Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 31
Björn Aagard MÚLASNINN Olafur Valur Sigurðsson íslenzkaði. Það var um borð í „Suðurkross- inum.” Við sátum og sögðum sög- ur — um ævintýri á hafinu, um stórviðri og mannskaða, um flakk og líf á hafnarknæpum. Að venju var sögumaður sjálfur aðalhetj- an, og það gat maður nú eigin- lega ekki láð honum. Allir keppt- ust við að segja enn kröftugri sögur, og þá kom í ljós, að hver okkar hafði farið minnst eina ferð á hraðskreiðasta skipi heims- ins, lent í versta hvirfilbyl heims- sögunnar, haft lélegasta skip- stjórann eða eytt mestri peninga- upphæð á skemmstum tíma. Að lokum barst talið að lystisnekkj- um, og þá sagði Stóri Charley okkur þessa sögu frá því í gamla daga. Haustið 1897 munstraðist ég á „Vestanvindinn“ í New York í tveggja ára ferð kringum hnött- inn. Þetta var þrímöstruð slétt- sigld skonnorta og sú allra fín- asta fleyta, sem ég hef nokkru sinni haft undir fótunum, já, sá bezti siglari, sem nokkru sinni hefur lagt úr höfn. Skrokkurinn var úr nikkelstáli, dekkið úr gul- tekki og allt annað úr póleruðu mahógni. Og reiðinn. Stórbóman var 72 fet á lengd og svo þykk, að ég náði ekki einu sinni utan um hana. En við gengum líka 15 mílur á klukkustund dag eftir dag, þegar vel gekk. Þegar við sóttum skútuna í skipasmíðastöð- ina í Fíladelfíu, var ekki ennbú- ið að útbúa hana, en þá var hún samt búin að kosta eigandann 350 000 dollara. Það hafði slokknað í pípunni hjá Charley, og meðan hann sló úr henni og tróð hugsandi í hana aftur, þá sagði einn hinna: „Lysti- VÍKINGUR snekkjur passa ekki fyrir al- mennilega sjómenn. Það er ekk- ert annað en koparpússning, pimpsteinsþvottur á dekkjum og næturvökur og ekki nokkur frí- tími. Ég átti félaga, sem varð einu sinni að afskrá af einni slíkri snekkju, af því að hann hafði hreinsað nokkra sósubletti úr einkennisf ötunum með whiský, en sprúttlyktin sat aðeins eftir í tauinu. Charley hafði kveikt í pípunni aftur og hélt nú áfram: „Það kostar þúsundir dollara á dag að gera út svona snekkju með áhöfn og öllu saman. Við vorum 61 um borð með skipstjóranum. En eig- andinn, Scott, átti 60 milljónir dollara í bankanum. — „Vestan- vindur" var spúlaður og þveginn með ferskvatni í höfn og var hvít- ur eins og bringan á albatros, til að sjávarseltan gerði ekki skút- una gráleita á svip. — Hverskonar frakt voruð þið með? spurði Pétur frá Rostock. — Ertu alveg bilaður? Stóri Charley mældi hann út. — Nei, sá sem hefur ráð á að halda úti lystisnekkju, býður vinum sínum með í siglingu kringum hnöttinn, alveg eins og þú býður stelpu á bíó, og hann siglir bara þegar hann hefur löngun og byr. Og svo koma til hans gestir úr landi, já, um borð í „Vestanvindi" var einu sinni skipt um diska 14 sinnum. Og síðla nætur kom það út á dekk og þá var öll skútan skrautlýst. En þegar amerísk milljónera- snekkja var skrautlýst í þá daga, var það ekki með japönskum pappaluktum og bláljósum, sei, sei, nei, öll skútan ljómaði frá stefni til skuts, frá masturstopp- um og niður að sjólínu, stórkost- legt. — Og svo þegar gestirnir skyldu fluttir í land og yfirbáts- maðurinn flautaði í flautuna. Og þegar léttbátur skipstjórans var kominn smáspöl frá, þá tók skút- an sig stórkostlega út með þús- undir af rafljósum, og þá var skotið upp rakettum, ekta kín- verskum, sem sprungu með þús- und stjarna skini. Jæja, það gat svo sem skeð að maður fengi lít- inn nætursvefn á slíkri snekkju, því starfið byrjaði klukkan 4 á morgnana með því að spúla og fægja. En maður fékk góð laun og góðan mat, og tóbakið var al- veg frítt. Og fatnaðurinn var al- veg frír. Og aldrei þurfti maður að brjóta á sér hrygginn við stöfl- un á trjávið, kolamokstri eða til- færslu á ballest. Og ekki kom það að sök að koma ófullur um borð og láta það vera að spýta á dekk- ið eða bölva og ragna, þegar slá þurfti undir seglum eða starfa á dekki. Þegar legið var við land, átti önnur vaktin frí og gat farið í land eftir vild. Það var í einu slíku landleyfi, sem þetta skeði með múlasnann, sem ég minntist á í upphafi, þeg- ar ég sagði, að ég hefði einu sinni lent í slagsmálum út af múlasna. Charley hristi sitt stóra, góð- látlega höfuð og teigði sig eftir tóbaksdósinni. Það er tvennt sem ég hef aldrei þolað, og það er ef menn mis- þyrma kvenfólki eða dýrum. — Áttu eldspýtu? Nú, jæja, við höfðum heimsótt dúsin smástaða á Azoreyjum, auma smástaði, þar sem sjaldan komu önnur skip en seglskútur, sem leituðu neyðar- hafnar vegna sjóskaða, eða gaml- 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.