Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 8
Þróun björgunarmála á íslandi
síðasdiðiðm tvö ár!
Islenzka björgunarkerfið hefur
tekið ýmsum mikilvægum breyt-
ingum síðan Farmanna- og Fiski-
mannaþing var haldið síðast. —
Merkasta skrefið í þróun björg-
unarkerfis okkar er stofnun og
framkvæmd tilkynningarskyld-
unnar. — Tilkynningarskyldan
var að vísu alllengi í ’fæðingu,
eftir að allir voru orðnir sam-
mála um þá brýnu nauðsyn, sem
væri á henni, en að lokum tókst
FFSÍ að sameina þá þætti, sem
til þurfti, til að tilkynningar-
skyldan yrði að raunveruleika.
Reynsla okkar af tilkynningar-
skyldunni er sú, að auðvelt er að
fullyrða, að öryggi íslenzkra sjó-
manna hefur stóraukizt með til-
komu kerfisins. Nú eftirá vekur
það manni undrun, hve stórt
skref hefur verið stigið framávið
með litlum tilkostnaði. En á sama
tíma setur að manni nokkurn
beyg við tilhugsunina um það,
hve langan tíma það tók okkur að
stíga þetta framfaraspor, sem
hefur sýnt sig í reynd að vera
slík nauðsyn, og sjálfsögð aukn-
ing á Öryggi sjómanna okkar, og
á ég þá sérstaklega við fiski-
mennina okkar á hinum minni
fiskibátum.
Tilkynningarskyldan er nú orð-
in sá raunveruleiki í reynd, að
hún verður ekki aftnr tekin fyrr
en annað betra kerfi leysir hana
af hólmi. Slík breyting er ekki
fyrirsjáanleg á næstunni, en þó
er hitt nokkurn veginn jafnvíst,
að verði stökkbreytingar í fjar-
skiptatækni, sem gætu bætt kerf-
ið, þá verður skylda okkar að
EFTIK
ÓI.AF V. SU,I KIIS$»\.
oooooooooooooooooo
$ <>
<> Erinilúy var fluti
ú niiyaHta þinfii
F. F. S. f.
Ólafur V. Sigurðsson.
fylgja fast eftir og breyta kerf-
inu á hvern þann hátt, sem gerir
það auðveldara og stuðlar að
auknu öryggi á hafinu fyrir sjó-
menn og skip.
Okkur tókst í upphafi furðu vel
að skipuleggja tilkynningarskyld-
una, enda hafa ekki verið gerðar
á henni nema mjög óverulegar
breytingar frá upphafi. Þetta
þýðir hinsvegar ekki það, að við
höfum fengið hana af stað eins
fullkomna og við vildum, þar á
ég við gerð sjókortanna, sem not-
uð eru yfir kerfið. 1 upphafi vild-
um við, að það sjókort, sem kerf-
ið væri kvarðað á, hefði ekki síð-
ur notagildi við skipulagningu
leitar og björgunar, heldur en við
tilkynningu staðarákvörðunar
viðkomandi skips. En hér hefur
reynslan skorið úr. Tilkynningar-
oooooooooooooooooo
skyldukortið er ekki nógu fljót-
virkt við skipulagningu og fram-
kvæmd björgunaraðgerða. — í
fyrstu kemur þar til, að kortin
eru ekki notuð til siglingar, held-
ur aðeins við tilkynningarkerfið.
Ennfremur er mælikvarði kerfis-
kortsins það lítill, að björgunar-
aðgerðir verða ekki skipulagðar í
því nema að takmörkuðu leyti. Af
þessu leiðir að við höfum ekki það
gagn af kerfiskortinu við björg-
unaraðgerðir eins og við hugsuð-
um okkur í upphafi.
Þennan vanda þurfum við að
leysa á þann hátt sem viðunandi
er, með því að fá Sjómælinga-
stofnun Islands til að prenta til-
kynningarkerfið í þau sjókort,
sem almennt eru í notkun. Þær
forsendur, sem voru gegn þessu í
upphafi, standast ekki lengur á
móti þeim kröfum, sem reynslan
hefur sýnt okkur að við þurfum
að gera til sjókortanna. Þegar við
höfum fengið tilkynningakerfið
inn á sjókortin okkar, verður öll
vinna við skipulag og fram-
VÍKINGUR
212