Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 1
EFNISYFIRLIT:
bls.
.................................. 53
G. Jensson
Nokkur atriði um sjávarútvegsmál
•
R'óövar Steinþórsson
Hugleiðingar um fræðslumál 56
•
Ilin aldna kempa 60
IJelgi Hallvarðsson
Pinro og starfsemi hennar 64
Rannsóknarstöðin í Lyngby
Frá Siglingamálastofnuninni 72
•
Ævintýramaðurinn EDWARD
Moseby 74
Hallgrímur Jónsson þýddi
•
Veiði hörpudisks er arðsamur
atvinnuvegur 78
Eftir: dr. James Mason
•
Um Hrognkelsin 80
Dr. Sigfús A. Schopka
Félagsmálaopnan 82
Framhaldssagan Mary Deare 83
Frívaktin o. m. fl.
•
Forsíðumyndin er af skipverjum á
e.s. Gullfossi. Myndin var tekin
árið 1919 og er í eigu Hallgríms
Jónssonar fyrrverandi vélstjóra.
•
VÍKIIMGUR
Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guð-
mundur Jensson (áb.) og örn Steinsson.
Ritnefnd: Böðvar Steinþórsson, formað-
ur, Ingólfur S. Ingólfsson, varaformaður,
Anton Nikulásson, Hafsteinn Stefánsson,
Henry Hálfdansson, Ólafur V. Sigurðs-
son, Sigurður Guðjónsson. Blaðið kemur
út einu sinni í mánuði og kostar árgang-
urinn 500 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er
að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift:
„Víkingur“, pósthólf 425, Reykjavík.
Sími 156 53. Prentað í ísafoldarprent-
smiðju h.f.
S/Oi
yjomannat
LfaSií
VÍKINGUR
UgefanJl: 3c
armanna-
°9
3uL
imannaðanv
i an J JJanJs
Ritstjórar: Guðm. Jensson áb. og Örn Steinsson.
XXXIII. árgangur. 2. tbl. 1971.
^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Guðm. Jensson:
NOKKUR ATRIÐI UM SJÁVARÚTVEGSMÁL
Hvar liggja framtíðaráætlanir
í sjávarútveginum um endurnýj-
un og uppbyggingu fiskiskipa-
flotans og vinnslustöðva?
Þessum spurningum velta
landsmenn fyrir sér í vaxandi
mæli.
Sérstaklega þó, þegar að fyrir
liggja nokkurnvegin, niðurstöð-
ur um aflamagn og útflutnings-
verðmæti sjávarafurðanna árið
1970, en þá nam verðmæti þeirra
rúmlega 10 milljörðum króna.
Árið 1969 færðu þær 7.7 millj-
arða í þjóðarbúið.
Það, sem athyglisverðast er,
má óhætt telja þá hagstæðu verð-
þróun, sem átt hefir sér stað á
sl. ári: Hækkunin nemur um 80 %
frá árinu áður, sem þótti þó sýna
mjög hagkvæma þróun frá 1968.
Verðmætisaukning frystra sjáv-
arafurða á sl. ári nam rúmum
40%, en þá fór magnið í fyrsta
sinn í sögu þjóðarinnar yfir 100
þúsund smálestir.
Þessi gleðilega hagþróun í
sjávarútveginum hefir að vonum
vakið eðlilega bjartsýni í hugum
landsmanna.
Sérstaklega þegar þeir 2 mán-
uðir, sem liðnir eru af þessu ári,
gefa fulla ástæðu til að spá
áframhaldandi velmegun til
sjávarins á yfirstandandi ári, og
jafnvel um lengri framtíð.
Hinn glæsilegi árangur, sem
náðst hefir í okkar sjávarútvegi
undanfarin misseri hefir, eins og
raunar alltaf áður byggst á dugn-
aði og afkastagetu íslenzkra sjó-
manna.
Hins vegar hefir það hörmu-
lega ástand skeð að fjölgun í
þessari stétt hefir minni en
engin orðið þrátt fyrir tuga marg-
fallt aflamagn og engu síður
harða sjósókn.
Þegar íslenzka þjóðin taldi 100
þúsund manns, átti hún 5000 sjó-
menn.
Þá voru 19 manns í landi til að
skipta með sér þeim uggum, sem
hver þeirra færði að landi.
Nú er þjóðin yfir 200 þúsund,
en tala sjómanna innan við 5000,
og nú skipta um 40 manns upp
með þeim, margfallt meira
magni, en áður þekktist.
En hlutur sjómanns er tiltölu-
lega fyrir neðan þennan saman-
burð. Tölurnar gefa þó smávegis
mynd af ríkjandi ástandi.
1 ófriðarlok stóð sjómanna-
stéttin sterkt að vígi.
Það sýndi bezt áhrif hennar og
aðgerðir í endurnýjum skipaflot-
ans.
Mennirnir á forsíðumynd blaðsins eru, sitjandi í miðröð:
Guðbjartur Guðmundsson, 3. vélstj., Hallgrímur Jónsson, 2. velstj.,
Haraldur Sigurðsson, 1. vélstj., Sigurður Pétursson, skipstjóri, Þór-
ólfur Beck, 1. stýrimaður,Ásgeir Jónasson, 2. stýrimaður.
Aftast: Oddur Guðmundsson, yfirkyndari, Haraldur Ólafsson, há-
seti, Guðmundur Guðjónsson, Óþekktur, Óþekktur, Hjörtur Nielsen,
bryti, Elías Dagfinnsson, þjónn, Óþekktur, Jón Axel Pétursson, há-
seti.