Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 11
Austan á Landdranganum er grasi vaxið og er það töluverð fýlabyggð. Var hann stundum tekinn 17 vikur af sumri, ef að gaf í drangana um það leyti. Steðjinn er sem fyrr getur Drang- stubbur við Skessudrang, er hann svo sem 10—12 faðma hár og þverhnýptur allt um kring. Uppi á Steðjanum er svartfuglabæli, sem drangamenn höfðu mikla girnd á. Og á einu vori fóru þeir í drangana og voru þá undir það búnir að komast upp á Steðjann. Guðjón Guðmundsson kastaði úr bátnum seglgarnshnotu yfir Steðjann, raktist af henni á flug- inu og komst hún yfir. Drógu þeir síðan handfæri yfir á segl- garninu og síðan fjallaband á færinu. Var þá leiðin fær upp, las Guðjón sig svo á bandinu upp á Steðjann og aflaði þar gnægð eggja. Er þetta í eina skiptið, sem Steðjinn hefir verið klifinn svo sögur fara af. Mjóidrangur, eða Skessudrangur öðru nafni er þverhnýptur og var engin eggja- taka í honum. Reynisdrangar voru um langa tíð hlunnindi fyrir Reynishverf- inga sökum eggjatekjunnar, en síðastliðin 40 ár hafa ekki verið stundaðar drangaferðir þangað svo að heitið geti. — Síðustu drangamennirnir úr Reynis- hverfinu eru nú aldurhnignir menn og engir nýir hafa komið í þeirra stað. Það má því telja víst að drangaferðir í Reynisdranga verði ekki teknar upp á nýjan leik, enda engir bátar lengur til- tækir til þeirra ferða. Þeir sem síðast munu hafa klifið Reynis- dranga eru Páll Tómasson, Vík, Finnbogi Einarsson, Presthúsum og Guðjón Guðmundsson frá Kvíabóli. Reynisdrangar munu um alla framtíð verða til stórrar prýði fyrir landið, og þeir eru tengdir minningum um fræknleik og karlmannlega dirfsku sona byggðarlagsins fyrr og síðar. Frú Teódóra Thoroddsen var um tíma austur í Vík. Hafði hún Reynisdranga daglega fyrir aug- unum, og orti hún um þá kvæði. Síðasta erindið er svona: „Logar dauft á lífsins kveik mig langar að ganga í sæng með Ægi og beininbleik bera við Reynisdranga.“ Slík fegurð fannst henni að Reynisdröngum. Dyrliólndrangur. Þeir sem sjóleiðis ferðast um fyrir suðurströndinni sigla fram- hjá Dyrhólaey og Dyrhóladröng- um. Óvíða mun við strendur landsins fegurri fjallasýn en ein- mitt þar. Drangarnir rísa þar úr sjó eins og reglulegir teningar, sem þar hafi verið staðsettir af mikilli smekkvísi af náttúrunni á sínum tíma. Mikil fuglabyggð er í Dyrhóla- dröngum, verpir þar mergð svart- fugla, fýls og ritu, auk annarra fuglategunda, sem minna ber á. Drangarnir heita þessum nöfn- um: Kambur, er hann skammt undan landi í Dyrhólahöfn, lítill drangur en fallegur. Kvistdrang- ur, sem er skammt frá Fóarnefi og Dyrhólagati. Mávadrangur, rís hann þverhnýptur úr sjó í Reynisfjall og Reynisdrangar. VÍKINGUR 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.