Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 33
ViS rákumst á þessa skemmtilegu mynd í erlendu blaði nýlega. Er hér Loft-
leiSaflugvél aS taka um borS skipshöfn, sem er aS koma úr fríi, til starfa á
skipi sínu, sem er erlendis í siglingum.
flotafáninn. Hann lagðist að og
hinir gullskrýddu stigu um borð.
Við sátum að morgunverði, þegar
bátsmaðurinn öskraði: — Allir á
dekk. Þegar við komum á dekk,
öskraði stýrimaðurinn: — Bak-
borðsvakt aftur í aftur. Þar með
skildi hann hafrana frá sauðun-
um.
Þarna stóðu kapteinninn og
stýrimennirnir og Scott og hans
frú og frú Stones, sem var vin-
konan og skipslæknirinn, sem hét
Blunt, og hálft dúsin af svart-
skeggjuðum náungum í einkenn-
isklæðum ásamt einum borgara
með skjalamöppu. Hinn myrki
svipur kapteinsins lofaði ekki
góðu, og konurnar virtust skelfd-
ar og hvísluðust á í hálfum
hljóðum. En það var mildi í aug-
um skipslæknisins er hann gekk
til Bergenserans, sem stóð fölur
með handlegginn í fatla.
Piltar, hér eru yfirvöldin í
Santa Cruz og eru með þungar
ákærur á ykkur, sagði kapteinn-
inn. Þið hafið gert ykkur seka
um hervirki með því að eyðileggja
eigur ríkisins, valda alvarlegum
líkamsmeiðingum, og misbjóða
lífshættulega friðsamlegu fólki.
Og það í ofanálag á sunnudegi.
Þið hafið sett blett á fána vorn
og vanvirt mig sem ábyrgan fyrir
framkomu ykkar. Hafið þið nokk-
uð að segja ykkur til varnar.
Allir horfðu á Lowley, sem var
bátsmannsstaðgengill og okkar
elztur, en hann varð rauðari og
rauðari í toppstykkinu og sagði
ekkert. — Gangt þú þá bara fram
Bill. Það var nú þú sem byrjaðir,
sagði ég. — Og Bill sagði frá öllu
saman, eins og ég hef sagt ykk-
ur núna, og sagði, að hann hefði
átt sökina á öllu saman, og að
hann tæki á sig alla sökina. Hin-
ir strákarnir hefðu bara gert
skyldu sína sem félagar. — Við
erum leiðir yfir, að þetta skuli
valda kapteininum óþægindum, en
við trúum því að herra Scott
skilji, að þetta var ekki honum
að kenna, og að fáninn hefur ekki
verið óvirtur, sagði hann. Hann
benti á að við piltar úr norðrinu
— við vorum jú næstum allir
VÍKINGUR
Skandínavar — hefði frá blautu
barnsbeini verið kennt að fyrir-
líta grimmd og þyldum ekki vald-
beitingu við varnarlausa, og hefð-
um því hagað okkur samkvæmt
beztu samvizku.
Bill var beztur af okkur í ensku,
fram að þessu hafði hann næst-
um eingöngu siglt á amerískum
skipum. Hinn bitri og niður-
dregni svipur hvarf af andliti
eigandans Scott, og konan hans
sagði eitthvað við vinkonuna
sína. Jafnvel skipstjórinn var
ekki lengur jafn myrkur á svip-
inn.
En þið hefðuð átt að heyra í
Spaníólunum. Þeir hristu korð-
ana, æptu hver á annan, pötuðu
og krossuðu sig. Eftir mikið þras
sagði skipstjórinn okkar, að það
væri fullyrt, að við hefðum beitt
vopnum og að yfirvöldin litu þá
hlið málsins sérstaklega alvarleg-
um augum. En nú gat ég ekki
stillt mig lengur og sagði, að við
hefðum bara notað hnefana og
svipusköftin. Þessir herrar ljúga,
trúið þeim ekki, sagði ég. Og Bill
tók fram dálítið, sem hann hafði
falið undir skyrtunni. — Herra
kapteinn, Charley hefur á réttu
að standa, enginn okkar beitti
vopnum. En slík vopn leyfa menn
sér í Santa Cruz að nota á varn-
arlaus, útjöskuð dýr. Þetta er
megnið af þeim eignum, sem við
höfum eyðilagt, en ég skila þessu
ekki aftur, til að hægt sé að nota
það, sagði hann.
Hann gekk til Scott með keyr-
ið, sem hann hafði tekið af kúsk-
inum. Það var ljótt keyri, járn-
slegið með göddum. Scott leit
augnablik á það, kastaði því síð-
an í dekkið, tróð á því og æpti:
— Andstyggilegu kjölturakkar.
En hinir einkennisklæddu herrar
ypptu bara öxlum og pötuðu út í
loftið eins og þeir vildu segja:
— Þetta er þó ekkert til að gera
veður út af.
Klukkustund síðar fóru hinir
háu herrar í land aftur. Seinna
fengum við að vita, að Scott hafði
borgað 5000 í gulli í bætur.
Þegar við vorum komnir í haf
aftur, var öll stjórnborðsvakt sett
á svartan lista, og enginn, sem
hafði verið í slagnum fékk land-
gönguleyfi næstu tvo mánuði. En
hvað varð um Finnann Bill? Tja,
— tveimur vikum eftir þetta,
þegar við lágum í Mogader í
215