Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Síða 34
Marokkó, var hann kallaður einn morguninn upp til skipstjórans, og var gerður að stjórnanda einkaléttbáts Scotts, allra bezta starfið um borð, sem háseti gat fengið á „Vestanvindi." Og dag nokkurn kallaði frúin á hann og gaf honum lítinn pakka. 1 honum var gullúr, vafið inn í hvítan, fín- an vasaklút, og í eitt hornið var bróderað W, því hann hét Wil- liam, enda var hann finnskur. Nokkrum mánuðum seinna var ég í landi í Southampton, sagði Stóri Charley að lokum. — Þar fékk ég mér aðeins of mikið á Ckk/ et '}œrei}i\\qu)(n fiájai Aatnan Nýtt farþegaskip er nú verið að smíða á Ítalíu fyrir Færeyinga. Á skipið að kosta 260 milljónir íslenzkra króna. einum barnum og þar með af- skráði skipstjórinn mig. Síðan hef ég aldrei stigið fæti um borð í lystisnekkju, og ef að líkum læt- ur mun ég heldur aldrei slást út af múlasna aftur. ! Svona á að drekka Verzlun nokkur í Edinborg hefur gefið út leiðarvísi fyrir viðskiptavini sína, sem er jafnvinsæll fyrir bindindismenn sem drykkjukarla. Verzlunin heitir Dougal Camson & Co, 532 Leith Walk. Tilgangur leiðarvísinsins er að sýna hvernig á að drekka og þó spara fé á sama tíma. Og liér er formúlan: „Ef þú getur ekki komizt hjá að drekka áfengi, hversvegna þá ekki að koma upp hjá sér bar heima? Og ef þú ert aðeins eini viðskiptavinurinn, þarft þú ekkert opinbert leyfi til starfrækslunnar.44 Þetta er nAferðin. Láttu eiginkonu þína fá 22 £ og 10 S til að kaupa fyrir einn kassa af Whisky. Það eru 192 tvöfaldir sjússar í einum kassa. Keyptu sjússana af konu þinni fyrir 4 shillinga og 6 pence hvern. Eftir 12 daga þegar búið er að drekka innihald kassans hefur kona þín fengið 43 pund og 4 shill- inga. Fyrir þessa aura kaupir hún annan kassa og lætur 20 pimd og 14 shillinga í bankann. Síðan endurtekur þetta sig á sama liátt. Eftir 10 ár, þegar þú verður bráðkvadd- ur á kona þín 6296 pund, sem er nóg til að greftra þig fyrir, ala upp börnin ykkar, greiða niður skuldirnar á húseigninni, og giftast sómasamlegum manni og gleyma því að hún hafi nokkru sinni þekkt þig. Færeyska skipafélagið, sem á farþegaskipið „Tjaldur" ætlar að setja nýtt fullkomið skip inn á rútuna Kaupmannahöfn—Fær- eyjar. Skipafélagið hefur tekið tilboði um smíði skipsins frá ítölsku skipasmíðastöðinni Naval Meccanica í Napoli. Nýi „Tjald- ur“ á að leysa af hólmi eldri „Tjald,“ sem smíðaður var í Aal- borg 1952. Þetta nýja færeyska skip á að vera 5000 brúttó tonn að stærð og á að kosta 260 millj. íslenzkra króna. Afhending skipsins fer fram árið 1968. Rúm verður fyrir 426 farþega í eins og tveggja manna klefum með salernum og steypiböðum. Þar að auki verður útbúnaður til að flytja 100 manns til viðbótar. Er þetta pláss einkum ætlað hóp- ferðamönnum, svo sem æskulýðs- fólki. Italska skipafélagið, sem á í mikilli samkeppni við aðrar skipasmíðastöðvar, hefur boðist til að lána allt að 80% smíða- kostnaðarins til 8 ára og 6% vöxtum. Skipið, sem er 126 metrar að lengd er stærsta skipið, sem í förum til þessa hefur verið á sigl- ingaleiðinni Kaupmannahöfn— Færeyjar. Það verður smíðað eft- ir svokallaðri roll-on/roll-off- gerð og verður með 12600 hesta dieselvél og á að geta náð 20 mílna hraða. 1 skipinu verður út- búnaður til að draga úr veltingi þess. Tvær skrúfur knýja skipið, auk þess verða á því hliðarskrúf- ur. Skipið verður mjög nýtízku- lega innréttað með stórum dans- sal, spilasal, næturklúbb, finnskri baðstofu, hárgreiðslustofu og sundlaug. 216 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.