Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Side 17
Flugvélamótor inni í
hinu stóra skýli
landhelgisgœzlunnar.
DauSinn sótti sjávardrótt.
Sog var Ijótt í dröngum.
Ekki er rótt aö eiga nótt
undir Gróttujtöngum.
Áfram flogið út Flóann —
landsýn hin fegursta. Sést vel inn
Hvalfjörð, yfir Mýrarnar og all-
ur fjallahringur umhverfis Faxa-
flóa.
Og þarna var hættumerki Mýr-
anna, Þormóðsskersvitinn. End-
urminningin vaknaði um það, er
við á Gamla Hermóði fluttum allt
efnið í vitann sumarið 1941. Var
þá oft erfitt að koma efninu á
land, en líf í tuskunum undir
stjórn hins góða drengs, Guð-
mundar heitins Kristjánssonar,
skipstjóra.
Margir eru nú horfnir af sjón-
arsviði lífsins, sem á Hermóði
voru þetta sumar, þegar Þor-
móðsskersvitinn var reistur, en
verk þessara manna lifa um
langa framtíð og birtast í vita-
byggingum víðsvegar um landið.
Skyggnst var um eftir skipum,
en fátt var skipaferða þetta
kvöld á slóðum Faxaflóa. Þó
sýndist mér ég sjá varðskip ösla
um þarna niðri, leitandi að lög-
brjótum.
Þegar vestur undir Jökul kom,
var snúið við og flogið með fisk-
veiðibannlínunni í áttina að
Garðsskaga. Stöðugt sátu áhafn-
arfélagar við tæki sín og grand-
skoðuðu allt svæðið. Tvívegis var
flogið í stórum sveigum yfir
Garðsskaga, meðan flugmenn
lagfærðu einhverja skekkju í
„Auto pilotnum."
Síðan var flogið eftir „línunni"'
suður fyrir Reykjanes. Sást nú í
einni sjónhendingu allt svæðið
frá Stafnesi að Reykjanesi.
Grein Hinriks Ivarssonar, sem
hann skrifaði fyrir stuttu 1 blaðið
okkar, kom þá upp í huga minn.
Og mig hryllti við þeim ógnarlýs-
ingum, er hann gaf af baráttu
þeirra Miðnesmanna við land-
helgisbrjótana og yf irgangi hinna
síðarnefndu við smábátamenn.
Vonandi íhuga ráðamenn orð
Hinriks og gera viðunandi ráð-
stafanir til að vernda þarna
fiskimiðin og tryggja heima-
mönnum rétt sinn. — En hér
erum við í hópi góðra drengja,
sem gert hafa að lífsstarfi sínu
að vernda fiskimiðin — auðlegð
lands okkar — og þeir leita gaum-
gæfilega að skipum við ólöglegar
veiðar. Að þessu sinni sjást hér
engin slík skip, og svæðið þar sem
menn annað veifið slást um
munnbitann og láta lífið á stund-
um í harðri baráttu við óveður
og hrikalegar öldur Ægis er nú
fagurt, friðsælt og sakleysíslegt.
Nú fljúgum við yfir Eldey, háa
og hrikalega, en tígulega mjög.
Ofan á eyjunni, sem hvít er af
fugladriti, er krökt af fugli. Við
drunur flugvélarinnar flýgur
fuglinn upp í stórum hópum,
Haldið er áfram suður fyrir
land og enn er bezta skyggni.
Skyndilega fljúgum við yfir
skemmtiferðaskip á leið frá
Reykjavík.Virðist það smáflejrta,
þótt áður fyndist mér það stórt,
er það lá í Reykjavíkurhöfn.
Vestmannaeyjar blasa við og
óðar erum við komin að Surtsey
og Syrtlingi
Flogið er nokkrum sinnum yf-
ir staðinn, því að þetta kvöld er
mikið gos í Syrtlingi. Það er til-
komumikil sjón að sjá þarna
náttúruöflin að verki. Skammt
frá liggur glæsilegt skemmti-
ferðaskip á leið til Reykjavíkur.
Farþegar þess virða fyrir sér
gosið í fegursta veðri. Farið er
yfir svæðið umhverfis eyjarnar
og ath. gaumgæfilega um bátana,
en þarna er þó nokkuð mikið um
báta. Ekkert ólöglegt sést og
stefnir nú vélin að varðskipinu
„Óðni," sem liggur við Surtsey.
Einn áhafnarfélaga fer að lúku,
sem er neðan til á vélinni. Hann
heldur á blaðapakkanum, sem
VÍKINGUR
199