Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 6
nokkurrar málakunnáttu, þar á meðal í íslenzku, til að fá inngöngu í skólann. Einnig vil ég skjóta því hér inn, að leggja beri áherzlu á að kenna nemendum sem meest af þeim orðum, sem við- kemur skipum og siglingum. Ileilsufræði. Þar vantar kennslubók, sem að sjálfsögðu yrði um leið handbók fyrir skipstjórnarmenn. Þessa bók hefur vantað í tugi ára, og er það tæplega vansalaust. Það er ekki hægt að vænta þess, að menn muni það árum og áratugum saman, sem kennarinn hefur sagt þeim, hversu vel sem hann hefur hamrað það inn í höfuðið á þeim, þegar þeir hafa enga möguleika til að rifja það upp. Þá má skjóta því hér inn, að lyfjaskrá skipanna getur ekki beinlínis kallast ,,up to date.“ Ég álít að sér- stakur kafli í þessari kennslubók ætti að vera helgaður því, að kenna mönnum að lýsa sjúkdóms- einkennum og áverkum fyrir lækni í landi í gegn- um talstöð skipsins, svo að læknirinn fái sem rétt- asta mynd af sjúkdómum eða áverkanum, og geti gefið ráðleggingar sínar samkvæmt því. Tryggingariræði. Skip eru vátryggð fyrir tjónum. Það er ekki sama með hvaða hætti tjónið verður, og það er ekki sama hvernig skipstjórinn heldur á þeim mál- um, sem tjón varða. Hann á að gæta hagsmuna skipeigandans í þeim málum sem öðrum. Það getur því haft sína þýðingu, að hann sé ekki alveg ófróð- ur um tryggingarmál. I því sambandi verður hann einnig að kunna aö meta skaða■ Verksljórn og sijórnun. Stýrimenn hafa verkstjórn á skipunum. Mikils- vert er að þeim farist það vel úr hendi. En menn eru misjafnlega vel af Guði gerðir í þessu efni sem öðrum, sumir virðast vera fæddir til að segja öðrum mönnum fyrir verkum, aðrir eiga erfitt með það. En hvort verkstjórn liggur fyrir mönnum eða ekki, þá er það mikill ávinningur að þekkja þær aðferðir, sem bezt henta. Verkstjóri þarf að þekkja allar öryggisreglur og hann verður að skilja það, að hann hefur ábyrgð á öryggi þeirra manna, sem vinna undir hans stjórn. Hann þarf að kunna að skipuleggja vinnu, svo að ekki rekist hvað á ann- að, og hann verður að kunna að segja mönnum fyrir verkum. Hann verður sem sagt að kunna sitt fag. Bókleg undirbúningsþekking á þessu starfi er mikils virði fyrir alla þá, sem við verk- stjórn fást. Skipstjórnarmenn hafa yfir mönnum að ráða og eiga að stjórna þeim. Skipstjórinn á í raun og veru að hafa yfirstjórn á öllu, sem gerist á skipinu. Ef ég man rétt, þá hafa verið haldin námskeið í stjórnun nú á seinni árum, og væri ekki úr vegi, að skipstjórnarmönnum væri gefinn kostur á að sækja þau. Vöruþokking og hloösla. Sennilega væri léttara að telja upp þær vöru- tegundir, sem íslenzku skipin flytja ekki, en þær sem þau flytja. Þessar margvíslegu vörur verða skipin oft að lesta á mörgum höfnum erlendis, og stundum að losa þær á mörgum höfnum innan- lands, og getur þá oft farið svo, að nokkuð af þeim vörum, sem losa skal á síðustu höfn innanlands, eru lestaðar á síðustu höfn utanlands. Það eitt, að koma þessum vörum þannig fyrir í skipinu, að hægt sé að ná til þeirra og losa þær í réttri röð eftir því sem losunarhafnirnar liggja, er oft nóg til að gera hvern meðalmann gráhærðan. Þetta er erfitt að læra öðruvísi en af reynslunni, og þó verða menn aldrei fullnuma. Hins vegar er hægt að læra, og er nauðsynlegt fyrir skipstjórnar- manninn að læra að þekkja ásigkomulag hinna ýmsu vörutegunda, til að vita hverjar þeirra megi liggja saman í lestum skipsins, til að þekkja hverj- ar þola raka og hverjar ekki, hverjar þurfa góða loftræstingu, og hverjar þola mikinn hita eða mik- inn kulda. Sumar viðkvæmar vörur, eins og t.d- nýir ávextir, kartöflur o.fl. þurfa að geymast í ákveðnu hitastigi og hafa góða loftræstingu. Skip- stj órnarmenn þurfa að þekkja ýmsar reglur um vöruhleðslu, sem settar eru af opinberum aðilum, framleiðendum, vátryggjendum o.fl., þar á meðal reglur um flutning hættulegra vara (dangerous goods). Bensín- og olíuflutningar eru þar kafli fyrir sig. Vörusendendur og móttakendur ætlast til þess að vörur séu meðhöndlaðar á þann veg, á meðan þær eru um borð í skipinu, að þær verði ekki fyrir skemmdum vegna rangrar hleðslu eða meðferðar. Til að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt m.a., að skipstjórnarmenn hafi góða þekkingu á eðli varanna, og til að fá þekkingu þurfa þeir m.a. að kunna nokkuð í efnafræði. Vörur eru fluttar á margvíslegan hátt. Mest er flutt í ýmiskonar umbúðum, svo sem kössum, sekkjum, pappaöskjum, tunnum, dúnkum o.fl-, svo og í búntum og lausum stykkjum. Þær eru fluttar í búlk, þ.e. án umbúða, eins og korn, málmgrýti o.fl., í tönkum (fljótandi vörur) og einnig á pöll- um, en það fer bezt með vörurnar og sparar menn í lestum. Hins vegar eru pallaflutningar rúmfrekir og eru því helzt notaðir við þungar vörur, svo sem cement o.þ.h. Það nýjasta er að flytja vörur í stór- um kössum (containers) og í prömmum, sem fleytt er inn í skipið, en til þess þarf sérstaklega byggð skip og sérstakan útbúnað í höfnum. Þeð verður að hlaða skipin rétt með tilliti til stöðugleika, stafn- halla og djúpristu, og það verður að hlaða þau á þann veg sem bezt hentar sjóhæfni þeirra og að VÍKINGUR 188

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.