Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 23
„Halkion“ 36.oo tonn.
SmíSaSur 1917 í Danmörku.
Pétur Sigurðsson, Karlsbergi,
er fæddur að Hjalla í Vest-
mannaeyjum 30. júlí 1921. For-
eldrar Sigurður Helgason og
kona hans Elínborg Ólafsdóttir.
Pétur byrjaði sjómennsku 1938,
þá 16 ára, á „Karli" með And-
rési Einarssyni, síðar á „Hlíð-
dal I.“ Vélstjóri er Pétur á „Gull-
toppi“ í 7 ár, bæði sumar og
vetrarúthöld. Formennsku byrj-
aði Pétur á „Skúla Fógeta 11“ og
hafði formennsku á honum í 2
vertíðir. Síðar er hann með
„Halkíon 111“ og „Halkíon IV.“
Þá með „Gulltopp II,“ „Farsæl“
og loks með „Glað“ eina vertíð.
Pétur hefir oft verið heppinn for-
maður, sérstaklega í botnvörpu.
Hann er einn af þessum traustu
mönnum er alltaf duga vel.
LeiSrctting: Páll Jóna6son var sagð-
ur fyrst hafa farið til Eyja árið 1930, en
átti að vera 1921 og var liann þá sam-
fleytt vclstjóri fram að 1930 að hann tekur
við formennsku á „Friðþjófi."
VÍKINGUR
Ögmundur Ólafsson.
,JStella.“
ögmundur Ólafsson, Litlalandi,
er fæddur á Álftanesi 6- júní
1894. Foreldrar Ólafur Stefáns-
son og kona hans Málfríður
Loftsdóttir. Ögmundur missti
móður sína á unga aldri og ólst
upp á Vatnsleysuströnd. — Ög-
mundur byrjaði sjómennsku sína
um fermingu á hinum kunna
kútter „Sigurfara" frá Reykja-
vík. Til Eyja kemur hann 1912
og rær þá á v.b. „Siggu.“ Vetur-
inn 1913 er hann með Gísla Geir-
mundssyni, föður Guðlaugs Gísla-
sonar, alþingismanns og þeirra
systkina. Nú gerist Ögmundur
vélstjóri á „Hauk“ og „Ófeigi
1“ allt til 1924. — Þá byrjar
hann formennsku á „Svan,“
er hann átti ásamt fleirum
og er á honum allt til 1938,
að hann kaupir „Stellu“ og er
formaður með hana í 2 vertíðir.
Síðar gerist hann vélstjóri á
„Maggý“ með Guðna Grímssyni
í fjölda ára. Síðar á „Isleifi 1“
Framhald á bls. 191
Sigurjón Ingvarsson.
„Gísli J. Jolinsen“ 30.oo tonn.
SmíSaSur 1939 í SvíþjóS.
Sigurjón Ingvarsson, Skógum,
er fæddur að Klömbru undir
Eyjafjöllum 20- desember 1895.
Foreldrar Ingvar Pálsson og
Kristbjörg Jónsdóttir, búandi
þar. Sigurjón byrjaði fyrst sjó-
mennsku 1910. Fór hann þá til
Vestmannaeyja og var háseti á
„ísak“ hjá Jóni Magnússyni og
síðar á ,,Ingólfi“ hjá Guðjóni
Jónssyni frá Sandfelli. Áfram er
Sigurjón til sjós, lengi á „Nan-
sen,“ með Jóhanni á Brekku og
svo á „Lagarfossi 1“ hjá Valdi-
mar Bjarnasyni. — Formennsku
byrjaði Sigurjón 1924, þá með
„Þór“ er hann átti hlut í, síðar
er hann með „Atlantis,“ „Sæ-
björgu“ og loks „Soffí“ til 1930.
Þá hætti hann formennsku að
nokkru leyti, en stundaði sjó all-
ar vertíðir sem stýrimaður. I 14
vertíðir er hann stanzlaust á „Is-
leifi I.“ 1943 kaupir hann hluta
í „Gísla J. Johnsen" og heldur
honum úti í ferðum milli lands
Framhald á bls. 191
205