Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 18
fyrr er nefndur í grein þessari. Skyndilega lækkar flugvélin flugið, sem áður var þó ekki hátt, og böggullinn er látinn fara. — Hafnar hann í sjónum rétt við varð^Jripið. Varðskipsmenn ná bögglinum fljótlega og fá þar alldrjúgt lesefni Reykjavíkur- blaðanna. Vélin hækkar lítillega flugið og áfram er haldið í sömu hæð aust- ur með suðurströndinni. Ég get þó ekki varist þeirri tilhugsun og ósjálfrátt þó aðdáun, að hér um borð eru snillingar í að hitta í mark, sem vafalaust með hern- aðarþjóð ættu kost á heiðurs- merki fyrir góða frammistöðu að hitta í mark úr lofti. Skyggni er enn gott til lands allt austur til Víkur í Mýrdal, en eftir það þykknar í veðri og skyggnið versnar, þó sést strand- lengjan vel. Dyrhólaey með tign sinni og Víkurþorp og lægið fyrir fram- an, þar sem ekki fyrir ýkja mörgum árum skip þurftu að liggja dögum saman til að losa nauðsynjar á land og taka vtð framleiðslu bænda. Þá voru Vík- urbúar og öræfamenn býsna seigir að brjótast fram í upp- skipunarbátum sínum og ráðast gegnum brimgarðinn. Nú bruna bifreiðir eftir vel lögðum vegum og flugvélar þjóta í lofti flytj- andi varninginn til og frá. En er annars Dyrhólaey ekki lausnin á hafnarvandamáli Suð- urstrandarinnar, og á ekki ein- Bátarnir virðast ekki stórir, séS úr flugvél yfir hið víSáttumikla haf. hverntíma eftir að rísa þarna stór höfn með þéttri byggð ofan við, þar sem menn lifa hver á „öðrum“ eins og karlinn í Borg- arnesi sagði forðum, er ég spurði hann á hverju menn þar lifðu? Áfram líðum við framhjá land- inu. Hjörleifshöfði, myrku sand- arnir og fljótin ægilegu, svo sem Múlakvísl, Kúðafljót, Núpsvötn og Skeiðará birtist allt hvað af öðru tilkomumiklir staðir en ó- hugnanlegir, og margir eru mennirnir, sem hér hafa beðið skipbrot og orðið að þola hinar mestu raunir. Stöðugt er unnið að því að bæta öryggi sjófarenda við þessa hættulegu strönd, en enn er langt í land að algjörlega verði hægt að koma í veg fyrir slys. Nokkur skipaumferð er hér, bátur og bátur á stangli. Já, héð- an úr flugvélinni sýndist manni Vestrnannaeyjar, eins og Ijósmyndavélin sá frcer út um glugga flugvélari nnar. að það hljóti að vera einmana- legt líf að vera sjómaður á veltandi óumræðilegu bátskríli, sem við köllum fullkomin fley. En sjómannslífið býður þó upp á margar unaðsstundir, sem land- krabbinn kynnist aldrei og von- andi fást enn um langa hríð dug- miklir drengir til að heyja bar- áttu við konung Ægi og færa björg í bú úr þverrandi gullkistu okkar. Og nú fljúgum við yfir vita- skipið Árvak, sem er með mik- inn pramma í eftirdragi. Þegar austur að Ingólfshöfða kemur, sjáum við bát ískyggilega nærri landi. með troll úti. Áhöfn flug- vélarinnar athugar bátinn, flýg- ur í hringi og mælir stöðuna. í ljós kemur að báturinn er að toga aðeins 2,5 mílur frá landi. Báturinn er kallaður upp og sök lýst á hendur skipstjóra og honum skipað að halda til Horna- fjarðar til frekari rannsóknar. Skipstjóri bátsins var hinn kurteisasti og hlýddi fyrirskip- un skipherrans. Er Þröstur var spurður um viðbrögð skipstjóra er þeir væru teknir í landhelgi, brosti hann og sagði, að því mið- ur væru margir skiþstjórar ruddalegir í tali og sumir svör- uðu ekki kalli, en þetta kæmi þeim ekki að neinu gagni — lög- um væri komið yfir þá engu að síður. — Og brátt erum við komin austur yfir Hvalbak — þetta sker, sem er útvörður Islands fyr- 200 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.