Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 21
KUWAIT íurstadæmið í L r RœkjuveiSafloti Kuwaitmanna. Kuwait býr við öflugan fjár- hag, en hann grundvallast aðeins af einni framleiðslu: Olíu. Til þess að gera tilraun til að auka fjölbreytni framleiðslunnar,komu nokkrir þekktir kaupsýzlumenn sér saman um að athuga aðrar auðlindir náttúrunnar: Fisk. Vit- að var, að í Arabiska flóanum voru rækjumið, en þau höfðu ekki verið rannsökuð að neinu ráði. Innlent fyrirtæki var stofnað í Kuwait og þegar framámenn fyrirtækisins höfðu reifað málið, voru sérfræðingar á þessu sviði kallaðir til skrafs og ráðagerða og síðan til þess að setja saman útboðslýsingu á smíði nauðsyn- legs skipastóls. Fyrir hendi voru tveir mögu- leikar. Að byggja upp iðnaðinn smátt og smátt, eða stíga allt sporið strax og afla sér fullkom- ins skipastóls. Þar, sem fyrir hendi var nokkur vissa um næg- ann afla, var síðari kosturinn valinn. Boðin var út smíði á átta 90 feta löngum togurum, svipuðum að gerð og notaðir voru við rækjuveiðar í Mexíkóflóa, en jafnframt skyldu skipin vera með skuttogaralagi og geta veitt með botnvörpu annan fisk. Leitað var tilboða í smíðina á heimsmark- Framhald á bls. 208 n------------------------------------------------------------------------------ö KUWAIT er lítið furstadæmi í Arabíu, — verndarsvæði Breta. Það var lengi þrætuepli stórveldanna og Saudi-Arabíu, eftir að olía fannst þar í jörðu. Samnefnd höfuðborg liggur sunnanvert við botn Persaflóa, sem er 20 mílna langur og 5 mílna breiður. Upplandið er eyðimörk. Tvær eyjar útifyrir borginni skapa þarna ákjósanlega höfn. Við manntal 1957 reyndust landsmenn 104.551 Þrátt fyrir nokkra olíuvinnslu, útflutning á kinda- kjöti, ull og hrossmn, telst landið vanþróað, sem FAO telur að þurfi að- stoðar. Trúarskoðanir og hefð á þessum slóðiun liamla mjög nýtingu mat- væla, sem fyrir eru, svipað og á Indlandi, þar sem nautgripir (heilög dýr) ganga uni og troða á hungurdauðu fólki. Þýð. »------------------------------------------------------------------------------» KortiS sýnir litla ríkiS Kuwait viS Persaflóa. VÍKINGUR 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.