Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Qupperneq 16
Örn Steinsson
Hugleiðingar á ílugi
FerSamennirnir þetta
kvöld taldir frá vinstri:
GuSm. Pétursson, Árni
Þorsteinsson, Karl
Magnússon, Þröstur
Sigtryggsson, skipherra,
GuSm. H. Oddsson,
Henry Hálfdánsson,
GuSbjörg SigurSar-
dóttir, hjá Sjómannabl.
Víking, DavíS Jensson
og GuSm. Jensson. Á
myndina vantar Sverri
GuSvarSsson og Örn
Steinsson.
fyrir venjulegan vélstjóra, og
litla viðgerðarverkstæðið var
snoturt. Hér var allt eindæma
þrifalegt og allir hlutir í röð og
reglu. Gaf þetta strax ósjálfrátt
þann svip, að hér ynnu vandaðir
menn að viðhaldi tækja og hafa
öryggið í traustu lagi.
Það er áreiðanlega mikilvægt
og víðtækt starf, sem flugvél-
stjórar og flugvirkjar vinna í
þágu flugmálanna og þrátt fyrir
hvers konar sjálfvirkni verður
seint hægt að losa mannshöndina
frá því að viðhalda vélbúnaði,
hvort heldur er í flugvél eða
skipi.
Stjórn farmannasambandsins
barst snemma í júnímánuði s.l.
kærkomið boð frá yfirmanni
landhelgisgæzlunnar, en það var
flugferð með flugvél fyrirtækis-
ins.
Tilhlökkun var mikil hjá okk-
ur, því að flestir höfðum við
löngun til að kynnast þessari á-
hrifaríku grein gæzlunnar, sem
mun vera algjör frumkvöðull á
þessu sviði.
Ég minntist þess, að margir
hristu höfuðið, er fréttist á sínum
tíma, að Pétur Sigurðsson, sjó-
liðsforingi, hefði beitt sér fyrir
því, að flugvél yrði reynd við
gæzlu fiskveiðilögsögunnar.
Fáir trúðu þá, að dómstólar
tækju mark á staðsetningar-
ákvörðun skips úr flugvél. En
tíminn, sem flugvélar gæzlunnar
hafa starfað, hefur sannað ræki-
lega, að Pétur Sigurðsson hafði
rétt fyrir sér, er hann tók upp
þennan nýja þátt. Staðsetningar-
tækin eru orðin svo fullkomin, að
hægur vandi er fyrir kunnáttu-
menn að reikna út stöðu skips úr
flugvél og ákvarða stað þess með
tilliti til fiskveiðibannsvæða■
Þegar þetta glæsilega boð Is-
lenzku Landhelgisgæzlunnar
barst, vorum við sammála um að
velja hið bezta veður til flug-
ferðarinnar.
Einn daginn síðdegis barst
okkur boð um að mæta til flugs í
býtið næsta morgun, þar eð út-
lit var fyrir gott flugveður. En
morguninn eftir hafði veður
spillzt, svo að ekki var talið ráð-
legt fyrir okkur farmannasam-
bandsmenn að leggja af stað. Var
þá ákveðið að bíða betra veðurs.
en veðurguðirnir hafa ekki verið
sem blíðastir hér við land fram-
an af sumri, og biðin var löng,
enda eftirvæntingin mikil.
Loks rann upp hin heitþráða
stund. Þriðjud. 12. júlí kl. 17.oo
barst mér boð um að mæta til
flugs kl. 20 þá um kvöldið, enda
var veður gott við Faxaflóa og
austur undir Hornafjörð, en
heldur rysjótt fyrir norðan.
Það fyrsta, sem fyrir augu
gestsins bar, er komið var að
heimkynnum gæzlunnar á Rvík-
urflugvelli, var hið gríðarstóra
flugskýli. Inn í skýlið er hægt
að taka flugvélina, ef með þarf.
Þama gaf að líta vélahluti og
flugvélamótora, all nýstárlegt
Nokkra stund eftir komu mína
í flugskýlið komu flugverjar
hver af öðrum. Athygli mín
beindist strax að því, hversu ung-
ir þeir voru, allir myndarlegir
menn, sem strax vöktu öryggi og
virðingu.
Yfirmaður flugvélarinnar var
Þröstur Sigtryggsson, sérlega
geðþekkur ungur maður.
Blaðaböggli all stórum var nú
komið fyrir í vatnsheldum um-
búðum og flotbelgur gulur að lit
festur við hann. Þessum böggli
átti að fleygja niður til varð-
skipsmanna á einu varðskipinu,
sem ætlunin var að fljúga yfir.
Nú var öllum hópnum boðið út
í flugvélina og hreyflarnir settir
af stað og þeir vandlega keyrðir,
allur stýrisútbúnaður ath. og
margt fleira, sem ég kann ekki að
nefna. Síðan var haldið út á flug-
brautina og flugvélin hóf sig upp,
stefndi fram með Gróttu og út
Faxaflóa í áttina að Jökli.
Gaman var að sjá niður á
Gróttu, hinn tignarlegasti viti
lýsir innsiglinguna til Reykjavík-
ur. Sést vel úr lofti, að Grótta má
heita eyja við háflæði. Þarna ku
vera reimt og kom vísan upp í
hug minn er minnti á þetta:
VÍKINGUR
198