Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 4
Böðvar Steinþórsson. Það væri ekki úr vegi, að hug- leiða hér í Víkingnum nokkuð um skóla og fræðslumál tilheyrandi sjómannastéttinni. Geri ég það vegna þess að á Alþingi því er nú situr, hafa verið lögð fram fjög- ur frv. um skólamál varðandi sjó- mannastéttina. Þar eru þrjú frv. í algjörum tengslum við stéttina og eitt frv að nokkru leyti. Þessi frv. eru: Stjórnarfrv. um Stýrimannaskólann í Reykja- vík, frv. um Hótel og veitinga- skóla. Islands, þingmannafrv. um fiskiðnskóla og frv. um fiskiðn- skóla í Vestmannaeyjum. Sennilega stendur mér næst frv. það, sem ég gat um að mundi aðeins að nokkru tilheyra sjó- mannastéttinni, frv. um Hótel- og veitingaskóla Islands, og tel ég rétt að hugleiða það frv. fyrst. Er hér um stjórnarfrv. að ræða. 1 athugasemdum við frv. segir m. a., að menntamálaráðuneytið hafi hinn 4. maí 1970 skipað nefnd til að endurskoða löggjöf um Matsveina- og veitingaþjóna- skóla, og var nefndin skipuð þess- um mönnum; Runólfur Þórarins- son fulltrúi í menntamálaráðu- neytinu var formaður nefndar- Hugleiðingar um fræðslu og skólamál sjómanna innar, Óskar Hallgrímsson raf- virkjameistari, formaður Iðn- fræðsluráðs, Tryggvi Þorfinns- son skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans, Tryggvi Jónsson samkv. tilnefningu Fé- lags matreiðslumanna, Jón Marí- asson samkv. tilnefningu Félags framreiðslumanna og Sigurjón Ragnarsson samkv. tilnefningu Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda. Nefnd þessi skilaði til ráðu- neytisins áliti sínu þann 2. des- ember s.l. sem fólst í frv. til laga um Hótel og veitingaskóla ís- lands. Lög þau um Matsveina- og veitingaþjónaskóla sem nú gilda, eru lög nr. 82/1947, en samkv. lögum nr. 83/1952 er gerð breyt- ing á 6. gr. laganna, þar sem skólanefndarmönnum er fjölgað um tvo, úr þremur í fimm. Frá því að lögin um Matsveina- og veitingaþjónaskóla voru sett, hef- ur hótelrekstur orðið stóraukin atvinnugrein hér á landi, m. a. vegna mjög vaxandi þjónustu við erlenda ferðamenn. I ljós hefur komið að mikill skortur er á sér- menntuðu fólki í hinum ýmsu greinum hótel- og veitingastarfa, enda hefur Matsveina- og veit- ingaþjónaskólinn búið við þau skilyrði, að hann hefur ekki haft tök á því að veita menntun í öðr- um greinum en matreiðslu og framreiðslu. Nefndin, sem samdi frv. hefur lagt til að Matsveina- og veitingaþjónaskólinn verði starfræktur framvegis á miklu breiðari grundvelli en hingað til, þ. e. að skólinn verði gerður að alhliða hótelskóla, og í samræmi við það verði nafni skólans breytt eins og fyrirsögn frv. gefur til kynna. I 1. gr. frv. er greint frá, að skólinn skuli starfræktur í Reykjavík og að meginverkefni hans sé að mennta og þjálfa fólk til starfa í íslenzkum veitinga- og gistihúsum og skyldum greinum. I 2. gr. frv. er þess getið, að menntamálaráðuneytið skuli fara með yfirstjórn skólans, og að ráðherra skipi til fjögurra ára í senn, fimm manna skólanefnd, og er skipun skólanefndarinnar á sama hátt og nú á sér stað EFTIR BÖÐVAR STEINÞÓRSSON 56 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.