Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Page 22
Síðan 21. maí hafa sex togbát- um. Að líkindum hefur verkfall ar landað hér samtals 293,4 tonn- það, sem nú stendur yfir annars- staðar, nokkuð mikil áhrif á framtíðarlöndun hér. Heimabát- ar eru ekki almennt byrjaðir veiðar ennþá, nema Björgvin, sem farið hefur einn túr á handfæra- veiðar. Afli hans varð 6V2 tonn. Smátrillubátar, átta alls, hafa farið nokkra róðra síðan 11. maí. Tíð hefur verið vond, afli frekar tregur og misjafn. Það munu vera komnar á land hér, þegar þetta er skrifað, af þeim skipa- stól um 30 smál. síðan á vertíðar- lokum. Vinna hefur verið hér mjög góð síðustu daga síðan að- komubátar byrjuðu að landa hér. P'orstjórinn Páll leggur nú nótt við dag og reynir eftir beztu getu að afla hráefnis, enda byggist af- koma frystihússins og fólksins yfirleitt á því. Meira að segja Ól- afur Friðbei’tsson er nú á Græn- landsmiðum. Hann fór héðan 28/5. Kemur sennilega ekki aftur fyrr en eftir sjómannadag. Sif og Friðbert Guðmundsson eru enn á ísafirði. Það má fullyrða, að afkoma fólks hér hefur verið mjög góð síðastliðna 18 mánuði, þótt marg- ir þeirra hafi lagt á sig feyki- mikið erfiði til þess að afla þeirra tekna. En verkin sýna nú merkin, því að nú streyma hér inn í þorp- ið nýir og notaðir bílar í stórum stíl. Heyrzt hefur, að hingað komi — og eru þegar margir þeirra komnir — 10 fólksbílar. Verðmæti þeirra mun vera rúm- ar 2 millj. króna. Mest eru það reddarar, sem þessa bíla kaupa, t. d. skipstjórar og stýrimenn, sem eru líka hluthafar í stórút- gerð, og svo eru það matsveinar, ekkjur, vélstjórar 0. fl. stór- tekjureddarar. Dýrasti bíllinn, sem þegar er kominn, kostar um 380 þús. kr. Skráðir verða nú hér í byggðarlaginu um 70 til 75 bíÞ ar, mestmegnis fólksbílar. Tala heimilisfastra manna var hér 1 des. 1969 497, en var árið áður á sama tíma 511. Fólkinu hefur því fækkað, en bílum fjölgað að sama skapi. Aðkomufólk til vinnu í frysti- húsinu hefur streymt hér að und- anfarna daga, og húsakynni þau, sem Fiskiðjan á eða hefur á sín- um vegum, og eru Kongó, Kat- anga, White House og Kórea, svo eitthvað sé nefnt, eru nú að fyll- ast af aðkomuverkafólki. Eitt- hvað er hér líka eða hefur verið af faglærðum mönnum til við- gerðar á tækjum og vélum — sem sagt: allt í fullum krafti að endurbyggja það, sem aflaga fer eða var farið. 1 mötuneyti staðar- ins borða nú um þessar mundir um 20 manns. Og svo eru það skipakaupin til- vonandi. Þann 12. apríl voru undirskrif- aðir hér samningar um smíði á skipi fyrir Súgfirðinga. Stálvík h.f. Arnarvogi, Garðahreppi, smíðar skip fyrir Ólaf Ólafsson skipstjóra 0. fl. Ólafur var með m/s Framnes í vetur. Skipið verður úr stáli. Stærð þess 176 lestir samkvæmt hinum gömlu mælingum. Það er um 125 lestir samkvæmt hinum nýju. Lengd þess verður 28,80 m, breidd 6.70 m og dýpt 3,35 m. 1 því verða 5 vatnsþétt þil. Skipið verður út- búið bæði á línu- og trollveiðar. Verð þess, þegar samningar voru undirskrifaðir, kr. 24,5 millj., en þess skal getið, að breytingar kunna að verða á því verði, þar eð kaup getur hækkað og annað sem til þeirra smíða þarf. Skipið á að vera tilbúið um næstu ára- mót. Lestarrými þess verður 165 rúmmetrar, kæling verður í lest. Aðalvél þess verður 565 hö., Caterpillar-vél. Hjálparvélar verða tvær af sömu tegund og að- alvél, 36 kw hvor stöð, 3ja fasa, 220 V spenna. 11 tonna spil verð- ur í skipinu, Simrad-talsendir TB 4, 100 Watta, með 10 krist- öllum og móttökutæki með sjálf- virkum neyðarsendi. Simrad- dýptarmælir með þremur grunn- skölum, Termaratsjá, 48 sjó- mílna, Loran-móttakari, A og C móttaka, miðunarstöð með út- búnaði, sem gerir Sens-loftnet óþarft, sjónvarpstæki með 51 cm skermi og loftnet fyrir sjónvarp, sem tekur úr öllum áttum. Kojur verða fyrir 14 manns., ljóskastari 1000 Wött og auk þess sérstakur ísleitarljóskastari. Og til viðbót- ar öllu þessu að ofan, sem er vit- anlega piikið meira en hér er lýst, verður sjálfstýring af Sharp- gerð. Þetta skip er það 16. í röð- inni, sem Stálvík h.f. smíðar, og nú eru þar 4 skip í smíðum. Mjög vel hafa þau skip reynzt, sem þar hafa verið smíðuð, og vonum við Súgfirðingar það hið sama nú. Spá mín er sú, þótt mínir fætur kólni kannski bráðlega, að ekki líði langur tími þar til að tvö skip ný bætist í hópinn. Þá fyrst mun Súgandafjörður verða vel birg- ur með hráefnisöflun, svo fremi, að fiskur sé þá til. Enn um skipakaup. Þrír ungir Súgfirðingar eru nú að láta smíða bát hjá Bátalóni, sem svo er kallað, í Hafnarfirði. Stærð hans verður um 11 tonn. 226 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.