði ekkert fyrir skipverjana, því þeir væru góðir gestir, og það væri hátíð, þegar skip kæmi, til að taka framleiðslu þeirra. Sigrún þerna bað ungan pilt að gengið viSstöSulausi útvega sér 8 rauðmaga, og þegar milli bryggju og lestar. hann rétti henni umbeðna fiska, brostu bæði. Mér sýndist sveinn- inn brosa svipað og þegar brúð- gumi hefir gefið brúði sinni morgungjöf. Stefán Nikulásson. Heimamenn eru vanir vinnu og mœta vel.svo aS tunnuhakarnir geti HerðubreiS viS bryggju á Flatey. — Hrogna- og rauSmagatunnur á bryggjunni. VÍKINGUR 185

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.