Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 22
Ævintýramaðurinn EDWARD MD8EBV Eftir Micael Hervey. Þeir börðust heiftarlega á þil fari ameríska hvalveiðiskipsins. Báðir voru þeir víkingsmenni að burðum, svo að dynurinn frá höggum þeirra barst í kyrrðinni út yfir höfnina í Sydney. Það hafði verið grunnt á því góða milli þeirra allan tímann síðan skipið fór frá Fiji. Fyrsti stýrimaður hafði, af einhverjum ókunnum ástæðum haft megna andúð á Ned Moseby. Sá fyrr- nefndi var alkunnur harðstjóri. Hásetarnir hötuðu hann, en eng- inn þeirra þorði að standa upp í hárinu á honum, nema Moseby. Skipverjar höfðu verið nokkr- ar vikur í hafi, áður en þeir komu til Fiji, og þráðu mjög að stíga á land, en fyrsti stýrimaður bannaði þeim landgöngu af ásettu ráði. — „Skipið er grút skítugt", sagði hann. Ég vil fá það skrúbbað stafna á milli“. Skipið hefir aldrei áður verið svona hreint", greip Moseby fram í. „Við höfum ekkert gert annað undanfarnar vikur en að skrúbba það og hreinsa. Ég ætla í land, ef þér er það móti skapi, þá ræðurðu hvað þú gerir!" Moseby kom ekki til skips fyrr en næsta morgun. Fyrsti stýri- maður beið hans á landgöngu- brúnni. „Setjið þennan mann í járn“, hrópaði hann til hásetanna. Síðar um daginn átti hann viðtal við Moseby á skipinu. „Ég ætla að setja þig í land á fyrstu eyði eyju sem við nálgumst, uppreisn- arhundurinn þinn“, nöldraði stýrimaður. „Ég skal sjá fyrir þér, að mér heilum og lifandi". En það átti fyrir honum að liggja, að verða fyrir vonbrigðum í því efni. Þegar skipið kom til eyjar- innar, sem um var að ræða, neit- uðu skipverjar að hlýða skipunum stýrimannsins. Skipstjórinn birt- ist þá á sjónarsviðinu, — hafði verið á kenndiríi, rétt einu sinni, en skarst nú í leikinn. „Stýrimað- ur, ég vil ekki bera ábyrgð á því, að skilja manninn hér eftir“, segir hann loðmæltur. Mér skilst, að hann hafi nú verið lokaður inni hér í skipinu svo vikum skipti, það er nægileg refsing“. Um það bil hálfum mánuði seinna, sigldi skipið fram hjá hinum frægu klettahöfðum, sem skýla höfninni í Sydney. „Ég hef hugsað mér að fara af skipinu“, sagði Moseby einum af kunningjum sínum“, en áður en ég fer, ætla ég að gefa stýrimann- inum ærlega ráðningu". Þannig stóð á því, að þeir börð- ust nú til úrslita á þilfarinu und- ir hvelfdum alstirndum nætur- himni. Stýrimaðurinn var í öll- um atriðum eins sterklega vax- inn og Moseby, en laut þó í lægra haldi. Þegar Moseby var búinn að slá hann niður fjórum sinn- um, gerði stýrimaðurinn ekki til- raun til að standa upp, en lá kyrr másandi og blóði drifinn. „Þetta skal ég muna þér . .. . “ segir hann illgirnislega. „Ég veit, að þú ætlar að yfirgefa skipið, en þú kemst ekki langt. Lögreglan finn- ur þig fyrr eða síðar þá. ...“ „Farðu til fjandans", slöngvaði Moseby út úr sér um leið og hann sneri við honum bakinu. Ekki er ástæða til að orðlengja um þetta. Moseby dvaldi ekki lengi í Sydn- ey, en réð sig á flutninga-skonn- ortu næsta dag. Næstu tvö árin sparaði hann saman hvert penny af launum sínum, og varði þeim til kaupa á loggortu til perluveiða. Hann settist að á York eyju í Torres Strait. Moseby fór öðruvísi að en aðr- ir perluveiðarar, sem arðrændu innfædda perlukafara. Hann lof- aði skipverjum sínum hæfilegum hlut af veiðinni. í stað þess að prakka inn á þá verðlausum hlut- um og lélegu áfengi, lét hann þá fá hluta af því sem veiðin gaf af sér. Reyndist þetta hyggileg ráðstöfun, því ekki leið á löngu þar til beztu kafararnir í ná- grenninu kepptust um að fá að starfa hjá honum. En þó að hann ynni tiltrú og virðingu allra sem unnu hjá hon- um, voru innlendir íbúar York- eyjar mjög fráhverfir honum. Þeir voru óánægðir með dvöl hans þar, og óttuðust að fleiri hvítir menn mundu fljótlega feta í spor hans til að ræna og féfletta þá. VÍKINGUR 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.