Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 27
lengd. Ýmsar breytingar voru gerðar til hagræðingar, áður en veiðar hófust. Sérstökum rækju- þvotta- og aðgerðarborðum var komið fyrir, 2 á hvert skip, bak- og stjórnborðsmegin. Undir þil- fari var komið fyrir sjálfvirkum tækjum til þess að raða upp frystipönnunum, sem auðveldar mjög alla vinnu í hinum þröngu lestarrúmum. Tæki þetta hefur reynzt ágætlega. Eitt af hinum óvissu atriðum var hve marga menn þyrfti um borð til þess að vinna við aflann, með sem beztum afköstum, í fyrstu var gert ráð fyrir 30 mönnum, en innlendu mennirnir náðu brátt þeirri leikni að miklu færri þurfti við. Auk þess að stunda veiðar á landgrunninu, hafa tveir togar- anna verið látnir sigla á fjarlæg- ari mið í Arabiska flóanum, til að kanna rækjumið og göngur, til aðstoðar framtíðaráætlunum fyr- irtækisins. Móðurskipið hefur reynzt hið þarfasta. Auk þess að birgja veiðiskipin upp af olíu, vatni, matvælum, varahlutum og afleys- ingarmönnum o.s.frv. hefur nokk- ur hluti aflans, þ.e. smæsti fisk- urinn verið unninn þar um borð, soðinn niður með haus og frvst- ur í smápökkum.Þessiframleiðsla hefur aðallega verið seld á frönsk- um markaði. Upphaflega var móðurskipið byggt til þess að geta veitt 16 veiðiskipum þjónustu og til þess að fullnýta það, á meðan flotinn er ekki stærri, liggur nú fyrir að gera nokkrar breytingar, sem ger- ir því einnig fært að stunda veið- ar, þegar önnur störf leyfa. Eftir sjö mánaða rekstur kemur í ljós að fyrirtækið gerir mun betur en að bera sig. Þessi uppörvandi staðreynd sannar að framsýni og stórhugur forráðamanna Kuwait National Fishing Co., átti rétt á sér, er þeir ákváðu að koma sér upp strax í byrjun svona mörg- um skipum. Þá ber einnig að þakka velgengnina hinum norsku færu skipasmiðum, einnig fram- VÍKINGUR Þann 12. maí í vor kom ti! Hornafjarðar nýrhafnsögubátur. Teikningar bátsins gerði Egill Þorfinnsson, skipasmíðameistari í Keflavík, en hann er byggður í Skipasmíðastöð Jóhanns Gísla- sonar í Hafnarfirði. Birðingur er úr eik, en yfirbyggingin er úr aluminíum, stærðin er 7,3 rúm- lestir, tegund vélar er Lister, 72 hestöfl, ganghraði er 8—9 sjóm. á klst. 1 framhluta bátsins er vistarvera heppilega innréttuð, og í henni eru tvær rúmgóðar hvílur, einnig eldavél og áhöld til matargerðar. Sjúkrakörfu er auðvelt að koma fyrir í stýris- húsinu, og er þetta mjög mikill kostur, þar sem Hornafjörður liggur svona nærri veiðisvæði innlendra og erlendra skipa. 40 vatta sendir er við talstöðvar- settið, sem er frá Landsíma Is- lands. Það er því hægt að hafa talstöðvarsamband við bátinn lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll sýni og dugnað norsku forstjór- anna, sem stýrðu fyrirtækinu í upphafi. Hinar innlendu skipshafnir hafa náð góðum tökum á starfinu við hinar áður ókunnu veiðar, sem heldur hinum langa sjómanns- heiðri Kuwaitbúa í heiðri. Þýtt úr World Fishing. M.J. töluvert langa leið, og er slíkt til mjög mikilla þæginda fyrir þá, sem skipta þurfa við Hornaf j örð, til að fá ýmsa fyrirgreiðslu. — Sömuleiðis er í bátnum allur til- skilinn öryggisútbúnaður. Hinn nýi hafnsögubátur hlaut nafnið Björn lóðs, eftir Birni Eymundssyni í Lækjarnesi, sem um tugi ára var hafnsögumaður á Hornafirði. Eigandi bátsins er Hafnarsjóður Hafnarhrepps. — Formaður sjóðsins er Ársæll Guðjónsson, útgerðarmaður. —• Þessi nýi bátur mun mjög heppi- legur til hinna ýmsu starfa, sem honum eru ætluð, en þau eru mikið fleiri en beinlínis að flytja hafnsögumanninn. Svo sem að- stoða við færslu skipa og báta í höfninni, flytja farþega til og frá skipum, sem stoppa utan við Ósinn, en fara ekki inn í höfn- ina. Einnig flytja lækni og sjúkl- inga milli skips og lands. Ýmis fleiri hagræði að „Birni lóðs“ munu koma í ljós þegar stundir líða. Hafnsögumaður á Hornafirði síðastliðin fjögur ár hefir verið Eymundur Sigurðsson, hinn mesti dugnaðarmaður. Er hann tók við þessu starfi, var hann búinn að vera um árabil formað- ur á Hornafirði, og er því þraut- kunnugur öllu utan og innan hafnar. Stefán Nikulásson. 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.