Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 8
RIFSHÖFN Á SNÆFELLSNESI Myndirnar tók Einar Magnússon, Rifi. Gamall sjómaður á utanverðu Snæfellsnesi sendi okkur þessar kærkomnu myndir ásamt lýsingu hafnar- innar á Rifi. Slík sjón sem þessi mynd að ofan ber með sér var mjög algeng á síðastliðinni vetrarvertíð. í hinu um- hleypingasama tíðarfari og bráðu veðrum leituðu sjó- menn frá flestum landshlutum, sér og farkostum sín- um skjóls og öryggis í hinni góðu höfn, landshöfninni „Rifshöfn" á Snæfellsnesi. Þessi mynd sem hér birtist er tekin í einni vest- norðvestan hrinunni. Þá gátu bátar ekki verið að veið- um, og eins og myndin ber með sér er ekki að sjá, að ylgjan úti fyrir hafi áhrif í höfninni, svo hreyfingar- laus liggur bátaflotinn. Að þessu sinni munu hafa ver- ið þar milli 40—50 bátar við festar. Til vinstri á mynd- inni sést trébryggjan og við hana liggja smærri bát- arnir, en fjær til hægri er stálþilið, og við það liggja stórir bátar í röð hver utan á öðrum. Aftan við þá má greinilega sjá enda suðurvarnargarðsins, sem er ekki fullgerður, í baksýn er Ölafsvíkurenni. Óþarft er að lýsa þessum stað frekar. Þessi mynd er órækt vitni þess sem hann er, eins og hann nú er. hvað þá þegar þessi höfn er orðin það sem hún í fram- tíðinni á að verða, því eins og kunnugt er, er þessi höfn enn ekki nema að litlu leyti gerð. Ljósmynda- vélin sýnir það ótvírætt að hér er ekki unnið fyrir gíg, eins og margir hafa viljað halda fram undanfarin ár. Óvíða á landi hér munu slík skilyrði til hafnar- gerðar eins og einmitt á þessum stað, og eins og reynsla undanfarinna ára sannar okkur, er óvíða meiri þörf á góðri höfn og skjótum framkvæmdum eins og einmitt á þessum stað, því eins og kunnugt er er meiri hluti íslenzka bátaflotans farinn að sækja mjög á hin fengsælu fiskimið Breiðafjarðar. 190 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.