Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 19
ir Austurlandi, og nú skil ég bet- ur en nokkru sinni fyrr, hversu illt hlýtur að vera að koma radar- merki upp á skerinu og láta það standast úthafssjóina, sem yfir skerið ganga í aftaka veðrum. Tvívegis hefur radai’merkjum verið komið þarna upp, en sjór- inn tekið þau eftir stuttan tíma. Skammt norðaustur af Hval- bak sjáum við nokkra togara að veiðum. Höldum við þetta er- lenda togara og var greinilega einn innan línu. Rennt var að skipinu, en þegar til kemur er þetta íslenzki togarinn Röðull, en íslenzk skip hafa sem kunnugt er leyfi á nokkrum stöðum til veiða innan 12 mílnanna. Hinir er- lendu voru allir utar. Nú var snúið við og haldið suð- ur aftur, skyndilega hækkaði flugstjórinn flugið, en fram að þeim tíma var alltaf flogið mjög lágt. Flogið var yfir landið í slæmu skyggni, öðru hverju sést niður og skiptist þar á „undarlegt sam- bland af frosti og funa.“ Þegar yfir Hellisheiði kom var flugið lækkað og neðan við blöstu fagrar byggingar og beinir vegir líkt og um líkan eða landakort væri að ræða. Brátt erum við yfir Reykjavík og tökum sveig þar yfir. Sést að Reykjavík er fögur borg og auð- sjáanlega vel skipulögð. — Og VlKINGUR skyndilega er flugvélin setzt og staðnæmist fyrir framan flug- skýli sitt. Eftirminnilegri ferð í 5 klst. flugi er lokið kl. 1.30 um nóttina. Við kveðjum flugliðið og þökkum góða og lærdómsríka ferð. Þessa dagana hef ég mikið leitt .hugann að því hversu mikilvæg störf þessara manna eru, sem helga sig landhelgisgæzlustörf- um og hversu áríðandi er að þau mál séu í föstum skorðum. Við vitum að það kostar mikið fé á vísu fátækrar þjóðar að halda upp þessum vörnum. Þó hygg ég að þetta séu smámunir í samanburði við það sem yrði, ef hér væri hernaðarríki. Skipakost- ur gæzlunnar er áreiðanlega ekki nægur og sennilega þyrfti að fá 2 flugvélar enn með ekki minna flugþoli en núverandi flugvél gæzlunnar hefur. Ein flugvél mun þurfa í reksturskostnað eitthvað svipað og varðskipið Albert þarfnast. En hér má ekki klípa um of við nögl, ef fiskstofninn á að vernda. Nýlega er fengin opinber stað- festing fiskifræðinga á því að fiskistofninn er í hættu, þótt leik- menn hafi reyndar löngu áður haft sterkan grun um að um of- veiði væri að ræða. En þegar fræðimenn tala ber öðrum að hlusta og taka mark á. Bann við smásíldarveiði, sem lögfest var í vor áttu fiskifræð- ingarnir ekki frumkvæði að, held- ur útgerðarmaður, sem auðsjáan- lega metur framtíð fiskimiðanna meira en stundar hag. — Þessum manni ofbauð hversu skip hans kom með smáa síld að landi og hann sendi 2 kassa til Reykjavík- ur fulla af þessari síld til rann- sóknar og þá kipptu ráðamenn við sér og út voru gefin lög í hvelli. En hvernig er annars með smá- fiskveiðina hér í Flóanum? Er það rétt að fleiri tonn eru rifin upp af ungkola 100—200 gr. að þyngd, sem síðan er settur í guano, ef menn þá þora að koma með hann að landi? Hér er vissulega úr vöndu að ráða og alls ekki sársaukalaust að lagfæra, þar sem margir hafa hagsmuna að gæta. Hjá því verð- ur þó ekki komizt innan stundar að taka þessi mál fastari tökum en verið hefur. Ber þá að sjálf- sögðu fyrst að vekja fiskifræð- ingana til dáða, friða ýmis svæði, hækka viðurlög stórkostlega við veiðum á bannsvæðum og auka landhelgisgæzluna. Með þessu sýndum við að við erum menn, sem þora að horfa framan í staðreyndir og viljum skila landi okkar sómasamlega í hendur afkomenda okkar. Ö.S. oooooooooooooooooo HÖFUM VARAHLUTI OG VEITUM VIÐGERÐARÞJONUSTU FYRIR BRYCE olíuverkin AOalumboölö S. Stefánsson & Co. h.f., Garðaatræti 6 Sími 15B79 oooooooooooooooooo 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.