Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Side 32
ir fallbyssu-bátar, til að eyjar- skeggjar gleymdu ekki, hvaða landi þeir tilheyrðu. Allar þessar eyjar tilheyrðu Portúgal og Spáni, og það gat maður séð um leið og maður kom í land. Leiðin- legar, þröngar og skítugar götur, sem aðeins voru þrifnar á helgi- dögum, og loftið var mettað af sleginni olíu, lykt af óþrifum og anisett og mykju. Og þar sem maður gekk um voru hópar af hálfnöktum börnum: — Tóbak, Tóbak. Og þau köstuðu steinum ef þau fengu ekki neitt. — Og kripplingar betluðu peninga. Madeira heimsóttum við, og það er sú ríkasta af þeim eyjun- um, þess vegna hafa Englending- ar slegið eign sinni á hana. Það- an settum við stefnuna suðurum til Kanaríeyja, og laugardags- kvöld nokkurt lögðumst við til akkeris í Santa Cruz. Eigandinn, Scott, hafði heyrt að sjá mætti nautaat þar. Snemma á sunnu- dagsmorgni setti ég allan hópinn í land á léttbátnum. Nautaatið átti að vera hinu megin á eyj- unni, en Santa Crus var næsta höfn, sem við gátum lagst til akkeris við. Eftir hádegi á sunnudag fékk öll stjórnborðsvaktin frí, við vor- um yfir 20. Bærinn var næstum mannlaus, allir voru á nautaat- inu. En niðri á torginu stóðu 8 múlasnar spenntir fyrir gulmál- aðan vagn. Vagninn var þungur og skartaði með stórum gluggum eins og á járnbrautarvagni og hurð aftaná. Á þakið var bundið töluvert af farangri, og í ekilsæt- inu sátu þrír svartskeggjaðir herrar í nokkurskonar einkennis- búningum. Tveir þeirra höfðu prik og svipur, og sá þriðji, greinilega yfirekillinn, hafði blásturshorn. Múlasnarnir voru spenntir fyrir með tommuþykk- um, hörðum, stífum reimum. Eg þreifaði á einni þeirra — hún líktist meira ryðguðu borðajárni en leðri — þá kaliaði finnski Bill, eins og við kölluðum hann: — Komið þið og sjáið dálítið ó- iiuggulegt hérna, strákar. Hann benti á yzta múlasnann. 214 Vesæll og útpíndur var hann eins og hin dýrin, og í augnablikinu skalf hann sem hann væri með sótthita. Rólega sneri hann höfð- inu og leit á okkur bænaraugum. Nú sá ég hvað Bill átti við: Reim- in hafði skorið sig inn að síðu- beini múlasnans og orsakað svo stórt sár sem hönd mín. Var það mikið bólgið og alveg blásvart að lit. Inni í sárinu voru kvikindi og flugur. Það leit út fyrir að vera hreinn kolbrandur. Við sögð- um strákunum frá þessu, en þeir ypptu öxlum kæruleysislega og sögðu: — Esta nana, Senores. — Þetta gerir ekkert til herrar mín- ir. Þá tók Bill upp stóran, fínan vasaklút og vafði um dráttar- reimina, svo að huldi sárið. Svo komu farþegarnir, og með svipuhöggum, öskrum og rikkj- um í taumana, var átteykið sett í gang. En hinu megin við torgið stoppaði vagninn aftur og einn af kúskunum stökk niður, og stakk fína vasaklútnum hans Bill í vasann með breiðu brosi. Nú skeði allt í einni svipan. Bill tók hundrað metrana á nýju meti, stökk upp á ekilsætið eins og tígrisdýr, þreif kúskinn í hnakkadrambið og fleygði honum niður á steinlagða götuna svo song í. Hann hafði verið þunga- viktarmeistari í fjölbragðaglímu í finnska flotanum. Þegar við komum að, lá Bill á honum og þjarmaði svo að honum, að hann var orðinn fyrirmyndar efni á þá deild sjúkrahússins, sem hýsir þá sem óþekkjanlegir eru. — Stóri Charley lyfti hendinni, svo vöðv- arnir skulfu, svo hugfanginn var hann af sinni eigin frásögn. Þetta var bara byrjunin á öll- um þessum látum. Til að byrja með gekk okkur ágætlega. Við súrruðum hina-kúskana fasta við ekilsætið með þeirra eigin ólum og gáfum þeim ærlega ráðningu, og aktygin skárum við í smábita með hnífnum okkar, þannig að þeir urðu að lokum svo deigir, að við hefðum ekki getað skorið smá kaðalspotta með þeim. Að lokum rákum við múlasnana þannig að þeir flugu í allar áttir. En — bærinn var því miður ekki eins mannfár eins og við héldum. Þarna suðurfrá er það vani þeirra að setja hlera fyrir gluggana og loka hurðum um miðjan daginn, til að halda hit- anum úti. Það leið ekki á löngu þangað til þeir höfðu fylgt liði, svartskeggjaðir herramenn með göngustafi og strákhvolpar á óróaaldrinum með barefli og götusteina, já, meira að segja skemmtilegir lögregluþjónar og foringjar úr nærliggjandi her- búðum. Við héldum hraustlega vígstöðu okkar gegn þessu óskap- lega ofurliði, svo að áhorfendur á kúrekamynd hefðu rifnað af hrifningu. En þar sem við gátum ekki kallað á liðsstyrk og vorum aðeins 21 á móti 200, urðum við að lokum að hopa af vígvellinum. Svo þetta var nú ekki neitt til að þenja sig út af. Blóðugir, marðir og sárir náðum við niður til hafn- arinnar, og handleggurinn á Johnsen frá Bergen hékk mátt- laus niður, hann hafði fengið stóran götustein í sig. Meðan hann var á skipinu eftir þetta, var hann alltaf kallaður Nelson. Því það? Jú, gamli Nelson flota- foringi fékk fallbyssukúlu í hand- legginn, þegar hann steig á land, benti á virkið og sagði: — Eng- lendingar, við hræðumst engan á landi eða sjó. Minnisvarði hans stendur á Trafalgar torginu í London. Til allrar hamingju kom létt- báturinn að landi um leið og flutti okkur um borð. Á leiðinni skoluðum við það mesta af okkur og nældum tötrana saman. Carrol, yfirbátsmaður, stóð við skipsstig- ann og sá allt, sem hafði skeð. Hann sagði ekki neitt, en stýri- maðurinn spurði, hvort nokkur væri fullur. — Allir ófullir, stýri- maður, sagði Carroll. Um nóttina kom Scott og allir gestirnir um borð — og næsta morgun kom báturinn, sem við höfðum allir beðið eftir: Langur, hvítmálaður sexæringur, sem var róið taktlaust af sex sjóliðum. Hann var fullur af náungum í einkennisfötum, og í skut blakti VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.