Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Page 3
Tveir bræSur farast. Sigurþór Sigurðsson VÉLBÁTURINN Ása hélt úr Reykjavíkur- höfn á laugardagsmorgun. hinn 6. febr. s.l. Tveir bræður voru á bátnum. þeir Sigurþór og Vilberg Sigurðssynir. Ætluðu þeir á handfæraveiðar á veiðisvæðinu suður af Stafnesi. Bræðurnir voru að byrja nýtt út- hald. en bátur þeirra hafði legið í höfð frá því í nóv. s.l. Um kl. 20.00 á laugardagskvöldið sáu skip- verjar á björgunarskipinu Goðanum bát út af Hvalsnesi og kemur lýsing hans heim við Ásu. Veður var þá sæmilegt og virtist Ása vera á leið norður með Reykjanesi. Um kl. 22.00 á laugardagskvöldið fór að bræla upp og gerði 6—7 vindstiga suðvestan átt. Þegar skipverjar á Ásu létu ekki heyra til sín til tilkynningarskyldunnar á sunnu- dagsmorguninn spurðist Slysavarnafélagið fyrir um bátinn í höfnum á Suðurnesjum og Snæfellsnesi. Fékk Slysavarnafélagið þær upplýsingar að Ása hefði legið í vari við Garðskaga aðfaranótt sunnudags. Þessar upplýsingar reyndust rangar við nánari at- hugun. Á mánudagskvöld kl. 22.00 hófst skipu- lögð leit á stóru svæði. Leituðu fiskibátar frá Akranesi. Reykjavík og Keflavík. Einnig leituðu varðskipið Óðinn. björgunarskipið Goðinn og þýzka eftirlitsskipið Meerkatze. Á þriðjudagsmorgun lögðu svo fjölmennar bj örgunarsveitir upp í leit meðfram strönd- inni á Suðurnesjum. Snæfellsnesi og Mýrum. Einnig var leitað úr lofti. I fjöru á Mýrum fannst lestarhleri og uppstillingsborð. sem talið er vera úr bátn- um. Ása var tréskip sem smíðað var í Báta- lóni í Hafnarfirði og var svo til nýtt skip — hleypt af stokkunum í júnímánuði s.l. Sjómannastéttin er orðin tveim ágætum liðsmönnum fátækari. Víkingur vottar aðstandendum þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning þeirra. VIKINGUK 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.