Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Qupperneq 15
Urifgninyarfrí
í 5. tölublaði Víkings þ-á. var
athyglisverð grein eftir Þorvald
Ólafsson, Breiðási, sem gaf til-
efni til umræðna um mjög svo
mikið hagsmunamál. En því mið-
ur vantar mikið á, eins og grein-
arhöfundur minnist á í upphafi,
að sjómenn taki sér oft penna í
hönd til þess að ræða sín (og al-
þjóðar) vandamál opinberlega.
Það er langt frá, að ég sé
greinarhöfundi sammála á hinum
ýmsu sviðum hugrenninga hans í
ofannefndri grein, en hún opnar
vissulega leið til ýmiskonar hug-
leiðinga í sambandi við aflabrögð,
ofveiði og hagnýtingu á afla.
Hvort heillavænlegra sé að afla
mikið og gera aflann að skít
(gúanó) eða afla minna og gera
það, sem á land kemur að mat.
Greinarhöfundur talar um
móðurskip til þess að hirða afla
frá fiskiskipum og flytja nauð-
synjar til sjómanna og aflann í
land til þess að gera hann að mat
handa hinum sveltandi heimi.
Mér skilst að, hann reikni með,
að þessi skip þyrfti að fá utan-
lands frá. Þar fylgir hann tíðar-
andanum, sem telur sjálfsagt að
kaupa allt „ódýrt“ frá útlöndum.
Ef grundvöllur er fyrir hendi
fyrir þessu líku fyrirkomulagi á
Islandi í dag (en það er of rúss-
neskt til þess að það sé senni-
legt), höfum við vissulega mikið
af skipum, sem tiltæk væru með
litlum tilkostnaði miðað við að
kaupa gömul skip frá útlöndum
eða smíða ný.
Ennþá eigum við talsverðan
flota af hinum svonefndu ný-
sköpunartogurum (10—15 skip),
sem auðvelt er að hagnýta til
þessara hluta eða hvers sem er,
ef þau eru losuð við sitt dauða-
mein, gufuketil og gufuvél og til-
heyrandi, sem var úrelt strax
1947. En sjálf skipin og ýmis
tæki, sem þau hafa innanborðs,
eru ennþá fyrsta flokks og mikl-
um mun vandaðri en skip, sem nú
eru á sölumarkaði eða smíðuð í
dag. Þessi skip voru byggð til
þess að stunda veiðar í Norður-
höfum og ekkert til þeirra spar-
að. Þessi skip, eftir breytingu,
eru afburða skip og tilbúin í
hvað sem er með tilkostnaði, sem
miða mætti við ætlunarverk. Það
að selja þessi skip til Grikklands,
Noregs eða Sindra er ekki aðeius
firra, heldur þjóðarskömm, sem
ég hef gert nokkur skil áður í
Víkingi og víðar.
Hafi Þorvaldur þökk fyrir hug-
vekjuna, ekki sízt að benda á, að
æskilegt væri að síldinni væri gef-
inn svo sem vikutími til þess að
hrygna. Það eru orð í tíma töluð.
Nútímakynslóð láir forfeðrum
okkar að hafa brennt allan skóg-
gróður. Þeir skildu hins vegar
eftir óskemmd fiskimið allt í
kringum landið- Hvað verður sagt
um okkar kynslóð í þessum efn-
um?
Guðfinnur Þorbjörnsson.
197
VÍKINGUR