Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 5
Á vetrarvertíðinni er vinnudagur sjómannsins oft langur og strangur og dagsverkinu oftast seint Iokið. Hér er komin nótt og löndun á þeim gula í fulluin gangi. Ljósmynd Sigurgeir Jónasson. sjávarafurða og eflingar þeirrar iðngreinar. Þar kemur mjög ljóst fram, hvað mikill munur er á út- flutningsverðmætum hráefnis- tonnsins við mismunandi vinnslu- stig. Sé tekið eitt tonn af síld og það unnið í síldarmjöl og lýsi, verður útflutningsverðmæti þess kr. 2.560.oo, sé sama magn fryst og selt þannig úr landi, gerir það kr. 6.653.oo, en sé það unnið í gaffalbita eins og gert er hjá Sigló síld og víðar, gerir það kr. 31.516.oo. Allt er þetta miðað við verðlag 1968, síðan hafa tölurnar hækkað, en hlutfallið lítið breytzt. Fylgjum við þessum iðnaði lengra eftir, sést hvað lítill skilningur er á aukinni vinnslu aflans. Sé eitt tonn af síld margfaldað í verði með vinnslu í gaffalbitadósir, þarf að greiða um sex sinnum meiri útflutningsgjöld af því hrá- efnistonni, heldur en hefði það verið unnið í síldarmjöl og lýsi. Svipaða sögu má segja víðar, t.d. þarf að greiða margfalt hærra út- flutningsgjald af hverju lýsis- tonni sé það sett á meðalaflöskur og sent út í þeim, heldur en sé það sett út laust í tankskipin. Þegar við gerðumst aðilar að E.F.T.A. var okkur sagt að opn- ast myndu nýir markaðir fyrir unnar sjávarafurðir. En það skul- um við gera okkur ljóst að þeir möguleikar nýtast ekki, nema gert verði stórt átak til að bæta aðstöðu aðila sem að vinnslunni vinna. Það verður að útvega hagkvæm lán til uppbyggingar og hráefnis- kaupa, en jafnframt að gera þá kröfu til lántakenda, að hann hafi kunnáttumann í þjónustu sinni. Við verðum að læra af þeim mis- tökum, sem orðið hafa þar sem kunnáttulitlir menn hafa átt að sjá' um vinnsluna, framleiðslan mistekist vegna þekkingarleysis stjórnanda. Á meðan vinna fisk- iðn- og efnaverkfræðingar skrif- stofustörf. Það verður að athuga möguleika á að sameina öll niðursuðu- og niðurlagningarfyrirtækin í sölu- samlag, svo þau verði stór aðili til markaðsleitar og kynningar á sinni framleiðslu. Auglýsingar er orðin svo mikill liður í nútíma sölutækni, að það er ofviða smá- um aðilum. Þess eru mörg dæmi þegar leit- að er markaða og sýnishorn send frá Siglósíld að fá það svar, að varan líki vel, en forsenda þess að koma síldinni í háan verðflokk sé, að hægt verði að leggja í aug- lýsingakostnað. Einnig verður að hafa framleiðsluna á boðstólum allt árið. Þeim fyrirtækjum, sem mest vinna vöruna, má ekki veita minni fyrirgreiðsla en öðrum. Útflutningsgjöldin þarf að lækka. Það verður að taka á þessum málum af festu nú þegar. Án stóraðgerða og skipulagningar hjá okkur, nýtast ekki þeir mögu- leikar, sem kunna að skapast við EFTA-aðild. Páll Guðmundsson. VÍKINGUR 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.