Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 30
Einar S. Jóhannesson vélstjóri — Minning Vorið 1917 útskrifuðust úr Vél- stjóraskólanum 9 ungir menn, sem allir hófu störf á ísl. togara- flotanum. Þessi árangur vargóð viðbót við vélstjórastéttina, sem þá var næsta fámenn. Þessir ungu menn höfðu áður fengið góða þjálfun í starfi, bæði á verkstæðum og við vélgæzlu á sjó. Reynslan varð og sú, að flestir þessara manna mörkuðu framfaraspor í stétt sinni og juku hróður hennar á ýmsan veg. En elfur tímans rennur og enginn stöðvar hennar gang. Að því er ég bezt veit eru nú allir þessir menn, að einum undan- teknum, fluttir til feðra sinna. Sá þeirra sem síðast kvaddi þennan heim var vinur minn Einar Sig- urjón Jóhannesson frá Eyvík í Grímsnesi. Hann andaðist í Landakotssjúkrahúsi þ. 20. júlí s.l. eftir stutta legu. Einar var fæddur 20. septem- ber 1892 í Eyvík. Voru foreldrar hans hjónin Guðrún Geirsdóttir og Jóhannes Einarsson bóndiþar. Einar ólst upp hjá foreldnim sínum í Eyvík, en 19 ára gamall fór hann til Reykjavíkur og hóf smíðanám hjá Bjarnhéðni Jóns- syni járnsmíðam. Mun hafa starfað hjá honum um 3 ár. Var þá um tíma kyndari á togurum. Nemandi í vélfræðideild Stýri- mannaskólans er hann veturinn 1914—15 og í Vélstjóraskólanum 1916—17 og lauk þar prófi eins og áður segir. Við Einar vorum saman á skipi áður en hann fór í skóla og samverkamenn, kynntist ég þá vel góðum hæfileikum hans. Var hann bæði góður smiður, starf- fús og glöggur á það sem bezt mátti fara, eiginleikar sem svo miklu máli skipta við vélgæzlu. Var sá háttur á, að vélstjórarnir önnuðust sjálfir þær viðgerðir í vélarúmi, sem föng voru frekast á. Það var því næsta eðlilegt að Einar vekti á sér athygli með verkum sínum, og yrði eftirsótt- ur, er hann að loknu námi gerð- ist vélstjóri á togaraflotanum. En þar starfaði hann fram til ársins 1938, er hann af heilsufarsástæð- um varð að hætta á sjónum. — Hann var lengst af yfirvélstjóri. Starfaði m.a. á útveg H. P. Duus og síðar hjá Alliance félaginu. Var honum vel treyst, og falin umsjón með skipum í smíðum. Einar var athugull maður, hæglátur í framkomu, traustur og raungóður. Hann hugsaði mikið um hin alvarlegustu mál, las góðar bækur, einkum Ijóð, og mundi vel. Hann varð fyrir þeirri raun á miðjum aldri að missa svo heilsu að hann varð að yfirgefa starf sitt, og hlífa sér við líkamlegri áreynslu. Við það bættist svo að með árunum dapr- aðist honum sjón, og í mörg ár gat hann ekki lesið á bók. Svo fróðleiksfúsum manni sem Einar var, hefir slíkt verið mikið mót- læti. Árið 1923 kvæntist Einar eftir- lifandi konu sinni Karólínu Guð- mundsdóttur ættaðri úr Gríms- nesi undan Eyjafjöllum. Frú Karólína er landsþekkt fyrir framúrskarandi dugnað í iðn sinni, listvefnaði. Þeim varð 2ja barna auðið. Eru synir þeirra Guðmundur og Jóhannes, báðir verkfræðingar að mennt, í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, og hinir nýtustu menn. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Hallgr. Jónsson. Örlygsstaðabardagi 21. águst 1238 Framliald af bls. 211 46. AS Sturla satt þetta sagSi, sýndi Apavatnsjörin. Göjugum gafst þá kostur, Gissur líji aS svipta. I ÖrlygsstaSaorustu ógnargrimmd Gissur sýndi. Á helsœrSum Sturlu hann þá heiftúSlega níddist. D 47. Sturla var síSan sviftur sínum vopnum og klœSum; einnig pyngju og gullhring, er á var grafiS innsigli. ViS þessu öllu viS tók vígreifur nú Gissur. Sín fingurgull fólinn missti í Flugumýrarbrcnnu. 48. Sighvatur Sturluson var svanna Halldóru giftur. FöSursystir var freyjan foringjans Kolbeins unga Af mceSi er Sighvatur aldraSur var fallinn. Sautján undum var sœrSur, siSan klœSum flettur. 49. Kolbeinn liáS hjá liafSi harmþrungni frœnku sinni skuldadóm skammarlega, skemmdar-féll byltu mikla. Sár á bringu, sem olli. SóknhörSum loks réS bana. Fólskuverk, mcnn er fremja að' falli oft sjálfum verða. Einar Bogason frá Hringsdal, ArnarfirSi. 212 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.