Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 25
M I N N I N Ci
LOFTUR OLAFSSON
VÉLSTJÓRI
Fæddur 24. apríl 1902
Undanfarna mánuði hefur mik-
ið mannfall verið innan vélstjóra-
stéttarinnar. Margir góðir drer.g-
ir hafa horfið sjónum okkar yfir
á hina ókunnu strönd.
Einn okkar traustu félaga,
Loftur Ólafsson, lézt 23. júní s.l.
eftir erfiða sjúkdómsbaráttu.
Er ég nú renni huganum aftur
í tímann og ryfja upp hin mörgu
viðskipti okkar, koma margar
ánægjulegar myndir fram, því að
þar situr minningin um traustan
mann í fyrirrúmi, sem var góð-
ur drengur.
Persónuleg kynni okkar Lofts
hófust fyrir um 15 árum. Gegndi
Loftur þá ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir félag okkar vélstjóra.
Starfaði hann mikið í samninga-
nefndum um kaup og kjör vél-
stjóra á togurum. Var formaður
skemmtinefndar félagsins um
árabil og vann þar mikil störf.
Mörg ár var Loftur varastjórn-
andi í stjórn félagsins, og frá
árinu 1959 til dánardags sat hann
í aðalstjórn Vélstjórafélags ís-
lands.
Loftur var sívaxandi maður
og alltaf til reiðu, hvort heldur
á degi eða nóttu til að fórna sér
fyrir félaga sína í félagsstörfua-
um.
Það var alltaf hressilegur blær,
sem lék um hann og var ódeigur
að tala hreinskilnislega um hlut-
ina. Gilti þá einu hver átti í hlut.
Undirhyggju, sem allt of margir
temja sér í félagsmálunum í dag,
átti Loftur ekki til og fyrirleit
allt slíkt.
Fyrir tveim árum ákvað stjórn
vélstjórafélagsins að beita sér
fyrir kaupum á húseign fyrrver-
andi skólastjórahjóna Vélskól-
- Dálnn 23. Júní 1966.
ans. Kusum við þá Loft í þriggja
manna nefnd til að ganga frá
þeim kaupum og undirbúa flutn-
ing vélstjórafélagsins í þau
húsakynni. Margir okkar voru
svartsýnir um kaupin, en Loftur
sá allsstaðar bjartar hliðar og
hvatti eindregið til kaupanna.
Vann Loftur síðan mikið að
þessu máli, þrátt fyrir að bana-
mein hans herjaði á hann í sí-
vaxandi mæli.
Ég minnist einnig starfa, sem
Loftur hafði með höndum í
fjölda ára, en það var að bera
fána okkar á Sjómannadaginn.
Þótt skrítið sé, hefur oftast geng-
ið illa að fá menn til að bera
flaggið, enda oft erfitt, einkum
meðan gengið var í fylkingu um
bæinn. Loftur var alltaf reiðu-
búinn og var stoltur að ganga
undir merki stéttarinnar. Mættu
ungir menn í vélstjórastétt
gjarna íhuga hvað í þessu felst.
1 félagi járniðnaðarmanna
gegndi Loftur einnig ýmsum
störfum og var oft í samninga-
nefndum. Þar var Loftur sem
annars staðar heill og fastur fyr-
ir og fylgdi eftir markaðri stefnu
félagsmanna sinna.
Loftur hafði fastmótaða stefnu
í stjórnmálum og var mikill
Sj álfstæðismaður. Hann gat þó
séð veikar hliðar flokks síns og
hafði þá sínar skoðanir á hlutun-
um. Og aldrei lét hann fjarstýra
sér í félagsmálunum.
Innan Oddfellowreglunnar mun
Loftur einnig hafa mikið staríað.
Enda átti Loftur í ríkum mæli
þá mannkosti, sem sagt er að
sannur Oddfellow þrói með sér.
Loftur hóf járnsmíðanám hjá
Þorsteini Jónssyni og lauk því
árið 1924. Síðar var hann við
nám í Vélstjóraskóla Islands og
lauk þaðan prófi árið 1928.
Sigldi hann síðan á ýmsum tog-
urum. Lengst var hann á Max
Pemperton, og gegndi þar yfir-
vélstjórastöðu all lengi. Árið
1949 hætti Loftur sjómennsku og
hóf störf í vélsmiðju hjá Reykja-
víkurborg, þar sem hann starfaði
alla tíð síðan.
I öllum störfum sínum var
Loftur traustur starfsmaður,
reglusamur, lipur, samvizkusam-
ur og samvinnuþýður.
Hann kvæntisteftirlifandikonu
sinni, Katrínu Sigurðardóttur, 8.
okt. 1927 og áttu þau 3 börn.
Eina dóttur átti Loftur áður en
hann kvæntist. Loftur unni heim-
ili sínu og var umhyggjan fyrir
því ávallt í fyrirrúmi.
Þegar ég nú kveð Loft hinztu
kveðju, færi ég honum þakkir
mínar og stéttar minnar fyrir
óeigingirni hans og hin mörgu
störf, er hann vann í þágu stétt-
ar okkar. Það er ljúft að minn-
ast góðs drengs og megi minn-
ingin um hann jafnan verða okk-
ur, sem eftir lifum hvatning til
góðra starfa.
Blessuð sé hans minning.
Örn Steinsson.
VlKINGUR
207