Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 9
Stóru bátarnir viö stálþiliS aS Rifi. Greinilega sést, aS alger kyrrS er inni á höfn- inni, þrátt fyrir ylgju úti fyrir. Bdtar og formenn í Ólafur — Frh. af bls. 204. formennsku á honum til 1955. Þá réðust þeir í að byggja fyrsta mótorknúna stálfiskibát, fyrir ís- lendinga, „Ófeig III." Með hann var Ólafur 1 5 ár- Þá kaupa þeir félagar 100 lesta stálbát og var Ólafur með hann til 1965, að hann fór í land sökum vanheilsu. Ólafur var mikill kraftmaður við sjóinn. Svo að segja öll sín formannsár var hann við topp- inn með afla og 1964 varð hann á honum, aflakóngur Vestmanna- eyja. Sama var á síldveiðum, þar var hann alltaf í efri röð skipa með afla. Ólafur var lánsmaður með fleira en afla. 14 ára var hann að mála masturstoppinn í Maggy. Fær hann þá það innfall að fara niður og veiða smáufsa við bryggjuna. Er hann gengur fram bryggjuna, heyrir hann korr í einhverju undir bryggjunni. Þar er þá 3ja ára drengur á floti kominn að drukknun. Ólafur bjargaði honum upp úr sjónum. 3 skipshöfnum bjargaði ólafur á skipstjórnarárum sínum. Ögmundur — Frh. af bls. 205. og svo á „ísleifi II,“ eða allt til 1955. ögmundur hafði þá stund- Vestm.eyjum — frh. að sjóinn í 42 ár og vanalegast sem vélstjóri, bæði norðan-, sunnan-, og austanlands. — ög- mundur var með færustu vél- stjórum og sjómaður að sama skapi. Oft hefir hann verið heiðraður á Sjómannadegi Vest- mannaeyja, fyrir vel unnin störf. Hann er nú fyrsti vélstjóri við hina stóru síldar- og beinamjöls- verksmiðju í Eyjum. Lætur hann lítt á sjá, þrátt fyrir oft erfiðan, langan og starfsaman dag. Sigurjón — Frh. af bls. 205. og Eyja, einkanlega til Stokks- eyrar, allt til ársins 1951. Sigur- jón var þá jafnan skipstjóri. Eft- ir að hann seldi þann bát var hann háseti með Kristni Magn- ússyni fjölda vertíða á honum. Sigurjón var skipstjóri í vöru- flutningum árum saman milli Eyja og Reykjavíkur. 53 vetrar- vertíðir lagði hann að baki á sjó- mennskuferli sínum, er hann fór í land 1963. Sigurjón var sterk- byggður maður, rammur að afli, kom sér alls staðar vel og var dugnaðar sjómaður. * ENGIN KEÐJA ER STERKAR I EN VEIKASTI HLEKKURINN TRVGGI NG ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 VÍKINGUR 191 tll

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.