Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 5
ef það kæmi fyrir. Þeir verða að kunna að notfæra
sér þá leiðarvísa, sem fylgja mörgum þessara
tækja, en það geta menn ekki nema þeir þekki tæk-
ið til nokkurrar hlýtar.
Auk þessarar tæknilegu fræðslu, vil ég svo geta
nokkurra námsgreina, sem ég tel að bæta þurfi
frá því sem nú er, og ýmislegs annars, sem skip-
stjórnarmenn hafa ekki fengið neina undirbún-
ingsfræðslu um, og því orðið að læra af reynslunni
einni, sem að vísu er góður og nauðsynlegur skóli,
en oft nokkuð seinn í vöfum, erfiður og dýr.
SJórétdur.
Sjóréttarkennslan þarf að gjörbreytast frá því
sem nú er. Til þess verður að semja nýja kennslu-
bók, sem um leið yrði handhæg handbók fyrir
skipstjórnarmanninn í starfi sínu. í bókinni skyldi
tekið til meðferðar allt er máli skiptir fyrir skip-
stjórnarmanninn, og hann þarf að taka afstöðu
til í starfi sínu, og skýrt hvernig hann skuli bregð-
ast við á beztan og réttastan hátt, lagaákvæði
skýrð, en forðast allar óþarfa málalengingar. Eegl-
ur, sem oft er vísað til, eins og t.d. York — Ant-
werpen reglurnar, ýmis skjöl og skírteini, sem
skip verða að hafa, fyrirmyndir að leigusamning-
um (Charterparty), farmskírteinum, skýrslumo.fl.
ætti einnig að vera í bókinni. Það verður að sjálf-
sögðu að hafa í huga, að skipin sigla á erlendar
hafnir, og að þekking á alþjóðasjórétti er því nauð-
synleg.
Þetta yrði að líkindum nokkuð stór bók, og mun
því margur hugsa, að það taki langan tíma að
kenna hana. Það þarf ekki að vera. Kennslan yrði
aðallega fólgin í því, að fara lauslega yfir efni
bókarinnar með nemendum, skýra það sem tor-
skilið er, og kenna þeim að nota bókina sem hand-
bók, svo að þeir verði fljótir að finna það efni, sem
Hér sést skipstjóri við fjarstýringu á 21000 hestafla vél frá
stjórnpalli.
um er að ræða hverju sinni. Á þetta þarf að leggja
áherzlu við kennsluna.
Málakunnátta er farmönnum nauðsynleg. Af
erlendum málum er nú kennd enska og danska. Um
tíma var kennd þýzka, en því hætt eftir lítinn tíma.
Þýzkan er öllu betri en enska í Eystrasaltslöndun-
um, og ætti því að taka upp þýzkukennslu á ný.
Kunnátta nemenda í þessum málum við burtfaraf-
próf er fjarri því að vera nægileg, sem ekki er
furða, því oftast koma menn alveg óundirbúnir í
skólann, og tíminn sem skólinn getur séð af til
tungumálakennslu er ekki svo mikill, að vænta
megi meiri árangurs. Ég tel því rétt, að krafist sé
■v
■
■ : '
S'Í'V %
'
-••• fff ýff/'ff; iiffffí éffffffff ''tff
... ■ ■
,/X /y 4ív,
:
... '■'■'■:
.•hh'
■■ " '. ■■■■ '.
■
"
V 4 ■) •- v V
‘ •. ■■■•••:: •:•■■
. ■
-■••• ■ ■
....
"■
*
' -
Gamli rólegi tíminn eins og þessi mynd sýnir er nú að hverfa fyrir flýti og sifelldu kapphlaupi um fragtir.
VIKINGUR
187