Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Síða 23
,,Ég er vinur ykkar“, sagði hann.
„Ég hef í hyggju að búa hér
áfram. Verði ég ríkur maður,
njótið þið allir góðs af mínum
auðæfum."
Til þess að fullvissa eyjar-
skeggja um einlægni sína, bað
hann dóttur foringja þeirra,
Ulood, sér til eiginkonu. Hann
færði gamla manninum og dóttur
hans margar og verðmætar gjaf-
ir, og náði brátt hylli þeirra.
Brúðkaupið stóð með mikilli við
höfn, og voru allir eyjaskeggjar
boðnir. Var þar etið og drukkið
þar til menn almennt gátu naum-
ast hreyft sig.
Nýgiftu hjónin yfirgáfu að lok-
um veizluna og fóru til heimilis
síns, — laufskála, sem nýlega
hafði reistur verið í útjaðri þorps-
ins. Ekki höfðu þau dvalið þar
lengi, er þau urðu vör við,
að skálinn var að fyllast af
reyk. Þau stukku á fætur,
en komust brátt að raun um
að þau voru innikróuð af elds-
logum, og útgöngudyr tepptar.
Moseby brá eldsnöggt við, enda
fljótur að hugsa. Hann andaði
djúpt að sér og fleygði sér af öllu
afli á skálavegginn. Brast hann
í sundur sem eggjaskurn væri, og
komst hann þannig út, og kona
hans þegar á eftir honum.
Seinna komust þau að því, að
einn af vonsviknum biðlum Ul-
ood, hafði kveikt í bústaðnum,
þar sem þau ætluðu að eyða
hveitibrauðsdögum sínum. Mose-
by vildi þegar gera upp sakir við
þennan afbrýðisama innfædda
pilt, sem hér átti hlut að máli. En
hann hafði séð sinn kost vænstan
að hafa sig á brott, og að líkind-
um stokkið út í nærtækasta cano
og róið frá landi í skjóli nátt-
myrkurs.
Fór nú í hönd mikill velsældar
tími á eyjunni. Moseby og aðrir
íbúar hennar efnuðust svo vel, að
hausaveiðarar á Mer, — nær-
VÍKINGUB
liggjandi eyja — þótti tími til
kominn að heimsækja þá svo sem
í virðingarskyni.
íbúar York eyjar urðu mjög
óttaslegnir, er þeir komu auga
á stríðsbáta frá Mer, stefna að
landi. „Þeir eru grimmustu
stríðsmennirnir hér um slóðir“,
kveinuðu þeir, er þeir hópuðust
saman hjá Moseby í von um hjálp.
Þeir drepa hvern einasta mann á
eyjunni og éta okkur síðan!“
„Nei, nei, það gera þeir ekki,
— ekki ef ég get forðað því, því
lofa ég. En þetta verðið þið að
gera: Ég heimta að allir menn,
konur og börn hlaupi til bátanna
að þessum villimönnum frá Mer
ásjáandi. Látið líta svo út, að þið
séuð að flýja frá eyjunni alfarnir.
en áður en þið farið, þá sjáið um
að miklar birgðir af mat og vín-
föngum séu til tækar.
Hausaveiðararnir frá Mer
lögðu nú eyjuna undir sig, en
furðuðu sig á því, að York búar
skyldu ekki bíða þeirra og skip-
ast til varnar. Er þeir höfðu
kveikt í hverjum einasta kofa á
eyjunni, tóku þeir sér hvíld, og
settust að snæðingi og drykkju.
Leið ekki á löngu þar til þeir
féllu í dvala af víndrykkjunni. Nú
var stundin komin fyrir Moseby
og hans menn að gera árás. í
skjóli náttmyrkurs höfðu þeir
róið aftur til eyjarinnar og falið
sig í runnunum. Þeir æptu nú
heróp og gerðu æðisgengna árás
á liggjandi óvini sína, og lögðu
þá í gegn, hver sem betur gat. Af
tvö hundruð hausaveiðurum, sem
komu til eyjarinnar, komst aðeins
um ein tylft manna lifandi á
brott.
Eins og vænta mátti, varð
Moseby skyndilega þjóðhetja, —
og í augum eyjarskeggja eins
konar guð. Þeir söfnuðu nú handa
honum svo miklu af perluskelj-
um, að hann gat á stuttum tíma
byggt steinhús og flutt inn naut-
gripi og hesta. Hann lét einnig
byggja skóla og fékk kennara
frá meginlandinu. Þegar fram
liðu stundir eignaðist hann með
konu sinni fjóra hrausta syni og
eina dóttur. Synirnir eignuðust
og sjálfir perluveiði-báta, og leið
ekki á löngu að peningar bók-
staflega streymdu til eyjarinnar.
Á efri árum sínum fór Moseby
að safna nokkru af dýrmætustu
perlunum, sem kafarar hans
náðu. Hann var hræddur um, að
perluskeljaiðnaðurinn mundi einn
góðan veðurdag verða úr sögunni.
„Það eru sífellt að koma fram
nýjar uppgötvanir“, sagði hann
við syni sína. „Það er meira en
hugsanlegt að fram komi gervi-
perlur, eða að venjur breytist á
þá leið, að þær sem nú gilda, verði
taldar gamaldags. Þessar perlur
munu tryggja afkomu ykkar.“
Þá fréttist það dag nokkurn,
að logger-skipstjóri hefði verið
myrtur af perluköfurum bátsins,
þeir vildu eignast perlusafn hans.
„Það hefir mikið borið á slíkum
þrjótum hér í nágrenninu að
undanförnu“, hugsaði Moseby.
„Það er réttast að ég geri örygg-
isráðstafanir og feli perlurnar
mínar.“ Stuttu eftir 1920 and-
aðist hann skyndilega, áður en að
hann gat látið vita um felustað
þeirra. Fjölskylda hans hefir
leitað þeirra, og bókstaflega um-
snúið sérhverjum bletti á eyj-
unni. Þegar þetta er ritað eru
perlurnar enn ófundnar.
(Hallgr. J. þýddi eftir „The Compass".)
Leiðrétting:
í fyrirsögn greinar Hallgríms Jóns-
sonar í síðasta blaði Víkings slæddist
inn leiðinleg og áberandi villa.
Þar stendur FYRIR fimmtíu árum, en
átti að vera eitthundrað og fimmtíu ár-
um. Við biðjum Hallgrím afsökunar á
þessum mistökum.
75