Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Qupperneq 20
r
Er nokkuð koniið á?
Það var veizla hjá fyrirtækinu og
allir í veizluklæðum. Ein forstjóra-
frúin mætti í nýtízku kjól, lilýra-
lausum. Hún naut þess að herrarn-
ir gáfu henni auga í laumi.
í einu danshléinu kom maður
hennar til hennar með ungan mann.
„Má ég kynna fyrir þér Andersen
verkfræðing. Hann er sérfræðingur
í burðarþolsfræði og langar til að
leggja fyrir þig nokkrar spurning-
ar!
*
„Hvað sagði mamma þín, þegar
hún fékk kaffið i rúmið á mæðra-
daginn?“
„Hún sagði bara, að það gerði
ekkert til. Hún ætlaði hvort eð var
að þvo á mánudaginn.“
*
Tímarnir breytast. — Áður vann
fólk í tólf tíma og það var kallað
þrældómur. Nú vinnur það í fjórtán
tíma og kallar það eftirvinnu.
Ilvaá er liiinii eiginlega afí gera
þarna niá'ri allan túnann?
224
*
V
A
K
T
I
N
y,______________________y
Hinn frægi uppfinningamaður
Edison var mjög viðutan.
Eitt sinn er hann kom heim,
kvartaði hann við konu sína yfir
því, að hann hefði orðið að sitja
öfugur í klefanum alla leiðina heim.
„En góði minn,“ sagði konan,
„gastu ekki beðið manninn á móti
þér, að skipta við þig um sæti?“
„Það var ekki hægt,“ svaraði Edi-
son. „Ég var einn í klefanum."
*
Á sínum stað!
í kirkjugarði nokkrum gat að líta
svohljóðandi grafskrift:
„Hér hvílir óðalsbóndinn og
dánumaðurinn Zakarias Jósepsson.
Hans er sárt saknað af Drottni sín-
um og nánustu ættingjum."
*
Farandsirkus sem var á sýningar-
ferð um Jótland, fékk sér, í for-
föllum annars, eldri bónda, til að
gæta dýranna. Daginn eftir sá stall-
meistarinn sér til skelfingar, að
bóndinn var kominn inn í Ijónabúr-
ið og var að skrubba ljónin uppúr
sápuvatni.
„Ertu ekki hræddur maður!“
hrópaði hann.
„Ég, ónei, — dýrin eru skíthrædd, í
en ég þvæ þau nú samt!“
*
— Hvað starfar þú núna?“
„Ég ferðast um og held fyrir-
iestra.“
„Er það alltaf sami fyrirlestur-
inn?“
„Já.“
„En ef sömu áheyrendurnir koma
aftur?"
„Það er engin hætta á því.“
*
Presturinn var að framkvæma
hjónavígslu. Sér til hrellingar sá
hann að honum var ómögulegt að
greina á milli kynjanna, sem sam-
kvæmt tízkunni voru bæði síðhærð.
Eftir nokkra umhugsun sagði
klerkur: „Ég verð að biðja annað-
hvort ykkar að kyssa brúðina!“
*
Anna gamla hafði unnið í heilan
mannsaldur. Þegar hún var sjötug,
var haldin mikil veizla. Einn veizlu-
gestanna spurði gömlu konuna
hvort hún ætlaði að vera áfram í
vistinni.
„Já, hér verð ég til æviloka, en
eftir það ætla ég að sjá hvað setur.“
VÍKINGUR